Ægir - 01.03.1995, Qupperneq 27
Fiskar veiddir utan 200
sjómílna markanna
Nokkrir fiskar bárust af veiðisvæð-
inu djúpt SA af Hvarfi við Grænland
(57°40'N-58°N og 35°46'V-36°19’V),
allir veiddir í flotvörpu á 660-730 m
dýpi. Þessir eru helstir:
Græðisangi, Holtbymia anomala, 29
cm, veiddur í júní.
Úthafsangi, Maulisia microlepis, 3
stk., 25, 26 og 29 cm, veiddir í lok maí.
Stóri silfurfiskur, Argyropelecus gi-
gas, 10 cm, maí.
Litli földungur, Alepisaurus breviro-
stris, 90 cm, júní.
Rauöskinni, Barbourisia rufa, 22
cm, júní, og annar 33 cm að sporöi,
veiddur í júlí. Fiskur þessi, sem telst til
sægreifaættar, Cetomimidae (reyndar
kallaðir hvalfiskar á erlendum málum),
hefur ekki veiðst innan íslenskrar lög-
sögu ennþá.
Ennisfiskur, Platyberyx opalescens,
25 cm, maí.
Drumbur, Thalassobathia pelagica, 2
stk. 31 og 33 cm, júní.
Litla frenja, Chaulophryne jordani, 2
stk., annað 16 cm að sporði, veitt í
júní, hitt 20 cm að sporði, veitt í júlí.
Ógreindar hyrnutegundir, Oneir-
odes spp., veiddust í maí, 13 og 14 cm,
og í júní, 23 cm.
Surtur, Cryptopsaras couesi, 26 cm,
veiddist í maí.
Einnig varð þarna vart tegunda
eins og gjölnis, slóans gelgju, kol-
bílds, gljálaxsíldar, löngu laxsíldar,
stóra geirsílis, trjónuáls, bjúgtanna
og stinglax.
Aðeins sunnar (55°56'N og 37°14'V)
og á 595-600 metra dýpi veiddust
einnig í flotvörpu í júlí bersnati, Xen-
odermichthys copei, 20 cm; sæangi,
Normichthys operosus, 13 cm; fiskur af
kolskeggjaætt, Meianostomias biseratus,
41 cm, sem ekki hefur fundist á þess-
um slóðum áður; ennisfiskur,
Platyberyx opalescens, 28 cm; kistufisk-
ur, Scopelogadus beanii, 22 stk., meðal-
lengd 10,8 cm; svelgur, Chiasmodon
bolangeri, 10 cm; sædjöfull, Ceratias
holboelli, 13 cm.
Á svipuðum slóðum varð einnig
vart við kolbíld, skjá o.fl. fiska.
Sláni, Anotopterus pharao, veiddist á
61°32'N og 38°21' V og einnig á
56°58'N og 41°55'V og ennisfiskur á
58°56'N og 40°48’V.
Athyglisverðar algengar tegundir
Innan 200 sjómílna lögsögunnar
veiddust síðan ýmsar algengar tegund-
ir sem athyglisverðar voru og má m.a.
nefna hvítar ýsur, gráa og svarta karfa,
dökkan og dökkflekkóttan djúpkarfa
og gula grálúðu.
Þá voru nokkur lengdarmet slegin. í
desember veiddist 130 cm ufsi í Lóns-
djúpi, í október 42 cm trönusíli í Garð-
sjó og í júní 64 cm löng langlúra í
Lónsdjúpi. Á hinn bóginn veiddist í
ágúst út af Berufjaröarál í seiðavörpu á
tralox allsherjar
ringið og leitið upplýsinga
Intralox '
MARVIS HF
□ Hamraborg 5 ■ 200 Kópavogur • Símar 564 1550 & 564 1545 • Fax 554 1651
• ' f "1 ] } | 1 1