Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 15

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 15
Hinn 19. nóvember 1976 var gerður í London nýr alþjóðasamningur um takmörkun ábyrgðar á sjóréttarkröfum (hér á eftir nefndur Lund- únasamningurinn). önnur ríki Norðurlanda en ísland fullgiltu samn- inginn á árinu 1984 og breyttu siglingalögum sínum til samræmis við hann. Reglur 9. og 10. kafla siglingalaga nr. 34/1985 eru í meginatrið- um sniðnar eftir öðrum norrænum siglingalagaákvæðum um takmörk- un ábyrgðar eins og þau eru nú. Islensku reglurnar um takmörkun ábyrgðar eru því í stórum dráttum samræmdar Lundúnasamningnum. Island á þó ekki aðild að honum, enda er það enn (í ágúst 1987) aðili að Brusselsamningnum frá 1957, sbr. lög nr. 10/1968. Við gildistöku sigll. 1985 kom því upp sú staða, að íslenskar siglingalagareglur um takmörkun ábyrgðar eru ekki í samræmi við ákvæði alþjóðasamnings, sem ísland er aðili að. Hér á eftir verður lýst helstu reglum nýju siglingalaganna um al- menna takmörkun skaðabótaábyrgðar. Auk þess verður stuttlega drep- ið á, að hvaða leyti þær eru frábrugðnar ákvæðum sigll. 1963, eins og þau voru eftir breytingarlög nr. 14/1968. Fyrst verður þó í örstuttu máli fjallað um, hvað felst í hugtakinu almenn takmörkun eða allsherjartakmörkun bótaábyrgðar. Með því er átt við heimild útgerðarmanns eða annarra aðila, sem nánar eru til- greindir í sigll., til þess að takmarka skaðabótaskyldu sína innan eða utan samninga við ákveðna hámarksf járhæð, þannig að þeim verði ekki skylt að greiða hærri heildarbætur vegna sama atburðar, hvort sem krafa vegna atburðarins er ein eða fleiri. Kröfur þær, sem útgerðar- manni eða öðrum er heimilt að takmarka ábyrgð sína við, eru tæmandi taldar í sigll. Sá, sem takmörkunarrétt á, er aðeins ábyrgur upp að til- teknu „bótaþaki“ vegna allra krafna, sem stofnast út af sama tjóns- atviki eða „samtölu allra krafna sem rísa vegna eins og sama atburðar,“ eins og það er orðað í 4. mgr. 177. gr. sigll. Allsherjartakmörkun ábyrgðar kallast annars staðar á Norðurlöndum „globalbegrænsning“ til aðgreiningar frá sérstakri takmörkun bótaábyrgðar farmflytjanda skv. 70. gi'. sigll. eða farsala skv. 141.-142. gr. Þessar reglur og ákvæði annarra laga um sérstaka takmörkun bótaábyrgðar3 varða einstakar kröfur, þ.e. ábyrgðarmörkin taka til hverrar kröfu fyrir sig, en ekki allra krafna, sem stafa af sama tjónsatburði. Ef stórfellt tjón hlýst af einum atbui'ði og kröfur eru margar, geta reglur um allsherjartakmörk- un ábyrgðar leitt til þess, að einstakir kröfuhafar eigi ekki rétt til bóta 3 T.d. 118. gr. laga nr. 34/1964 um loftferðir og 19. gr. laga nr. 24/1982 um flutnings- samninga og ábyrgð við vöruflutninga á landi. 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.