Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 81

Tímarit lögfræðinga - 01.08.1987, Qupperneq 81
Algengustu björgunartilvikin eru svo vaxin að áhöfn hins nauð- stadda skips er um borð í því og tekur þátt í bj örgunarstarfinu eftir aðstæðum. f þessum tilfellum verður væntanlega lítið svigrúm til að vinna umfram það er skyldan býður. Atvik að björgun Reynis GK voru hins vegar með þeim hætti að skipverjar voru ræstir út af heimilum sínum til að vinna að björguninni. Spyrja má hvort þeim hafi verið skylt að fara til skips. Ef svar við þeirri spurningu er jákvætt, svo sem ég tel mega leiða af umræddum dómi, þá verður einnig í þeim tilfellum lít- ið svigrúm til að vinna umfram skyldu í hættu- eða neyðartilfellum. Þannig verða líkurnar á að skipverjar geti unnið til björgunarlauna litl- ar enda þótt Hæstiréttur hafi ekki viljað útiloka möguleikann. 1 breskum og bandarískum rétti hefur verið ríkjandi það viðhorf að skipverjar gætu ekki, svo lengi sem ráðningu þeirra er ekki slitið, unnið til björgunarlauna.4 Hér má nefna til bandarískan dóm, 1953 AMC 471 2CA (The Esso Copenhagen), er Brækhus reifar á bls. 33 í riti sínu. I dómnum er framgöngu skipverja lýst sem „heroic effort“ og að þeir hafi „courageously exposed themselves to great danger to limb and life“, en björgunarlaun var ekki unnt að dæma þeim. Hafi ráðningu hins vegar verið slitið er björgunarstarf hófst eiga þeir rétt til björgunarlauna eins og hver annar. Á slíkt getur hins vegar ekki reynt skv. íslenskum rétti, sbr. 1. mgr. 26. gr. sjóml. Um slit skiprúmssamninga eru ítarlegar reglur í sjóml. Yfirleitt verð- ur að segja samningi upp með ákveðnum fyrirvara en víðtækar heim- ildir eru einnig til að slíta ráðningu fyrirvaralaust. Hins vegar eru slit ráðningar ekki sjálfkrafa í þeim tilfellum. Það gerist aðeins ef skip hefur farist, er dæmt óbætandi eða er tekið úr þjónustu útgerðarmanns um ófyrirsjáanlegan tíma, sbr. 26. gi’. sjóml. f breskum rétti eru sjálf- krafa slit ráðningarsamnings hins vegar miðuð við það að skipstjóri gefi upp skipið, eða „abandonment".5 Það eru ekki einvörðungu skipverjar sem hafa skyldum að gegna varðandi öryggi skips. Hér má nefna hafnsögumenn er taka að sér leið- sögu skips, dráttarbáta er taka að sér drátt skips o.s.frv. Um þessa að- ila segir í 4. mgr. 164. gr. sigll. 34/1985 að þeir eigi því aðeins rétt á björgunarlaunum að því leyti sem aðstoð sú er þeir hafa veitt hafi farið fram úr því er þeim bar skylda til. Nokkrir dómar hafa gengið á Norð- urlöndum um beitingu þessa ákvæðis.6 Þess má ennfremur geta að í 3. gr. sjóml. segir að öllum þeim sem 4 Sjá Christopher Hill, Maritime Law, bls. 185-7. 5 Sjá Hill, tilv. rit, bls. 186. 6 Sbr. t.d. ND.1969.463, ND.1961.339, ND.1950.93. 75
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.