Ægir - 01.03.1995, Page 8
gengur ekki þá skiptir hann um eig-
endur eins og eðlilegt má teljast."
/ Ijósi þess að stofhað var til skuttog-
araútgerðar gagngert til þess að tryggja
fólki á ýmsum stöðum fuila atvinnu er
ekki augljóst að breytingar til full-
vinnslu á sjó hafa stórkostiegar breyt-
ingar í fór með sér og ber ekki útgerðar-
mönnum að taka einhvern þátt í að
mœta þeim?
„Við erum að því og alls staðar þar
sem útgerðarmenn eru hluti af því
samfélagi sem þeir búa í vilja þeir láta
gott af sér leiða í þessum efnum. En
menn ráða ekki við þær kringumstæð-
ur sem niðurskurður afla hefur leitt af
sér. Við útgerðarmenn höfum hvatt til
þessa niðurskurðar og höfum, andstætt
kollegum okkar i öðru löndum, hvatt
til þess að fullt mark væri tekið á niður-
stöðum vísindamanna. Við höfum
hvatt til varfærni og uppbyggingar."
Þróun sem ekki verður stöðvuð
„Auðvitað hefur þetta leitt af sér
breytingar á útgerðarformi. Lítum á
Vestfirði, þaðan sem ég er upprunn-
inn. í Súðavík hefur ísfisktogari verið
gerður út á rækju í hálft ár, á ísafirði
eru enn þrír togarar sem veiða fyrir
fiskvinnslu í landi, í Bolungarvík hafa
togarar ekki sinnt vinnslunni, á Suður-
eyri er togarinn farinn, á Flateyri er
togarinn farinn, á Þingeyri er annar
togarinn farinn en hinn er gerður út á
frystingu og á í vök að verjast, á Bíldu-
dal er togarinn farinn, á Tálknafirði er
togarinn farinn og á Patreksfirði eru
togararnir farnir. Þetta er, hvort sem
okkur líkar betur eða verr, mikil breyt-
ing. Að vísu byggðu þessi pláss mikið á
aðfengnu og erlendu vinnuafli og því
er þrátt fyrir allt minna atvinnuleysi á
Vestfjörðum en annars staðar, en á
móti kemur að fólksflótti hefur orðiö
meiri.
Það getur ekki og má ekki vera
markmið í sjálfu sér að hverri byggð sé
viðhaldið sem eitt sinn hefur verið.
Þetta verður að fá að þróast. Allt leitar
jafnvægis."
Höfum náð botninum
Telur þú að botninum sé náð í niður-
skurði veiðiheimilda og telur þú að út-
gerðin þoli meiri samdrátt?
„Ég tel að botninum sé náð. Við
heyrum miklar sögur um fiskgengd hér
og þar en höfum ekki látið stundar-
hagsmuni villa okkur sýn. Menn vilja
gleyma því, þegar þeir gagnrýna fiski-
fræðinga, að skekkjurnar geta verið á
báða vegu. Það er bæði hægt að of-
meta og vanmeta stærð fiskistofna.
Fyrir nokkrum árum hefði maður
sagt að það að ætla sér að veiöa 155
þúsund tonn af þorski væri það sama
og að leggja þessa atvinnugrein niður
og myndi valda fjöldagjaldþrotum og
uppgjöf. Eigi að síður snýst þetta nú
enn. Aðlögunarhæfni þessarar at-
vinnugreinar er með ólíkindum sem
hefur best sést undanfarin ár."
Má segja að á undanfomum árum
hafi kvótakerfið gert íslenska útgerð að
alþjóðlegri atvinnugrein með aukinni
sókn í úthafsveiðar ?
„Já, það er einn af kostum kvóta-
kerfisins að það hefur ýtt undir veiðar
á úthafinu því menn gátu geymt
heimildir sínar á meðan eða framselt
þær öðrum. Við vorum svo lánsamir
að taka upp þetta kerfi við stjórn fisk-
veiða og því höfum við lifað af. Það
eru einkum sveigjanleiki kerfisins og
framsalsreglur sem hafa gert það
kleift."
Veiðileyfagjald myndi valda hruni á
landsbyggðinni
Sérðu kvótakerfið fyrir þér breytast í
átt að veiðileyfagjaldi í framtíðinni?
„Mér finnst ótrúlegt að hlusta á þær
skoðanir að það sé eitthvert keppikefli
að leggja gjald á útgerðina fyrir að fá
að sækja fiskinn. Ég var að rifja upp
hvernig útgerð hefur farið á Vestfjörð-
um og við getum ímyndað okkur
hvernig veiðileyfagjald myndi fara
með byggö þar. Þetta er alfarið þéttbýl-
issjónarmið um að leggja gjöld á at-
vinnustarfsemi út um land sem er
nauðsynleg byggð þar. Það er ótrúlegt
að hlusta á þá sem kalla sig fræðimenn
halda þessu fram svo maður minnist
ekki á ritstjóra stórra blaða sem virðast
hafa að leiðarljósi að leggja á fólk frek-
ari gjöld en það býr við nú. Þetta eru
rangar áherslur og skilningsleysi á
þörfum fólks á landsbyggðinni. Menn
líta ekkert út fyrir gluggann sinn hér í
Reykjavík. Þó við höfum hér stór og
vel rekin sjávarútvegsfyrirtæki í
Reykjavík þá eru þau hverfandi þáttur
í atvinnulífi hér samanborið við lands-
byggðina þar sem allt stendur og fellur
með útgerð og fiskvinnslu. Það er í
rauninni óskiljanlegt hvað fyrir mönn-
um vakir í þessum efnum nema að
hraða því með opinberri aðstoð að
byggð leggist af."
Umráðarétturinn verður ekki
tekinn af okkur
Þú hefur sagt að nýlegur dómur varð-
andi erfðafjárskatt á kvóta sýndi betur
en margt annað að kvótakerfið vœri
komið til að vera. Eru umrœður um áð
leggja það niður byggðar á svipuðu
þekkingarleysi og þœr um veiði-
leyfagjaldið?
„Umræða um slíkt á sér ekki mikinn
hljómgrunn. Þetta kom þó fram meöal
nokkurra þingmannsefna en umsagnir
þeirra eigin sveitunga dæma það best.
Þeir sem halda því fram að taka eigi
upp einhvers konar sóknarkerfi í stað
kvótans eru ekki að hugsa um hvernig
þessari grein vegni eöa hvernig laun
hún geti borgað eða hvort hún yfirleitt
myndi hafa það af.
Ríkið er alltaf að sjá sér hag í því að
leggja á okkur gjöld eins og við eigum
kvótann sem undirstrikar að stjórn-
málamenn telji kerfið komið til að
vera. Ég held að umráðaréttur okkar
yfir kvótanum sé ótvíræður og verði
ekki af okkur tekinn. Ég hef engar
áhyggjur af því."
Hvernig standa íslenskir útgerðar-
menn sig samanborið við keppinauta
sína í nágrannalöndum okkar?
„Útgerð okkar hefur staðiö sig mjög
vel samanborið við t.d. Norðmenn.
Allt þeirra opinbera styrkjakerfi spillir
árangri við rekstur og okkar menn hafa
staðið sig mun betur. Við eigum enga
keppinauta á norðurhöfunum, þessi
stóru fyrirtæki á Nýfundnalandi eru að
líða undir lok og við þekkjum söguna
frá Færeyjum."
8 ÆGIR MARS 1995