Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 60
dánarbú hefur í vörslum sínum. Þá verður einnig að telja ljóst, að meginregla 1. mgr. 33. gr. skl. verður að víkja, ef dánarbú getur átt aðild að landamerkjamáli, sem rekið er að hætti laga nr. 41/1919, og á hliðsettur dómstóll við skiptarétt úrlausnarvald um ágreiningsefnið án tillits til þess, hvort dánarbú yrði með dómi í slíku máli að þola skerðingu eignarréttinda sinna. Sé mál höfðað fyrir almennum dómstólum á hendur dánarbúi í öðr- um tilvikum en þeim, sem framangreindar undantekningarreglur frá 1. mgr. 33. gr. skl. ná til, ber samkvæmt 68. gr. eml. að vísa málinu sjálf- krafa frá dómi, eins og gert var í áðurnefndum dómum í Hrd. 1962/ 907 og 1964/350. Samkvæmt fyrirmælum IX. kafla barnalaga nr. 9/1981 fer um barns- faðernismál á hendur látnum manni eftir almennum reglum, en dánar- bú hins ætlaða barnsföður getur tekið til varna í slíku máli. Óljóst er, hvernig fara á með þau mál, sem 2. gr. laga nr. 74/1974 felur sakadómi, ef dánarbú þess, sem þargreindar kröfur geta beinst að, er til opinberra skipta og þýðingu getur haft að leysa úr málefninu, þótt viðkomandi sé látinn. Þessar aðstæður geta til dæmis skapast, ef maður, sem ákæruvaldið krefst, að gert verði að þola upptöku eigna, hefur látist, áður en dómur gengur um kröfuna. Samkvæmt fyrirmæl- um 6. tl. 2. gr. nefndra laga ætti slíkt mál að sæta meðferð opinberra mála. Sé sá látinn, sem krafan beinist að, getur skerðirig eigna með þess- um hætti haft umtalsverða þýðingu fyrir dánarbú hans. Spurning er, hvort lýsa verði kröfu um upptöku eigna undir þessum kringumstæð- um fyrir skiptaráðanda samkvæmt 1. mgr. 33. gr. skl. Telja verður ólíklegt, að mál sem þetta geti átt undir skiptarétt og þá ekki heldur önnur þau málefni, sem ákæruvaldið hefur forræði á og talin eru í 2. gr. laga nr. 74/1974, að því leyti sem þau geta beinst að hagsmunum dánarbús. C. Heimildir til fógetagerða I 34. gr. skl. eru reglur, sem girða fyrir framkvæmd tiltekinna fulln- ustugerða fógeta gagnvart dánarbúi. Þeirri spurningu mætti hreyfa, hvort ákvæði 34. gr. skl. hafi sjálfstæða þýðingu, með því að þegar sé komið í veg fyrir aðgerðir annarra dómstóla en skiptaréttar gagnvart hagsmunum dánai'bús með þeim ummælum meginreglu 1. mgr. 33. gr. laganna, að frá því að dánarbú er tekið til opinberra skipta skuli bera upp við skiptaráðanda „allar kröfur á hendur hinum framliðna“. Ekki er ástæða til að taka afstöðu hér til þessa atriðis, enda felst berum 54
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.