Ægir - 01.03.1995, Page 5
í hugum margra eru Kristján Ragn-
arsson, formaður Landssambands ís-
lenskra útvegsmanna, holdgervingur
samtakanna sem hann starfar fyrir.
Með ráðningu hans var í fyrsta sinn
fenginn fagmaöur sem ekki átti
hagsmuna ab gæta til þess að stjórna
samtökum eins og landssamband-
inu. Kristján var því vel fallinn til
þess að sætta sjónarmið ólíkra hags-
munahópa sem þá eins og nú tókust
fast á innan samtakanna.
Kristján hefur starfað hjá LÍÚ í rúm
37 ár og þar af verið formaður samtak-
anna frá 1970 eða senn í 25 ár. Hann
rifjar upp meö lesendum Ægis skin og
skúrir í 90 ára sögu togaraútgerðar á ís-
landi en 5. mars 1905 kom Coot, fyrsti
íslenski togarinn, til heimahafnar í
Hafnarfirði og markaði upphaf togara-
aldar.
„Minn fyrsti starfsdagur hér var 1.
mars 1958. Ég kem hingað sem ungur
maður beint úr Verslunarskólanum og
mín fyrstu störf hér voru að annast
ráðningar og launagreiðslur til fær-
eyskra sjómanna á íslenska fiskiskipa-
flotanum. Þá var samkeppnisstaða
greinarinnar slík gagnvart öðrum at-
vinnugreinum að það var ekki hægt að
bjóða sambærileg laun og aðrir
greiddu og hingað voru fluttir yfir
1000 færeyskir sjómenn þessi ár fram
að 1960."
Á þessum árum stóð togaraútgerð
mjög illa og segja má að þama hafi ver-
ið að að hefjast niðurlœgingartímabilið
milli 1960 og 1970 sem nœstum reið
íslenskri togaraútgerð að fullu. Áratug-
urinn á undan einkenndist af mikilli
uþþbyggingu flotans, sem kennd var við
nýsköþun, og náði hámarki 1960 þegar
Sigurður, Víkingur, Maí og fleiri togarar
komu til landsins. Þetta voru stœrstu
togarar íslendinga, smíðaðir til þess að
sœkja karfa á Nýfundnalandsmið sem
þá var mikið veiddur. Sú auðlind gekk
til þurrðar en þessi glœsilegu skip eru
flest enn í íslenska loðnuflotanum.
Togarar mannaðir úr fangelsum •
„Þarna fór í hönd tími mikillar lá-
deyðu í togaraútgerð en að sama skapi
uppgangur í bátaflotanum sem þá
hafði náð valdi á að veiða með hjálp
asdiktækja. Þessi þróun var gífurlega
hröð og gerði síldveiðar miklu hag-
kvæmari og auðveldari en áður þekkt-
ist, " segir Kristján.
Voru dœmi þess á þessum árum að
togurum vœri lagt vegna þess að ekki
vœri hcegt aö manna þá?
„Mörg skip voru ekki fullmönnuð
og við horfðum upp á þaö að farið var
upp í fangelsi og menn sóttir þangað
og ferjaðir um borð í togarana sem
„Ég er alveg sannfærður um
það og tel í þessu sem öðru að
stjórnmálamenn eigi ekki að
hafa afskipti af fjárfestingum í
atvinnurekstri með þeim hætti
sem gerðist við uppbyggingu
skuttogaraflotans."
uröu að liggja fjarri hafnargaröi því
menn stukku þegar í land aftur. Skip
voru ítrekað send á sjó mönnuð með
þessum hætti.
Þarna var flotinn ekki farinn að úr-
eldast að ráði þó hann væri aðeins far-
inn að reskjast. Tæknilega voru togarar
orðnir á eftir því annars staðar var farið
að nota skuttogara. Ég held að á þess-
um árum fyrir 1960 hafi farið nærri að
togaraútgerð legðist af meö öllu."
Þegar síldin hvarf vegna ofveiði ís-
lendinga, Norðmanna og Rússa 1968
voru góð ráð dýr. Þá var enn ráðist í
stórfellda uppbyggingu og skuttogara-
byltingin hófst. Kristján Ragnarsson var
þá meðal þeirra sem varaði við ofhraðri
uppbyggingu flotans og taldi of geyst
farið.
Fengu meira en kaupverðið lánað
„Við vorum að færa út landhelgina
og menn höfðu miklar væntingar til
þess að við gætum fiskað óheft botn-
fisk þegar útlendingar vikju af miöun-
um. Uppbyggingin var mikil og ég var
meðal þeirra sem taldi að við færum
offari og tel að það hafi komið á dag-
inn. Ég taldi að fjárfestingin væri
óeðlilega mikil en stjórnmálamennirn-
ir hvöttu mjög til þess að hafin væri
útgerð togara sem víðast um landið.
Þess voru dæmi að menn fengju lánað
meira en sem nam kaupverðinu. Það
kann aldrei góðri lukku að stýra að
ráðast í útgerð með ekkert eigið fé."
Kristján var kosinn formaður lands-
sambandsins í nóvember 1970 og það
var í fyrsta sinn sem aðili utan raða út-
gerðarmanna, sem ekki átti beinna
hagsmuna að gœta, gegndi því starfi og
var ráðning hans jafnframt einsdœmi
meðal hagsmunasamtaka á þeim tíma.
Hvað réði þessu vali?
„Það var þá, eins og oft vill verða,
togstreita milli ákveðinna aðila eða
hagsmunahópa innan samtakanna og
þá var lausnin fólgin í því að finna
einhvern sem ekki átti beinna hags-
muna aö gæta. Þetta er búið að standa
ótrúlega lengi og verða 25 ár í haust og
gífurlegar breytingar hafa orðið á þess-
um tíma."
Árið 1974 var landhelgi íslands enn
fœrð út og nú í 200 mílur og enn jókst
bjartsýni manna á afkastagetu fiski-
miðanna umhverfis landið.
„Menn töldu saman erlendu togar-
ana og báru saman við togaraeign ís-
lendinga. Ég hef alltaf verið sannfærð-
ur um að menn lögðu rangt mat á það
því sóknargeta erlendu skipanna var
miklu minni. Bæði vegna vegalengdar
á miðin og svo hins að það var verið
að bera saman nýja skuttogara og
gamla síðutogara. Auk þess náðu okkar
menn fljótt góðu valdi á skuttogurum
og því jókst sóknargetan mun meira
en nam brotthvarfi útlendinganna."
Stjórnmálamenn ættu ekki aö
skipta sér af atvinnurekstri
Nú má segja að með skuttogarabylt-
ingunni hafi menn verið að endurtaka
nýsköpunarœvintýrið sem varð í lok
stríðsins þegar stjórnvöld höfðu for-
göngu um smíði fjölda togara. Miðað
við hvemig til hefur tekist, hefðu útgerð-
armenn spjarað sig betur á eigin fóhim
án afskipta stjómvalda?
„Ég er alveg sannfærður um það og
tel í þessu sem öðru að stjórnmála-
menn eigi ekki að hafa afskipti af fjár-
festingum í atvinnurekstri með þeim
hætti sem gerðist við uppbyggingu
ÆGIR MARS 1995 5