Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 7

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 7
rniAitií—w Lö(.iiti:m\<.A 1. HEFTI 37. ÁRGANGUR ÁGÚST 1987 ER TÍMABÆRT AÐ BREYTA TILHÖGUN LAGANÁMS? Undanfarin ár hefur lítið verið rætt meðal lögfræðinga um laganám við Há- skóla íslands og hvernig þvl beri að haga. Þetta sinnuleysi vekur nokkra furðu í Ijósi þeirra öru breytinga sem orðið hafa á islensku þjóðfélagi, ekki síst hin allra síðustu ár. Eitt af því, sem gerst hefur, er að dönsk áhrif á íslenska löggjöf hafa farið þverrandi, svo sem eðlilegt er. Af þeim sökum er íslensk lögfræði orðin mun sjálfstæðari fræðigrein en áður var. Það, sem skiptir þó enn meira máli, er að íslensk lögfræði hefur með tfmanum orðið æ meiri að umfangi. Á hverju ári bætist við fjöldi nýrra laga svo og nýjar úrlausnir dómstóla og stjórnvalda. Undirrótin að þessu er að sjálfsögðu sú bylting í öllum þjóðfélagsháttum, sem orðið hefur hér á landi á þessari öld. Störf lögfræðinga eru orðin mun fjölbreyttari en áður tíðkaðist og sífellt bætast við ný svið, þar sem lögfræð- inga er þörf. Samhliða þessu hafa samskipti okkar íslendinga við aðrar þjóðir orðið æ nánari. Sívaxandi hluti fslenskra lögfræðinga verður nú f daglegum störfum að hafa samskipti við starfsbræður í öðrum löndum, ekki aðeins á Norðurlöndum, heldur meira og minna um allan heim. Þá má ekki gleyma þeirri byltingu, sem orðið hefur á sviði fjarskipta og tölvutækni, en þetta tvennt setur þegar mark sitt á störf lögfræðinga sem annarra. Allt þetta bendir til þess að þörfin fyrir sérhæfingu fari vaxandi meðal fs- lenskra lögfræðinga. Eflaust eru skiptar skoðanir um ágæti þeirrar þróunar, en engu að síður verður hún ekki stöðvuð hér fremur en annars staðar. Fram að þessu hefur laganám við Háskóla Islands fyrst og fremst miðast við að þeir, er námið stunda, öðlist alhliða þekkingu á helstu greinum lögfræðinnar, en minni áhersla hefur verið lögð á að menn geti sérhæft sig á einstökum svið- um. í Ijósi þess, sem að framan greinir, er rétt að velta því fyrir sér hvort ekki sé tímabært að breyta þessu þannig að áhersla verði lögð á meiri sérhæfingu í laganámi. I því skyni að örva umræður um þetta efni langar mig til að varpa fram nokkrum hugmyndum um breytingar á laganáminu, er stefna í þessa átt. 1
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.