Ægir - 01.03.1995, Síða 34
að nýsmíði skorti verulega í flotann
og standi jafnvel nauðsynlegu ör-
yggi fyrir þrifum.
Ægir tók saman, eftir bestu fáan-
legu heimildum, yfirlit yfir mark-
verðar breytingar á fiskiskipaflotan-
um á árinu 1994. Þar kennir margra
grasa.
9,9 tonna bátar stækkaðir
Tólf þilfarsskip voru lengd um-
talsvert á árinu og er þá átt við
miðjulengingar, breytingar á skut
eða stefni eða aðrar stærri breyting-
ar.
Eins og kemur fram hér aftar eru
eigendur svokallaðra 9,9 tonna báta
smátt og smátt að láta breyta þeim.
Þessi bátar voru smíöaðir á sínum
tíma kringum tiltekin reglugerðar-
ákvæði sem ekki gilda lengur og því
er nú hægt að lagfæra ýmislegt sem
betur mátti fara. Algengt er að 9,9
tonna bátar séu lengdir, breikkaðir,
dekkið hækkað og skipt um vél og
stýrishús auk ýmissa smærri endur-
bóta sem ekki koma fram á skipa-
skrá.
10 cm lenging
Á lista sem fylgir þessari grein sjá
glöggir lesendur eflaust ýmsar færsl-
ur sem ekki eiga rót sína að rekja til
mikilla breytinga heldur endurmæl-
inga sem í mörgum tilvikum breytir
stærðarskráningu skips lítillega.
Þannig má sjá að loönuskipiö Júpít-
er lengist um 10 sentimetra við end-
urmælingu sem vart getur talist mik-
il breyting. Mismunandi ítarlegar
upplýsingar liggja fyrir um það í
hverju breytingar, sérstaklega á
minni bátum, fólust.
Skipum fækkar - skipin stækka
Mikill hluti þeirra breytinga sem
eru gerðar á fiskiskipaflotanum, og
hér birtast, eru gerðar á smærri vél-
bátum og opnum bátum. Glöggt má
sjá á þessum lista að Bls. 36.
1246 Egill SH 195
Lengdur að aftan um 1,50 m
Verktaki: Ósey hf., Skeiðarási 3, 210
Garðabæ
2047 Máni HF 149
Breikkaöur um 1 m
Verktaki: Skipasmíöastööin Dröfn,
Hafnarfirði
Önnur lengd þilfarsskip
Mesta lengd eftirtaliima þilfarsskipa
breyttist á árinu án þess að um miðju-
lengingu hafi verið að rœða. í nokkrmn
tilvikum hefur einhver breyting verið gerð
á skut eða stafni en í einhverjum tilvikum
hefur aðeins verið um endurmœlingu að
rœða. Heimild: Fiskiféiag íslands.
84 Gandí VE 171
Mesta lengd aukin um 2,75 m
Brúttórúmlestir úr 203,98 í 212,02
Brúttótonn í 321 .
-> Bls. 36.
3
r
Al og stálsmíði
Við veitum góða
persónulega
þjónustu og
vandaða vinnu
1994 lengdum við Aðalbjörgu II RE 236 Aðalbjörgu RE 5 og Rúnu RE 150
Skipaviðgerdir Breytingar
ERLENDUR GUÐJÓNSSON HVALEYRARBRAUT 24
Við gerum
verðtilbod eða
vinnum í
tímavinnu
Lengingar
220 HAFNARFIRÐI
34 ÆGIR MARS1995
SÍMI 565 4914 HEIMASÍMi 554 2764