Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 12

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 12
þrjá syni. Eru þeir Stefán, kennari í Reykjavík, Guðmundur, læknir í Reykja- vík, og Sigurjón, tannlæknir á Húsavík. Með Benedikt Sigurjónssyni er genginn mikill drengskaparmaður sem skilað hafði ærnu starfi við verkalok. Verka hans mun lengi sjá stað og er hann kvaddur með þökk og virðingu. Magnús Þ. Torfason RANNVEIG ÞORSTEINSDÓTTIR Hinn 18. janúar 1987 andaðist Rannveig Þor- steinsdóttir, hæstaréttarlögmaður og fyrrver- andi alþingismaður. Rannveig var fædd 6. júlí 1904 að Sléttu f Mjóafirði. Foreldrar hennar voru Þorsteinn Sigurðsson, bóndi þar og sjómaður, og kona hans Ragnhildur Hansdóttir. Rannveig var tæpra 6 ára gömul, er hún missti föður sinn. Hún kynntist þvf í uppvextinum harðri lífsbar- áttu af eigin raun, hertist af henni og óx að visku og þroska. Enda þótt það væri fátftt meðal alþýðufólks á þeim tíma, að stúlkur hygðu á skólanám, er barna- og unglingaskóla lauk, þá lét Rannveig það ekki standa f vegi fyrir þvf, að hún brytist af eigin rammleik til mennta. Lauk hún prófi við ágætan orðstír frá Samvinnuskólanum tæplega tvítug. Að því námi loknu tók hún sér hvíld á menntabrautinni og vann þá um 10 ára skeið hjá Dagblaðinu Tímanum og síðan önnur 10 ár hjá Tóbakseinkasölu ríkisins. Allan þann tíma og æ síðar tók hún virkan þátt í félagsmálum, bæði á vegum ungmennafélagshreyfingar- innar og í skíðadeild Glímufélagsins Ármanns. Hún var þar ómetanleg drif- fjöður sem í hverju öðru starfi, er hún sinnti, en af þeirri reynslu, sem hún hafði fengið af störfum sínum eftir að Samvinnuskólanámi hennar lauk, var hún þess fullviss, að sem kona gæti hún ekki vænst þess, að frami hennar yrði meiri án frekari menntunar og baráttu. Rannveig gerði sér því lítið fyrir og gekk undir landspróf 1945 og árið eftir, á 100 ára afmæli Menntaskólans í Reykjavfk, undir stúdentspróf, sem hún lauk með ágætum. En hún lét ekki staðar numið við það, heldur settist hún haustið 1946 f lagadeild Háskólans. Þar bar fundum okkar fyrst saman. Og þvf er ekki að neita, að við nýsveinar f lagadeildinni umgengumst þessa táp- miklu afrekskonu með eðlilegri virðingu og hæversku, slíkri sem maður sýndi f umgengni við roskið fólk á þeim tfmum, en Rannveig var nokkrum mán- uðum eldri en móðir mín, sem fædd var á sama ári. En Rannveig var fljót að hrista úr okkur hæverskuna og gerði kröfu til þess að vera tekin sem jafningi okkar í námi og á gleðifundum. Hún skaut okkur ref fyrir rass og lauk fyrri hluta prófi vorið eftir, 1947 og kandidatsprófi tveimur árum síðar, vorið 1949. Allan þann tíma, sem hún stundaði framangreint nám, var hún jafnframt þing-

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.