Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 48

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Side 48
Dr. Ármann Snævarr hæstaréttardómari var endurkjörinn formaSur. Aðrir í stjórn eru Jón ísberg sýslumaður varaformaður, Ólafur Stefán Sigurðsson héraðsdómari ritari, Jón Eysteinsson bæjarfógeti gjaldkeri, og Hrafn Braga- son borgardómari meðstjórnandi. Ólafur St. Sigurðsson. KJÖRIÐ í HAAG-DÓMSTÓLINN Um mánaðamótin október og nóvember 1978 kusu 33. Alisherjarþing Sam- einuðu þjóðanna og Öryggisráð S.þj. fimm dómara til þess að taka sæti í Alþjóðadómstólnum í Haag frá 6. febrúar 1980 að telja. Hinir nýju dómarar eru þessir: Roberto Ago, 71 árs, ítalskur lagaprófessor, m.a. við háskólana í Genúa, Mílanó og Róm, þrivegis kjörinn í Alþjóðalaganefndina og form. hennar 1964— 1965, formaður sendinefndar lands síns á 1. og 2. Hafréttarráðstefnu S.þj. í Genf 1958 og 1960, forseti Vínarráðstefnunnar um reglur varðandi milliríkja- samninga (Law of Treaties) 1968—1969, formaður framkvæmdastjórnar Al- þjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) 1954—1955 og 1967—1968, málflytjandi og gerðardómsformaður í ýmsum milliríkjadeilum; Richard R. Baxter, 57 ára, bandarískur lagaprófessor við Harvard frá 1959, um skeið yfirmaður alþjóðalagadeildar varnarmálaráðuneytisins, lögfræðilegur ráðunautur utanríkisráðuneytisins og síðar aðalskrifstofu S.þj., fulltrúi Banda- ríkjanna á ýmsum alþjóðaráðstefnum, m.a. 3. Hafréttarráðstefnu S.þj. 1974, og ráðstefnunum um mannúðarlöggjöf á stríðstímum 1971—1972 of 1974—1976, aðalritstjóri American Journal of International Law síðan 1970 og hefur sjálfur ritað mikið um lögfræðileg efni, m.a. stríðsrétt og hafrétt; Abdullah Ali El-Erian, 58 ára, egypskur lagaprófessor og þjóðréttarráðu- nautur, sendiherra í París 1971—1973, hjá S.þj. og öðrum alþjóðastofnunum í Genf 1974—1975 og í Bern síðan, hefur setið í 6. nefnd (laganefnd) á fjórtán allsherjarþingum S.þj. og var formaður hennar á 20. Allsherjarþinginu 1965, einnig átt sæti í Alþjóðalaganefndinni hátt á annan áratug, fulltrúi á Hafrétt- arráðstefnunum 1958—1960, ráðstefnu S.þj. um reglur varðandi stjórnmála- samskipti og réttindi ríkja (Law of Diplomatic Relations and Immunities) 1961 og formaður egypsku sendinefndarinnar á ráðstefnunni um reglur varðandi milliríkjasamninga, auk þess sem hann hefur m.a. verið formaður sendinefndar lands síns á Afvopnunarráðstefnunni í Genf 1974—1975 og átti sæti í nefnd Egypta á ráðstefnu S.þj. um frið í Austurlöndum nær, sem kom saman síðla árs 1973; Platon Dmitrievich Morozov, 72 ára, sovéskur lögfræðingur og sendiherra, sem hefur skipað sæti í Alþjóðadómstólnum síðan 1969 og var nú kjörinn til setu þar öðru sinni, var fulltrúi Sovétríkjanna í Mannréttindanefnd S.þj. 1951—1968, sat í 6. nefnd Allsherjarþings S.þj. á annan áratug, var varafor- stjóri milliríkjasamninga- og lagadeildar sovéska utanríkisráðuneytisins 1949 —1960, staðgengill sovéska fulltrúans i Öryggisráði S.þj. og varafastafulltrúi lands síns hjá samtökunum 1960—1968, hefur tekið virkan þátt í undirbúningi ýmissa alþjóðasamninga, þ. á m. um vernd stríðsfanga, ráðstafanir gegn og 42

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.