Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 50

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 50
hafa rofið skilorðið um samfélagsþjónustu eða framið nýtt afbrot, með- an á afplánunartíma stendur, og hætt samfélagsþjónustu þess vegna. Nokkrar gagnrýnisraddir hafa þó heyrst, t.d. hafa sumir óttast, að af- leiðing samfélagsþjónustu verði þyngri dómar, þ.e. að henni verði beitt í sumum tilvikum, þar sem áður var beitt venjulegum skilorðsdómum. Auk þess hefur verið talin hætta á auknu félagslegu misrétti brota- manna, þannig að þessi viðurlagategund komi aðeins þeim hluta þeirra til góða, sem best eru settir. Þrátt fyrir þetta virðist lítill vafi leika á því, að samfélagsþj ónusta verði lögfest sem varanlegt úrræði í Danmörku. Bent hefur verið á, að við endanlega skipan þeirra mála sé mikilvægt að sníða þessari viður- lagategund ekki of þröngan stakk. Reynslan hefur sýnt, að mun færri dómar um samfélagsþjónustu hafa verið kveðnir upp en búist var við í upphafi. Þannig hefur t.d. aðeins 1-2% fangarýmis sparast. Til þess að samfélágsþjónusta geti náð tilgangi sínum, verða dómstólar að hafa meira svigrúm til að nota hana en verið hefur á tilraunatímabilinu, þ.e. heimild til að beita samfélagsþjónustu í stað lengri refsivistardóma en sex til átta mánaða og í tilefni af fleiri brotum en auðgunarbrotum. Að lokum má velta því fyrir sér, hvort þetta fyrirkomulág myndi henta hérlendis. Auðvitað á samfélagsþjónusta misjafnlega vel við, og fer það m.a. eftir stærð og gerð þjóðfélaga. Hún hlýtur að henta betur í stærri þjóðfélögum, þar sem menn geta frekar horfið í fjöldann. Hér er þjóðfélagið lítið og erfitt getur reynst að leyna því, að maður er dæmdur brotamaður. Efasemdir Dana um, að þeir þættir, sem gengu vel hjá Englendingum, myndu ganga eins vel hjá þeim, gilda e.t.v. í enn ríkari mæli hér á landi, að því undanskildu að auðveldara ætti að vera að finna störf hér, þar sem ekki er um atvinnuleysi að ræða. Loks má nefna það, að refsigæsla utan stofnana er mun veigameiri þáttur í viðurlagakerfinu í Danmörku en hér á landi, og samfélagsþj ónusta hefur því fallið auðveldlega inn í það kerfi, sem þar var fyrir, en þyrfti að byggja upp hér á landi. Hér skal ekki lagður á það dómur, hvort heppilegt gæti reynst að taka upp samfélagsþjónustu á Islandi, en óhætt er þó að fullyrða, að hún er athyglisvert nýmæli, sem vert er að kanna nánar. HEIMILDIR: 1) Andreasen, Svend: „Kriminalforsorgen og samfnndstjeneste", Advokaten 1983. 2) Betænkning nr. 806, Alternativer til frihedsstraf — et debatoplæg, afgivet af den af justitsministeriet den 29. august 1975 nedsatte arbejdsgruppe, Khöfn 1977. 3) Eolketingsbeslutning om en forspgsordning med samfundstjeneste, 1982. 44
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.