Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 33

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Page 33
heimildum. Lagaákvæði þau, sem hér koma til greina, eru 2. mgr. 16. gr. sigll. og 1. mgr. 60. gr. sjóml. nr. 35/1985, en þar er dómstólum heimilað að milda skaðabótaábyrgð skipstjóra eða skipverja með til- liti til þess, hversu mikil sökin var og tjónið, til efnahags tjónvalds og annarra atvika. Eftirfarandi athugasemd er við 2. mgr. 183. gr. í frv. til sigll.: „Hvað varðar 2. mgr. skal tekið fram, að almennar lagareglur um lækkun bótaábyrgðar tjónvalds eru ekki í íslenskum rétti, en hér er höfðað til þess, þegar íslenskur lagaskilaréttur leiðir til þess, að beitt sé þess háttar ákvæðum í löggjöf annarra þjóða.“18 Athugasemd þessi hittir ekki vel í mark, því að ákvæði 2. mgr. 183. gr. sigll. getur samkvæmt framansögðu skipt máli um lækkun bóta, enda þótt almenn lagaheimild til þess að lækka bætur sé ekki til í íslenskum rétti. Þegar heimilt er að lækka skaðabætur úr hendi þess, sem tjóni hef- ur valdið og hann nýtur jafnframt réttar til að takmarka ábyrgð sína, myndi dómari væntanlega fyrst taka ákvörðun um bótaskyldu eins og ábyrgð væri ótakmörkuð. Hann yrði þá m.a. að taka afstöðu til þess, hvort efni væru til að beita lækkunarheimild í 16. gr. sigll. eða 60. gr. sjóml. Lækki dómari bætur, myndi bótafjárhæð þannig lækkuð sæta takmörkun eftir 9. kafla sigll. 11. TAKMÖRKUN ARS JÓÐIR Eins og fram kemur hér að framan (einkum í 9. kafla), getur sá, sem bótaábyrgð ber, takmarkað ábyrgð sína, hvort sem takmörkunar- sjóður er stofnaður eða ekki. 1 10. kafla sigll. eru réttarfarsreglur, sem gilda, ef takmörkunarsjóður er stofnaður skv. 179. gr. laganna. Reglur kaflans eru ekki ítarlegar. Þar er í stórum dráttum kveðið á um, hvernig sjóð skal stofna, tilkynningu um sjóðsstofnun, kröfu- lýsingu, meðferð takmörkunarmáls fyrir dómi, réttaráhrif dóms um skiptingu sjóðsins o.fl. Ef upp koma einstök álitaefni, sem 10. kafli sigll. veitir ekki svar við, verða dómstólar að leysa úr þeim, m.a. með hliðsjón af almennum réglum réttarfars og reglum um gjaldþrota- skipti, en meðferð takmörkunarmáls og skiptingu takmörkunarsjóðs svipar mjög til gjaldþrotaskipta, eins og áður hefur verið drepið á. Þegar dómari hefur ákvarðað skiptingu takmörkunarsjóðs með dómi, 18 Alþt. 1984 A, bls. 1051. Sams konar athugasemd er í frv. til dönsku siglingalaganna, sjá Betænkning nr. 924/1981, bls. 45. 27 L

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.