Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.03.1979, Síða 21
sé til þess í fjárlögum eða aukafjárlögum.“ Fjvn. taldi sér skylt, þótt tíminn væri naumur, að haga svo störfum sínum, að unnt væri að upp- fylla þetta lagaboð og afgreiða fjárlögin fyrir jól. Nefndin var líka að mestu leyti tilbúin með tillögur sínar í lok nóvembermánaðar.. .. . Þessar bráðabirgðatillögur lét nefndin öllum flokkum í té þegar í nóvembermánuði. En eins og kunnugt er, hafði fyrrverandi ríkisstjórn þá beðist lausnar, og þegar vitað var, að þáverandi fjármálaráðherra var ófáanlegur til að taka sæti í væntanlegri stjórn og allt óvíst þá um stjórnarmyndun og hvaða menn eða flokkar kæmu til með að bera ábyrgð á henni og fjármálum landsins, þótti ekki rétt að afgreiða fjár- lagafrumvarpið með svo stórkostlegum breytingartillögum til umræðu í þinginu. Ég vil nú ekki leyna því, að þótt þétta sjónarmið yrði ofan á, þá hafði ég og hef enn allt aðra skoðun á þessu máli. Ég tel, og vil leggja á það alveg sérstaka áherslu, að ákvæðum stjórnarskrárinnar beri að fylgja út í æsar og veigra sér ekki við að taka á sig alla þá erfið- leika og alla þá ábyrgð, sem því er samfara, en forðast miklu fremur hitt, að sniðganga fyrirmælin með þeirri afsökun einni, að unnt sé að skýra þau lögfræðilega á einn eða annan hátt ... Og sé engin stjórn í landinu, eða aðeins framkvæmdastj órn, eins og hér var, frá því fyrr- verandi stjórn baðst lausnar og þar til ný stjórn var mynduð, ber Al- þingi, ef það situr á annað borð, að taka einmitt þá á sig fulla ábyrgð á málunum, og ekki hvað síst í fjármálum ríkisins . . .“. Vísaði Gísli síðan til álits fjárveitinganefndar, en þar segir (Alþt. 1946 A 833): „Frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 1947 var útbýtt í sameinuðu þingi 16. október s.l. Hélt nefndin fyrsta fund sinn þ. 23. október og kaus sér þá fyrir formann Gísla Jónsson. Hófust þegar reglulegir fundir í nefndinni. Voru haldnir tveir fundir á dag flesta daga fram til nóvem- berloka, þar sem nefndin hafði í hyggju að skila nefndaráliti og til- lögum svo snemma, að afgreiða mætti fjárlögin fyrir áramót. En með því að þáverandi ríkisstjórn hafði beðist lausnar og allt var enn í óvissu um nýja stjórnarmyndun, þótti ekki gerlegt að afgreiða frumvarpið til 2. umræðu fyrr en vitað væri hvaða ríkisstjórn tæki við, m.a. vegna þess, að sjáanlegt var, að óhjákvæmilegt mundi reynast að hækka all- verulega gjaldaliði frumvarpsins. Var því nokkurt hlé á störfum nefnd- arinnar, eða þar til ný ríkisstjórn hafði tekið við völdum. Hófust þá þegar viðræður við hana um afgreiðslu frumvarpsins og þó alveg sér- staklega um þá gjaldaliði, sem óhjákvæmilegt var að hækka allveru- lega, svo og þá, sem sýnt var, að setja þurfti inn í frumvarpið vegna nýrra lagafyrirmæla. Tók það að vonum nokkurn tima fyrir ríkisstjórn- ina að koma sér saman um afgreiðslu þeirra mála, en nefndin gat þó 15

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.