Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 79

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Side 79
„Þrátt fyrir orðalag 199. gr. siglingalaga þykja stefnendur ekki eiga rétt til björgunarlauna, sbr. 41. gr. sjómannalaga, svo og 51. gr. sömu laga og 42. gr. siglingalaga, en óumdeilt er, að þeir hafa fengið greitt fyrir störf í þágu útgerðar Reynis GK-177 umrætt tímabil, er þeir voru ekki lögskráðir.“ Rétt er að geta þess að hér er vísað til siglinga- og sj ómannalaganna frá 1963. Efnislegar breytingar eru hins vegar ekki slíkar í lögunum frá 1985 að hagga myndi þessari niðurstöðu. Stefnendur, að skipstjóranum undanskildum, vildu ekki una héraðs- dómi og áfrýjuðu til Hæstaréttar. Meirihluti réttarins, fjórir dómarar af fimm, komst að sömu niðurstöðu og héraðsdómur. I dómnum segir orðrétt: „Eigi verður talið, að áfrýjendur hafi í björgunaraðgerðum sín- um í umrætt sinn gengið lengra heldur en starfskylda þeirra sem skipverja á m/b Reyni GK 177 bauð þeim. Með þessari athugasemd, en að öðru leyti með skírskotun til forsendna hins áfrýjaða dóms, þykir mega staðfesta hann . .. “. Einn dómenda skilaði sératkvæði og segir þar m.a. orðrétt: „Þótt ráðningu áfrýjenda til starfa á m/b Reyni hafi ekki verið slitið er umræddur atburður gerðist þá höfðu þeir verið afskráð- ir og gengu ekki til ákveðinna starfa við skipið. Þeir tóku ekki föst laun en fengu greidd laun fyrir störf sín í þágu útgerðarinn- ar sem tímavinnu. Fram er komið að vél skipsins var ekki í gangi er þetta gerðist. . . . Ég tel stöðu áfrýjenda gagnvart skipinu og útgerð þess ekki hafa verið slíka að þeir séu útilokaðir frá að krefjast björg- unarlauna.“ III Vert er að geta þess að í þessu máli var ekki krafið um björgunar- laun vegna Víðis II. Krafa um björgunarlaun vegna hans horfir öðru- vísi við. Á það reyndi ekki heldur í málinu að hve miklu leyti þeir er veittu skipverjunum aðstoð við björgunarstarfið hefðu átt rétt á björgunar- launum. Þeim aðilum verður að játa rétti til bj örgunarlauna jafnvel þótt aðalmenn við björgunarstarfið séu útilokaðir frá því að krefja um björgunarlaun, eða þurfi að uppfylla þrengri skilyrði til að fá björg- unarlaun. 73

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.