Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 47
Ávíð og dreif AÐALFUNDUR DÓMARAFÉLAGS ÍSLANDS 1978 Aðalfundur Dómarafélags fslands 1978 var haldinn dagana 16. og 17. nóv- ember s.l. í Tollhúsinu í Reykjavík. Formaður félagsins dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari flutti skýrslu um starfsemina undanfarið ár. Gat hann þess m.a., að félagið hefði gengist fyrir málþingi um samningu dóma síðastliðið vor, tengsl við samtök dómara á Norðurlöndum efld og stjórnin hefði sent dómsmálaráðuneytinu erindi um endurmenntun dómara, starfsleyfi og starfsþjálfun. Þá hefði verið tekið á móti hópi bandarískra dómara, sem staðið hefðu við hér á landi dagana 11.—13. maí s.l. á heimleið frá Evrópu. Upphafsfundinn sátu þeir Steingrímur Hermannsson dómsmálaráðherra, Tómas Árnason fjármálaráðherra ásamt ýmsum embættismönnum ráðuneyt- anna og Guðjón Steingrímsson hrl. formaður Lögmannafélags íslands. Fluttu gestirnir fundarmönnum ávörp. Fyrri dagurinn var að mestu helgaður málþingi um þinglýsingalögin nýju, sem taka gildi 1. janúar 1979. Aðalframsögumaður var dr. Gaukur Jörunds- son prófessor. Aðrir frummælendur þeir Þorleifur Pálsson deildarstjóri, Bogi Nílsson sýslumaður og Sigurður Sveinsson borgarfógeti. Margir fundarmanna tóku til máls, og urðu umræður hinar fjörlegustu. Var fjölmörgum fyrirspurnum beint til frummælenda, og leystu þeir greiðlega úr þeim. Að endingu fluttu framsögumenn stuttar yfirlitsræður. Að loknum hinum eiginlegu aðalfundarstörfum fyrir hádegi seinni daginn gerði Haraldur Henrýsson sakadómari grein fyrir störfum nefndar, sem fjallað hefur um úrræði til að skapa skilyrði fjölþættari og breiðari starfsþjálfunar dóm- ara. Nefnd þessi var skipuð af stjórn félagsins s.l. vetur, og sitja í henni auk Haralds þeir Garðar Gíslason borgardómari og Þorleifur Pálsson deildarstjóri. Nokkrar umræður urðu um erindi Haralds. Steingrímur Gautur Kristjánsson héraðsdómari flutti yfirlit um störf löggiafar- nefndar, oa Magnús Thoroddsen borgardómari sagði frá heimsókn bandarískra dómara til fslands s.l. vor. Þá var tekið fyrir efnið: Um úrbætur til að hraða meðferð dómsmála. Fram- söguerindi fluttu þeir Björn Ingvarsson yfirborgardómari og Halldór Þorbjörns- son yfirsakadómari. Tóku ýmsir til máls, og stóðu umræður fram eftir degi. Fundinn sóttu dómarar hvaðanæva að af landinu, og fjölluðu þeir um hin ýmsu hagsmuna- og sérmál dómarastéttarinnar. 41

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.