Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Blaðsíða 52
um það nefna, að við hjónaskilnaði er oft hart deilt um umráðarétt yfir gælu- dýrum fjölskyldunnar! Hér hafa verið stigin nokkur hliðarspor út fyrir þá línu, er venjulega er þrædd í Tímariti lögfræðinga. Skal því aftur vikið að lagaskólanum í Berkeley. Bóka- safn er mjög gott, en gæti verið betra. Skortur á húsrými og ónógar fjárveit- ingar eru safninu fjötur um fót, og skilst mér, að heldur hafi sigið á ógæfu- hliðina í þeim efnum síðari árin. Þó er rannsóknaraðstaða allgóð, en misjöfn eftir því, hver svið menn stunda. T.d. virðist hér vera óvenju gott safn bóka um sum svið réttarsögu. Hér má nefna tvö sérsöfn ,,The Robbins Hebraic and Roman Law Collection" og „The Robbins Canon Law Collection." Lagabóka- safnið er í Boalt Hall, en aðalbókasafn háskólans er annars staðar á lóðinni. Er það talið mjög merkt og fjölbreytt safn. Ekki er það einungis lagabókasafnið, er skortir fé til að halda uppi fullri reisn. Á þessu ári urðu þau tíðindi í Kaliforníu, að stórlega var dregið úr fast- eignasköttum. Tekjutap hins opinbera vegna þessa kemur m.a. niður á fjár- veitingum til Kaliforníuháskóla. Eru háskólayfirvöld mjög uggandi vegna þess ástands, er skapast hefur. Óttast menn, að háskólinn dragist aftur úr á flestum sviðum í hinni hörðu samkeppni við aðra bandaríska háskóla. Svo sem fram hefur komið, er kennaralið fjölmennt. Margir kennaranna eru framúrskarandi fræðimenn og fræðarar og sumir þekktir víða um heim. Eru kennarastöður hér eftirsóttar. Gestakomur eru tíðar. Auk gistiprófessora, er starfa eitt eða fleiri misseri, koma menn til skemmri dvalar til þess að halda námskeið eða til þátttöku í málþingum og öðrum fræðafundum. Oft eru hér á ferð lögfræðingar, er halda einstaka fyrirlestra fyrir kennara og/eða stúdenta. Loks eru hér jafnan nokkrir fræðimenn frá öðrum löndum og öðum stöðum í Bandaríkjunum við rannsóknir, án þess að stunda kennslu. Nokkrir hinna föstu kennara lagadeildar eru af erlendu bergi brotnir. A.m.k. tveir þeirra eru þýskir Gyðingar, sem flúðu Þýskaland fyrir síðari heimsstyrj- öldina. Nokkrir aðrir eru fæddir erlendis eða af erlendu foreldri. Fjölmargir kennaranna hlutu lögfræðimenntun sína í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Af þessum sökum er allmikill heimsborgarabragur yfir lagaskólanum. Kennarar af erlendum uppruna hafa mjög stuðlað að tengslum við háskóla víða um heim og rannsóknum í samanburðarlögfræði. Á þetta bæði við um kennara, er enn starfa, og ýmsa, sem fallnir eru frá. Meðal hinna siðartöldu má nefna hinn þekkta austurríska fræðimann Albert A. Ehrenzweig, er settist að í Banda- ríkjunum eftir að Þjóðverjar hertóku Austurríki og varð prófessor í Boalt Hall- skólanum. Eins og fram hefur komið í fréttum voru háðar kosningar í Bandaríkjunum hinn 7. nóvember s.l. Kosnir voru þingmenn, ríkisstjórar og ýmsir aðrir embætt- ismenn. Þá var kosið um ýmsa dómara og um ýmis einstök mál, sem borin eru undir þjóðaratkvæði i hverju ríki fyrir sig. Mjög er mismunandi eftir ríkjum, um hvað kosið er. í sumum ríkjum voru kosnir öldungadeildarþingmenn auk full- trúadeildarmanna. í Kaliforníu var að þessu sinni ekki kosið til öldungadeild- arinnar og var það talið hafa dregið nokkuð úr áhuga manna á kosningunum. Edmund G. Brown Jr., úr flokki demókrata var endurkjörinn ríkisstjóri Kali- forníu með miklum yfirburðum. Er nú talið líklegt, að hann keppi að framboði til kjörs forseta Bandaríkjanna í næstu kosningum. Þrátt fyrir yfirburðasigur „Jerry“ Brown, er hann þó allumdeildur, ekki sfst vegna vals á dómurum 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.