Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.1995, Side 22

Ægir - 01.03.1995, Side 22
Aflanýtingarnefnd lýkur störfum Framtíð Aflakaupabankans óviss Aflanýtingamefnd hefur nú með formlegum hætti lokiö störfum. Nefnd þessi var skipuð af sjávarút- vegsráðherra í ársbyrjun 1989 og skyldi nefndin koma með tillögur að leiðum til að bæta nýtingu á úr- gangi og aukaafla íslenska fiski- skipaflotans og auka gæði og nýt- ingu hráefnis í fiskvinnslu. Aflanýt- ingarnefnd starfaöi því í fjögur ár, hélt 58 fundi og var unniö að mörgum verkefnum en eftirtalin fimm viðfangefni var lögð ríkust áhersla á: - Aflakaupabanka. - Flakanýtingu á frystitogurum. - Aflabót. - Vöruþróun. - Bætta nýtingu aukaafurða. í nefndinni sátu fulltrúar frá út- gerð, fiskvinnslu, Rannsóknastofn- un fiskiðnaðarins og sjávarútvegs- ráðuneyti. Vannýttar fisktegundir Það verkefni sem vakti mesta at- hygli á störfum nefndarinnar var tvímælalaust rekstur Aflakaupa- bankans sem Halldór Pétur Þor- steinsson, starfsmaður Rf., veitti forstöðu. Bankinn hvatti til aukinn- ar nýtingar vannýttra fisktegunda með því að kaupa þær á lágmarks- verði af sjómönnum og hvetja fisk- verkendur og neytendur til dáða. Haldin var furðufiskavika með at- beina veitingahúsa, gefnar út upp- skriftir og margt fleira. Starfsemin vakti athygli langt út fyrir land- steinana og árangurinn sést best á því að árið 1989 var skráður afli svokallaðra vannýttra tegunda 5.490 tonn en ríflega 21 þúsund tonn árið 1991. Helstu tegundir sem komið hafa við í hvelfingum bankans eru t.d. geirnyt, háfur, ýmsar flatfisktegundir, gulllax, snarphali og langhali. Þó nefndin hafi hætt störfum er Aflakaupa- bankinn enn starfræktur og verður trúlega áfram þó framtíð hans sé ekki gulltryggð. A þeim fimm árum sem liðin eru frá því að aflanýtingarnefnd var sett á stofn hefur rekstur hennar kostað um 60 milljónir króna en á móti komu 11 milljóna króna tekj- ur. Þar af fóru á síðasta ári 4-5 milljónir til starfrækslu Aflakaupa- bankans. Að sögn Halldórs Péturs Þorsteinssonar er enn óvíst hvort framhald verður á starfrækslu bankans og hvernig fé verður aflað til þess. Árangur mældur í milljörðum Annað umfangsmikið verkefni nefndarinnar sneri að flakanýtingu á frystitogurum og var í umsjá Jóns Heiðars Ríkharðssonar. Haldin voru námskeið fyrir fjölda sjómanna og stjórnenda og kennsla fór fram um borð í öllum frystitogurum lands- ins. I framhaldinu var komið á sjálfstæðum nýtingarstuðli fyrir hvert vinnsluskip og komið á fót virku eftirliti sem talið er að veröi fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum. Þaö er Fiskistofa sem annast eftirlit og prófanir. Kerfið er mjög strangt og hefur kostað nokkur skip kvótaskeröingu sem ekki hafa stað- ist það. Markmiðiö er að fá skýra mynd af þeim afla sem tekinn er úr auðlindinni og miða kvótann við það en ekki miða við landaðan afla af unnum fiski. í þessum efnum skiptir nýtingarprósentan höfuö- máli. Óhætt er að fullyrða að sá ár- angur sem náðist í bættri flakanýt- ingu verður mældur í milljörðum króna. Jón Heiðar Ríkharðsson sagði á fundi með blaðamönnum að í heild væri afraksturinn af verk- efninu mjög góður þó slíku verki lyki í raun aldrei og stöðug fræðsla og eftirlit væri lykillinn að jöfnum gæðum. □ Risavaxinn skötuselur Skötusel þekkja allir sjómenn og margir landkrabbar einnig þar sem þessi ófrýnilegi fiskur er með réttu talinn mikið lostæti. Venjulegur skötuselur þykir stór ef hann vegur meira en 10 kíló slægður. Jan Inge Behlin, skipstjóri á sænska trollbátnum Rönö, komst í fréttirnar þegar hann fékk í trollið einn stærsta skötusel sem sögur fara af. Drell- ir þessi vó 60 kíló óslægður, en 44 kíló slægður og lifrin var 5 kíló á þyngd. Þetta reyndist vera mesti happafeng- ur því tæplega 120 þúsund krónur ís- lenskar fengust fyrir tröllið á fiskmark- aði í Gautaborg. Til gamans má geta þess aö í grein- inni um sjaldséða fiska, sem hefst á næstu síðu, kemur fram að minnsti skötuselur sem veiðst hefur hér við land, aðeins 6,3 mm aö lengd, fékkst út af Berufjarðarál í ágúst sl. (Yrkesfiskaren des.1994) 111 meðferð á rækju! Nýlega hófu skoskir fiskimenn að flytja lifandi rækju í sérhönnuðum um- búðum til Spánar. Þetta er fyrirferðar- mikill flutningur, því fyrir hvert tonn af rækju þarf 15 tonn af sjó, en er fyrir- hafnarinnar virði þar sem verðið tvö- faldast. Dýraverndunarsinnar á Bret- landi hafa nú mótmælt þessari meðferð á lifandi dýrum. Mikil mótmæli hafa verið uppi gegn flutningum á lifandi kálfum frá Bretlandi til Evrópu og segja mótmælendur að meðferðin á rækjunni sé síst betri þó smærri einstaklingar eigi í hlut. Rækjusjómenn ætla að láta þessa óvæntu árás sem vind um eyru þjóta. (Fislwig News feb. 1995) Dýr Smugugæsla Vökul gæsla norsku strandgæslunnar í Smugunni í Barentshafi á síðasta ári kostaði norska skattborgara um 23 milljónir danskra króna. Við gæsluna var beitt flugvélum og skipum til þess að hafa eftirlit með 64 íslenskum togur- um og 21 hentifánaskipi sem alls veiddu um 56 þúsund tonn að verð- mæti 336 milljónir danskra króna. (Fiskerí Tidende feb. 1995) 22 ÆGIR MARS 1995

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.