Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 21

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 21
aðilar geta takmarkað ábyrgð sína, getur skipt máli á hvorri reglunni er byggt.8 4. KRÖFUR, SEM RÉTTUR TIL AÐ TAKMARKA ÁBYRGÐ NÆR EKKI TIL I 175. gr. sigll. eru taldar kröfur, sem réttur til að takmarka ábyrgð nær ekki til, enda þótt þær rúmist innan gildissviðs 174. gr. Verða þær nú taldar upp. (1) Krafa um „björgunarlaun, framlag til sameiginlegs sjótjóns eða endurgjalds samkvæmt samningi vegna úrræða sem greind eru í 4., 5. eða 6. tl. 1. mgr. 174. gr.,“ 1. tl. 175. gr. Eftir 1. tl. 175. gr. er ábyrgð á kröfum um björgunarlaun og kröfum um framlag til sameiginlegs sjótjóns ótakmörkuð. Var svo einnig í gild- istíð sigll. 1963. Kröfur samkvæmt samningi um endurgjald fyrir skyld úrræði, sbr. 4.-6. tl. 174. gr., eru einnig undanþegnar reglum um tak- markaða ábyrgð með 1. tl. 175. gr. (2) Krafa vegna „tjóns eða útgjalda af því tagi sem nefnt er í al- þjóðasamningi frá 29. nóvember 1969, um einkaréttarlega ábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar, sbr. 1. nr. 14/1979,“ 2. tl. 175. gr.9 Samningur þessi (olíumengunarsamningurinn) varðar bótaábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar frá skipi, sem flytur umbúðalausa olíu sem farm. Samningurinn tekur einvörðungu til mengunartjóns, sem hlýst innan landsvæðis eða landhelgi samningsríkis og til ráðstaf- ana til að afstýra eða draga úr slíku tjóni, sbr. 2. gr. samningsins. Ákvæði 2. tl. 175. gr. má skýra svo, að með því séu ekki einungis undanþegnar kröfur, er olíumengunarsamningurinn frá 1969 (sbr. lög nr. 14/1979) tekur til, heldur einnig kröfur vegna þess háttar tjóns og útgjalda, sem í samningnum greinir, enda þótt tjónsatburður verði ekki á því svæði, er samningurinn gildir um. Skýring þessi er reist á orða- lagi 2. tl. 175. og b-lið 3. gr. Lundúnasamningsins frá 1976. Samkvæmt þessu myndu allar kröfur af því tagi, sem greint er í olíumengunar- 8 Um þetta sjá nánar Innstilling I, bls. 9-10. 9 Með lögum nr. 14/1979 var ríkisstjórninni veitt heimild til að staðfesta fyrir hönd ís- lands þrjá alþjóðasamninga frá árunum 1969 og 1971 varðandi olíumengun. Eru samn- ingarnir prentaðir sem fylgiskjöl með lögunum. í 2. gr. laganna segir, að þegar samn- ingarnir hafi öðlast gildi að því er ísland varðar, skuli ákvæði þeirra hafa lagagildi hér á landi. Gildistaka samninganna þriggja var tilkynnt með auglýsingu nr. 10/1980 í C- deild Stjórnartíðinda. Einn þeirra er ofangreindur alþjóðasamningur um bótaábyrgð vegna tjóns af völdum olíumengunar (olíumengunarsamningurinn). 15
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.