Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 69

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Síða 69
réttar, er rekið svonefnt sérstakt skiptaréttarmál milli ágreiningsað- iljanna, þar sem þeir gera kröfur um málsúrslit, rökstyðja þær og afla gagna þeim til stuðnings. Aðdragandi að slíku máli er að jafnaði á þann veg, að við fyrirtöku beiðni um opinber skipti, við uppskrift bús eða á skiptafundi kemur fram krafa af hendi einhvers þeirra, sem hags- muna hafa að gæta af framvindu tiltekins málefnis, og andmæli koma fram gegn kröfunni af hendi annars hagsmunaaðila. Takist skiptaráð- anda ekki að jafna ágreininginn, tekur hann ákvörðun um, að rekið verði sérstakt mál til að leysa úr honum. Er um leið tekin ákvörðun um, hvernig háttað verði aðild hins væntanlega máls og þeim, sem kemur til með að verða sóknaraðili þess, veittur frestur til að koma á fram- færi greinargerð í málinu. Að þeim fresti liðnum er hið sérstaka mál tekið fyrir fyrsta sinni, og mætti orða það svo, að málið teljist þá þing- fest. Frá þeim tíma er hið sérstaka mál rofið úr tengslum við skipti búsins, að því athuguðu, að meðan ágreinirigsefninu hefur ekki verið endanlega ráðið til lykta, getur það fyrirbyggt, að búskiptin fái eðli- lega framvindu. Slíkt er hverju sinni háð eðli ágreiningsefnis og um- fangi. Með því að tengsl hafa verið rofin milli hins sérstaka máls ann- ars vegar og búskipta að öðru leyti hins vegar, verður ágreinirigsefnið, sem tekið hefur verið til sérstakrar meðferðar, einangrað með öllu frá þeim atriðum búskiptanna, sem enga þýðingu geta haft fyrir úr- lausn þess. Gögn, sem lögð hafa verið fram við opinber skipti búsins, teljast þannig ekki sjálfkrafa framlögð í hinu sérstaka máli. Aðskiln- aður þessi hefur það einnig í för með sér, að ágreiningsmálið annars vegar og búskiptin hins vegar eru tekin fyrir hvort í sínu lagi fyrir rétti, enda gilda gerólíkar reglur um framvindu hvors málefnis um sig. Er búskiptum upp frá þeim tíma fram haldið, eins og ágreinings- efnið hefði ekki komið fram, með þeim takmörkunum einum af völd- um skiptaréttarmálsins, að við skiptin verði ekkert gert, sem stangast gæti á við hugsanleg málalok í því. Aðdragandi að sérstöku skiptaréttarmáli getur verið með nokkuð öðrum hætti en nú hefur verið lýst. Ágreiningur getur komið fram á þann hátt, að hagsmunaaðili telji meðferð skiptaráðanda á búi brjóta með einhverjum hætti gegn réttindum hans, eða skiptaráðandi vísar á bug sem löglausum einhverjum kröfum, sem bornar eru fram við skipt- in, án þess að annar hagsmunaaðili vilji láta slíkar kröfur til sín taka. Er því í tilvikum sem þessum ekki um skiptaréttarmál að ræða vegna ágreinings milli hagsmunaaðilja að búskiptunum, heldur vegna þess að slíkur aðili vill ekki una við afstöðu skiptaráðanda til ákveðins atrið- is. Varnaraðili undir þessum kringumstæðum yrði talinn vera viðkom- 63
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.