Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Síða 13

Ægir - 01.10.1995, Síða 13
SJAVARSIÐAN SEPTEMBER HJV Jóna Eðvalds kemur með ■Aii fyrsta síldarfarminn á vertíð- inni til Hornafjarðar. Síldin fer öll í beitu en mikill skortur hefur verið á beitusíld í landinu um langt skeið og selst innflutt norsk síld á 44 krónur kílóið. ■VI Gífurleg eftirspurn er eftir ■II síldarkvóta og em um þessar mundir boðnar um 4 krónur í kíló- ið sem mörgum þykir hátt. Mjög ólíklegt er að meira en 6-7 krónur fáist fyrir kílóið af síld til bræðslu og því telja margir útilokað að endar náist saman á þessum forsendum. MJ9 Fiskvinnsluskólinn í Hafnar- flrði settur við hátíðlega at- höfn. 17 nemendur hefja nám í skólanum sem nú starfar með nýju sniði og á nýjum forsendum. Skól- inn verður rekinn í samvinnu við Flensborg í Hafnarfirði. Þetta er tveggja ára tiiraun. ■■■ Fiskmarkaður ísafjarðar miss- ■Afel ir starfsleyfi sitt eftir að upp- lýst er þátttaka hans í kvótasvindli. Svindlið snýst um 13 tonn af þorski sem Gunnbjörn ÍS frá Bolungarvík landaöi á markaðnum og voru skráð sem ufsi og seld þannig til Grindavíkur. ■Pl Upplýst um ólöglega kvóta- ■fii sölu Ósvarar í Bolungarvík ti! þýska fyrirtækisins Lubbert. Frosti í Súðavík flækist í málið og það verð- ur síðan til þess að íslandsbanki neitar að selja Frosta hlutabréf bankans í rækjuverksmiðjunni Rit á ísafirði. ■>■ Samkvæmt samkomulagi að- ■■■ ildarþjóða NAFO, Norður- Atlantshafsfiskveiðiráðsins, verður rækjuveiöi á Flæmska hattinum háð sóknarstýringu hér eftir og íslend- ingar fá leyfi fyrir 18 skip sem þurfa ab skipta með sér 1200 veiðidögum. Sjómenn og útgeröarmenn er æva- reiðir og telja íslensk stjórnvöid hafa sofiö að verðinum en abeins einn fulltrúi sótti fundinn fyrir hönd íslands. MAÐUR MÁNAÐARINS Maður mánaðarins er Einar Svansson sem vakti mikla athygli fyrir erindi sitt um styrkjakerfi ESB og Noregs á fundi Samtaka fiskvinnslustöðva í Hveragerði 22. sept. Verðum við að ganga í ESB eða taka upp íslenskt styrkjakerfi Einar? „Þab er dálítið einföldun en miðað við stöðuna nú væri skynsamlegast fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki að stunda veiðar við ísland en vera með vinnsluna úti í Evrópu og fara þannig bakdyramegin inn í ESB án s þess að fórna veiðiheimildunum," sagði Einar í « samtali við Ægi. Erindi hans er afrakstur langra rannsókna hans og annarra. Einar sagðist þó varla hafa gert sér grein fyrir umfangi styrkjakerfisins fyrr en á síðustu stigum rannsóknarinnar. „Annað sem er umhugsunarefni er hvort íslensk fyrirtæki eru að leita langt yfir skammt með útgerð í Suður-Ameríku og víðar. Kannski eru betri tækifæri hér miklu nær innan norska styrkjakerfisins eða í ESB. Þar er unrhverfið miklu hagstæöara og það ber að líta á það sem tækifæri fremur en hindrun í sam- keppninni." Einar sagði marga hafa haft samband við sig eftir fundinn og menn hefðu ýmist verið skelfingu lostnir eða fullir áhuga á nýjum tækifærum. „Við hjá Skagfirðingi á Sauðárkróki munum rannsaka ítarlega möguleika okkar á þessu sviði í fullri alvöru." Einar Svansson er fæddur í Reykjavík 1. júlí 1958, sonur hjónanna Svans Jóhannessonar og Ragnheiðar Ragnarsdóttur. Segja má að í æðum hans renni skáldablóð því föðurafi hans var Jóhannes Jónasson skáld úr Kötlum, en móðurafi Ragnar Helgason frá Hlíð í Álftafirði vestur, en hann var rómaður hagyrðingur. Einar útskrifaðist úr Fiskvinnsluskólanum 1981 og fór til starfa sem verkstjóri hjá einu af fjórum fyrirtækjum á Sauðárkróki sem fengust viö botnfiskvinnslu og/eða útgerð. Hann er nú framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar-Skagfirðings sem varð til þegar þessi fjögur fyrirtæki sameinuðust. ORÐ í HITA LEIKSINS „Þessir stuðlar eru viss sjónhverfing stjórnvalda en það er hægt að vera meö ýmsa stuðla til að fá út aukningu í þorskígildum talið." Sverrir Leósson formaður Út- vegsnrannafélags Norðurlands skýrir út verðmætastuðla fisktegunda í Degi. „Þaö vekur hjá manni ugg að horfa á eftir öllum þessum kvóta og maður spyr sig hvort Vestfjarðaöstoðin sé að skila sér ..." Kristján Gunnarsson bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ gagnrýnir skipasölu til Vestfjarða í Víkurfréttum. „Þessir embættismenn og kommissarar, eða með öðrum orðum blýantsnagarar, gera lítið sem ekkert til þess að halda okkar hiut." Guðmundur Óli Scheving vél- stjóri skammar ráðalausa ráðherra í Fiskifréttum. „Ef við fáum ekki fiskinn deyr byggðin hérna." PÉtur Bjarnason fræðsiustjóri og fyrrum þingmaður á Vestfjöröum í viðtali við BB. „Sums staðar þarf hann að taka á sig allar heimsins syndir en þannig er það ekki hér." Valdi kokkur á Erlingi SF 65 lýsir hlutskipti kokksins fyrir Eystrahomi á Hornafirði. ÆGIR 13

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.