Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 12

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 12
SJAVARSIÐAN VIÐ NÁNARI ATHUGUN Hvað verður um síldina? „Frá mínum bæjardyrum séö er ekkert sem mælir gegn því að vinna allan síldar- afla íslendinga til manneldis. Norðmenn selja 500 þúsund tonn til manneldis og því skyldum við ekki geta gert eins og þeir," sagði Ágúst V. Sigurðsson yfirverkstjóri hjá Borgey á Hornafirði í samtali við Ægi. Síldarvinnsla hjá Borgey er kom- in í fullan gang og ætlun þeirra er að taka á móti 20 þúsund tonnum á ver- tíðinni. Síldveiðin hefur farið rólega af stað á þessari vertíð. Á síðustu síldarvertíð voru veidd 134 þúsund af Suðurlands- síld og á þessu fiskveiðiári lagði Haf- rannsóknastofnunin til að leyfð yrði veiði á 110 þúsund tonnum sem teld- ist vera nálægt kjörsókn. Úthlutaður síldarkvóti er 125 þúsund tonn. Á síðustu síldarvertíð var saltað í tæp- lega 140 þúsund tunnur sem var rúm- lega 45% aukning frá vertíðinni þar á undan og rúmlega tvöfalt meira en saltað var tveimur árum áður. Þarna munaði mestu um að Rússlandsmarkaður opnaðist á nýjan leik en viðskiptin við Rússana lögðust nær af um tíma eftir hrun Sovétríkjanna. Sú breyting hefur nú orðið á að tvö af mikilvægustu markaðslöndum íslands, Sví- þjóð og Finnland, hafa gerst aðilar að Evrópusambandinu sem þýðir jafnframt að þessir markaðir eru komnir inn fyrir tollmúra Evrópusambandsins. Við undirritun samnings um aðild íslands að Evrópska efnahagssvæðinu, EES, var talið að tollur á krydd - og ediksverkuðum síldarflökum félli niður til landa innan Evrópusambands- ins. Þetta hefur ekki gengið eftir heldur hefur íslendingum verib boðinn ákveðinn tollkvóti til ESB-landanna á þessum afurðum. Þetta þýbir að samkeppnisstaða ís- lands á mikilvægum mörkubum er erfið og verri en hún var fyrir undirritun samn- ingsins. „Við missum ekki markaðina," sagði Ágúst, „ en eftir því sem tollkvótinn er minni því minna verð fáum við fyrir síldina." Viðræður um sölu á saltsíld til helstu viðskiptalanda okkar hafa stabið yfir að undanförnu. Framboð hefur aukist talsvert vegna þess að bæði Rússar og Norðmenn hafa aukið veiðar sínar úr norsk-islenska síldarstofninum. Helsti ásteytingarsteinn- inn hefur verið tollfrjáls kvóti til landa ESB. Sibasta tilboð ESB hljóðaði upp á toll- frjálsan kvóta upp á rúmlega 4.000 tonn en það svarar til útflutnings íslendinga til Svíþjóðar, Austurríkis og Finnlands á síðasta ári. Tilboöib gerir ekki ráð fyrir að kvót- inn verði bundinn við innflutning til einstakra landa og því er ekki hægt að tryggja viðskiptaaðilum í Svíþjóð og Finnlandi tollfrelsi. Þessi togstreita og óvissa hefur leitt til þess að nokkrir samningar hafa verið gerðir með fyrirvara um að samningar náist um tollfrelsi. Síldarútvegsnefnd segir að óvissa ríki á rússneska markaðnum vegna aukins fram- boðs og hækkunar innflutningsgjalda þar eystra. Vonir eru bundnar vib að framleiðsla á frystri síld aukist töluvert milli ára en fyr- irtæki og útgerðarmenn leggja stöðugt meiri áherslu á síldveiðar til manneldis og em smátt og smátt að auka tækjakost sinn bæði til sjós og lands. ANNÁLL Vib kvótaúthlutun kemur í Hfl ljós að breyttir verðmæta- stuðlar raska samanburði milli ára. Þannig er t.d. kvótahæsta útgerð landsins, Grandi hf., með fleiri tonn en á síðasta ári mælt í þorskígildum en í raun hefur fyrir- tækið 2.280 tonnum minni kvóta en á síðasta ári. Þetta skapast m.a. af því að nú er karfinn reiknaður verðmætari í þorskígildum en áður var en Grandi á mikinn karfakvóta. ■H| Nálega 20 þúsund tonn af la kvóta falla ónotuð milli skips og bryggju þegar nýtt kvótaár gengur í garð. Þar munar mestu um rúmlega 10 þúsund tonn af ufsa og tæplega 1.500 tonn af humri sem náðist ekki ab veiða. ■■ Við kvótaúthlutun til króka- Kl báta eftir nýjum reglum kemur í ljós að 400 smábátar á krókaleyfi hafa valið aflahámark og hæstur þeirra er Óli Bjarnason EA 279 frá Grímsey sem má veiöa 137 tonn af óslægðum þorski. Smáey hf. í Vestmannaeyj- um kaupir Tjaldanes ÍS af Hólmgrími Sigvaldasyni í Grinda- vík ásamt tæplega 60 tonna kvóta. Tjaldanesið er 150 tonna stálskip ríflega 30 ára gamalt og komst í fréttir fyrr á árinu þegar eigendur þess gengu á svig við lög um stjórn fiskveiöa. Pi Sæmundur Árelíusson á Brjánslæk á Barðaströnd tek- ur á leigu 65 metra langan úthafs- togara sem fara á til rækjuveiða á Flæmingjagmnni. Skipstjóri verður Gubjón Arnar Kristjánsson for- maður Farmanna- og fiskimanna- sambands íslands. VI Þrír spænskir togarar á leið til úthafskarfaveiða á Reykja- neshrygg koma til Reykjavikur og ná í flottroll og hlera og fleira til veiðanna. Talið er ab þetta marki upphaf aukinnar þátttöku Spán- verja í veiðum á karfanum á Reykjaneshrygg. 12 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.