Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 28

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 28
vegna fleiri en eins tjónsatburðar, getur hinn bótaskyldi þurft að greiða bætur allt að 167.000 SDR, eins oft og atburðirnir eru margir. I öðru lagi leiðir meginreglan í 4. mgr. til þess, að ábyrgðarmarkið verður eitt og hið sama, enda þótt fleiri en einn beri bótaábyrgð á tjóni, sem hlýst af einum atburði. Réttarstaða tjónþola verður því ekki betri, þótt þeir eigi bótakröfu á marga menn vegna sama atburð- ar, ef allir hinir bótaskyldu eru í hópi þeirra, sem takmarkað geta ábyrgð sína eftir sigll. 1 5. mgr. er sérstök regla um takmörkun ábyrgðar, þegar í hlut eiga björgunarmenn, sem athafna sig ekki frá skipi eða eingöngu frá skipi, sem verið er að bj arga. Sú mikilvæga undantekning felst í 6. mgr. 177. gr., að ábyrgðar- mörkin fyrir skip, sem notuð eru í opinberri þágu og í tilgangi, sem ekki er viðskiptalegs eðlis, skulu aldrei miðast við minna en 5.000 lest- ir. Auk þess segir í 6. mgr., að eigi sé unnt að takmarka ábyrgð á tjóni, „sem stafar af sérstökum eiginleikum eða notkun“ slíks skips. Síðargreinda ákvæðið getur t.d. átt við tjón, sem hlýst af skotæfing- um á varðskipi. Ákvæði 6. mgr. 177. gr. eru sniðin eftir ákvæðum í siglingalögum annarra norrænna ríkja, en þau varða m.a. herskip. Deila má um, hvort ástæða sé til að láta svo há ábyrgðarmörk gilda um kröfur vegna tjóns af völdum tollbáta, hafnsögubáta og annarra smærri skipa í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Með rúmlestum í 177. gr. er átt við „brúttórúmlestir sem reiknaðar eru eftir alþjóðlegum reglum um mælingu skipa“, sjá 7. mgr. Er hér um að ræða verulega breytingu frá reglum þeim, er giltu eftir sigll. 1963. Skýra verður ákvæði 7. mgr. um „brúttórúmlestir“ í samræmi við 238. gr. í sigll. annarra Norðurlanda, en þar er tekið fram, að átt sé við „bruttotonnagen“ sbr. 1. fylgiskjal með alþjóðasamn. um mælingu skipa frá 1969. Brúttótonnatala skv. samningnum, sbr. lög nr. 34/1984, er annað en rúmlestir brúttó eftir eldri réglum.17 7. SKIPTING TAKMÖRKUNARFJÁRHÆÐA í 178. gr. eru reglur um, hvernig skipta skuli takmörkunai’fjárhæð milli kröfuhafa. Efni greinarinnar er í stórum dráttum í samræmi við eldri reglur. 1 1. mgr. hennar segir, að sérhver fjárhæð, sem sæti tak- mörkun ábyrgðar, skiptist milli kröfuhafa að tiltölu við kröfur þeirra. Með orðinu kröfur er að sjálfsögðu átt við lögvarðar kröfur, en ekki 17 Sjá nánar Blom, bls. 114-115. 22

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.