Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 44

Tímarit lögfræðinga - 01.04.1988, Page 44
fararhæfi í hinum ríkjunum.46) Áskilnaður er þó gerður um það, að skýrt komi fram í sáttinni, að hún sé aðfararhæf.47) Af öðrum breytingum, sem Norðurlandasamningurinn frá 1977 fel- ur í sér, má nefna, að skuldabréf hafa einnig beint aðfai’arhæfi, ef aðfararhæfis er getið í skuldabréfinu sjálfu. Þá eru víxlar og tékkar aðfararhæfir í Finnlandi, en ekki í Noregi og Svíþjóð.48) Enn má nefna það, að í samningnum frá 1977 er fallið frá þeim ströngu skilyrðum, sem samningurinn frá 1932 setti varðandi viður- kenningu útivistardóma. 1 stað fyrri skilyrða er komið ákvæði í samn- ingnum frá 1977 þess efnis, að útivistardómar eru ekki viðurkenndir, ef stefnubirting fyrir stefnda hefur á öllum dómsstigum eingöngu far- ið fram með opinberri birtingu.48) Loks er að geta þess nýmælis í samningnum frá 1977, að dómar uppkveðnir í ríki, sem ekki er aðili að samningnum, á hendur íbúum búsettum í einhverju samningsríkjanna, eru hvorki viðurkenndir né hafa aðfararhæfi í samningsríkjunum, ef hinn erlendi dómstóll hefur byggt lögsögu sína á tilteknum grundvelli, t.d. þýska eignarvarnar- þinginu skv. 23. gr. í ZPO eða breska og írska dvalarvarnarþinginu. Ákvæði þetta er m.a. sett með þau Norðurlönd í huga, sem aðilar eru að EBE og geta á grundvelli þeirrar aðildar þurft að viðurkenna dóma frá aðildarríkjum EBE.4U) Framangreindur Norðurlandasamningur frá 1977 um gagnkvæma viðurkenningu dóma slakar að ýmsu leyti á þeim viðurkenningar- skilyrðum, sem samningurinn frá 1932 setur og víkkar út gildissvið lians. Svo að lagasamræmis milli Norðurlanda innbyrðis sé gætt á þessu réttarsviði, hlýtur það að teljast löngu tímabært, að íslendingar taki til alvarlegrar athugunar að leiða í lög ákvæði Norðurlandasamn- ingsins frá 1977, jafnvel þótt slíkt kosti breytingar á öðrum lögum, t.d. aðfararlögunum. Um sættir gerðar í ríkjum utan Norðurlanda, hvort heldur um er að ræða réttarsáttir eða utanréttarsáttir, gildir sú regla, að þær hafa hér á landi sama gildi og hver annar samningur.50) Um réttaráhrif þeirra hér á landi fer þá ekki eftir reglum um viðurkenningu erlendra 46) Torben Svenné Schmidt, International formueret, bls. 142. 47) í Svíþjóð eru það þó aðeins danskar utanréttarsáttir, sem eru aðfararhæfar skv. samningnum frá 1977, sbr. International formueret á bls. 142. 48) Torben Svenné Schmidt, International formueret, bls. 142. 49) Torben Svenné Schmidt, International formueret, bls. 142. 50) Stefán Már Stefánsson, áður tilvitnað rit, bls. 25. 38

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.