Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 67

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 67
göngubú. í 4. kapítula laganna er hins vegar að finna sérreglur um skuldaviðgöngubú, sem í verulegum atriðum víkja frá áðurgreindum reglum. 1 53. gr. skl. er þannig mælt fyrir, að ef erfingjar gangast við arfi og skuldum, sé heimilt að kyrrsetja eigur bús, taka þær fjárnámi og selja á nauðungaruppboði, „ef lögboðin skilyrði eru fyrir því“. Hafi eign verið kyrrsett, áður en erfingjar lýstu yfir skuldaviðgöngu, fer um kyrrsetninguna eins og hún hafi aldrei misst gildi sitt. 1 54. gr. skl. er síðan að finna þá reglu, að skuldheimtumaður hins látna geti fengið fjárnámsrétt fyrir kröfu sinni með málssókn á hendur erfingj- um fyrir almennum dómstól. Ljóst er, að fyrirmæli 53. og 54. gr. skl. leiða til verulegra frávika varðandi skuldaviðgöngubú frá þeim reglum, sem áður hefur verið lýst. Að vísu breytir 54. gr. skl. því ekki, að mál verður ekki höfðað á hendur dánarbúi fyrir almennum dómstól, heldur er þar mælt fyrir um heimild til þess að leita dóms yfir erfingjum sjálfum fyrir skuld arf- láta. Reglur 53. gr. skl. leiða hins vegar til þess, að áðurraktar reglur urn heimildir til fullnustugerða gilda ekki við meðferð skuldaviðgöngu- búa. Nær óþekkt er hins vegar í framkvæmd, að kröfuhafi hagnýti sér þessi úrræði gagnvart skuldaviðgöngubúi, sem er til opinberra skipta, enda útiloka þessar reglur ekki, að farið sé með þessi málefni fyrir skiptarétti með hætti, sem gildir um skuldafrágöngubú. Við einkaskipti dánarbús á skuldheimtumaður hins látna þá leið færa að höfða mál á hendur erfingjum í skjóli skuldaábyrgðar þeirra, og getur hann leitað fullnustu í eignum þeirra eftii' almennum reglum. í fræðiritum hefur þeirri skoðun almennt verið fylgt, að ágreiningi við einkaskipti milli skuldheimtumanns og erfingja verði ekki skotið und- ir úrlausn skiptaréttar og breyti engu, þótt aðiljar séu sammála um þá leið. Takmarkaður tilgangur er þó með því að fyrirbyggja, að mál komi undir þessum kringumstæðum til kasta skiptaréttar, því að ef erfingjar kjósa fremur að fá úrlausn þess dómstóls um ágreiningsefn- ið, er þeim opin sú leið að krefjast þess, að búið verði á ný tekið til op- inberra skipta samkvæmt 8. gr. skl., og kemst málið þá undir lögsögu skiptaréttar. Virðist þá heldur raunhæfari kostur að viðurkenna heim- ild til, að leyst sé úr afmörkuðum ágreiningsefnum milli skuldheimtu- manna og erfingja fyrir skiptarétti með samkomulagi þeirra. Ef ágreiningur rís innbyrðis milli erfingja um afmörkuð atriði und- ir einkaskiptum, geta þeir samkvæmt 75. gr. skl. með samkomulagi borið hann undir skiptaráðanda, en haldið einkaskiptum að öðru leyti áfram. Er það skilyrði sett í ákvæði þessu, að ágreiningsefnið ætti undir skiptaráðanda, ef búið væri til opinberra skipta. Það skilyrði 75. 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.