Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 14

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 14
Skynjaratækni: Skynjar minnsta gasleka „Þaö er í gildi reglugerð frá 1994 sem kvebur á um aö öll kælikerfi 70 kíló eöa stærri skuli hafa viövörunarbúnaö sem varar viö leka. Margir hafa ekki hirt um þaö og Hollustuvernd ríkisins, sem lögum samkvæmt á aö fylgja þessum ákvæö- um eftir, hefur ekki bolmagn til þess. Ekki er óalgengt aö frystitogari missi kæli- miðla vegna leka fyrir 200 þúsund krónur í einni veiöiferð. Búnaður okkar væri því mjög fljótur ab borga sig upp þar sem hann kostar 300 þúsund," sagbi Rögn- valdur Gubmundsson, framkvæmdastjóri RKS-skynjaratækni á Sauðárkróki, í samtali vib Ægi. RKS-skynjaratækni er svo nýtt fyrirtæki ab þab er varla til enn, en hingað til hefur starfsemi þess verið undir hatti Rafmagnsverkstæöis Kaupfé- lags Skagfirðinga eba RKS eins og vibskiptavinir fyrirtækisins þekkja vel. Eins og nafnið bendir til framleiðir RKS-skynjaratækni búnað sem skynjar og fylgist með gasleka af ýmsu tagi og gerir viöeigandi ráðstafanir. Kerfið bygg- ir á skynjurum sem skynja magn ýmissa gastegunda í andrúmsloftinu mælt í ppm. (parts per million). Þetta em tin- oxíð-nemar og í þeim verður efnahvarf við gasleka og leiðni nemans breytist. Ný útgáfa kerfisins skynjar auk þess raka og hitastig og getur sent stöbug boð um slíkt til iðnaðartölva. Notkun viö erfiðar aðstæður „Okkar framlag byggðist ekki síst á því að útfæra þetta þannig að skynjararnir þyldu að vera inni í frystiklefum, um borð í frystitogurum og víðar við erfiðar aðstæbur. Þegar leki verður gefur kerfið frá sér merki. Hægt er að stilla næmni þess og velja um ýmsa möguleika á að koma við- vörun til skila. Þab er hægt að ræsa bjöll- ur eba ljós en einnig er hægt ab fá 6 til 12 rása vaktstöð með upphringibúnaði sem lætur vélstjóra vita þegar í stað. Það er hægt að lesa skilaboð inn á vaktstöb- ina eba láta hana koma boðum áleiðis með talnarunum á símboða og ennfrem- ur getur hún tengst lokunarbúnaði sem skrúfar fyrir kerfið og ræsir loftræstingu þegar í stað," sagði Rögnvaldur. Frystihús og skautasvell Hingað til hefur búnaður þessi eink- um verib seldur í frystihús, togara, versl- anir, sláturhús og á aðra stabi þar sem kælibúnaður er notaður, en fram til þessa hefur fyrirtækið einbeitt sér að þeim hluta markaðarins, en einnig eru skautasvell og vörugeymslur meðal við- skiptavinanna. Hins vegar er hægt að nota sömu tækni til þess að fylgjast með nær hvaða gastegund sem er, það er ab- eins spurning um hvaða skynjarar eru notaðir. Þannig vinna Rögnvaldur og fé- lagar hans nú ab verkefni sem lýtur að búnaði sem setja þarf upp í nýju Vest- fjaröagöngunum til þess að fylgjast með kolmónoxíð-mengun frá umferð um göngin og Einar Helgi Jónsson, raf- magnsverkfræðingur og starfsmabur fyr- irtækisins í Reykjavík, starfar auk þess að því að þróa búnað til að mæla skemmdir í fiski með þessari tækni. Hvernig hefur markaðurinn tekið þessum búnaði? „Eins og ég sagði í upphafi þá hafa menn verið svolítið seinir að taka við sér þrátt fyrir reglugerðarákvæði. Um borð í frystitogurum er þetta fundið fé því svona kerfi borgar sig upp um leið. Við höfum selt þau um borð í allmörg skip nú þegar, s.s. Guðbjörgu ÍS, Samherja- togarana og mörg fleiri mætti nefna. Um borð í þessum skipum hafa menn verib afskaplega ánægbir með skynjarana." Samstarf við Sabroe En útfærsla Skagfirðinga á gasskynj- urum hefur vakið athygli víðar en á ís- landi. Fyrirtækib hefur gert samstarfs- samning við Sabroe, sem er eitt þriggja stærstu fyrirtækja í heimi á sviði kæli- tækni, og Sabroe selur umræddan bún- að fyrir RKS-skynjaratækni. „Það er þegar verið ab setja upp fyrstu kerfin í Danmörku," sagbi Rögn- valdur. „Við erum í talsverðri sam- keppni á þessum markaöi en erum óhræddir því okkar útfærsla þykir mjög góð og hefur ýmsa kosti framyfir önnur kerfi sem bjóðast. Víða erlendis virðist hugsað betur um þessi mál en hérlendis og eftirlit er strangara. Þetta eru dýr efni og hættuleg og full ástæða til að fylgjast nákvæmlega með kerfunum til þess að hægt sé ab stöðva leka um leið og hann kemur upp. Samkvæmt upplýsingum Euro Mon- itor frá 1993 nota íslendingar 1,26% ósóneyðandi efna í heiminum meðan Norðmenn notuðu 0,14% á sama tíma." □ 14 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.