Ægir

Årgang

Ægir - 01.10.1995, Side 16

Ægir - 01.10.1995, Side 16
Pols Skipavogin skapar markaði „Þab má segja skipavogin sé okkar erindreki á erlendum mörkuöum. Meö henni vinnum viö nýja markaöi og rjúfum Iandamæri. Þeir sem kaupa skipa- vogir kynnast þá fyrirtækinu og oft hefur það leitt til sölu á öörum fram- leiðsluvörum okkar," sagði Hörður Ingólfsson, framkvæmdastjóri Pols, í sam- tali við Ægi. Pols framleiðir rafeindavogir, flokk- ara, samvalsvélar og fleiri sérhæfðar vél- ar fyrir fiskvinnslu og matvælaiðnað. Fyrsta starfhæfa skipavogin sem sett var um borð í vinnsluskip var hönnuð og smíðuð hjá Pols og sett um borð í rækju- togarann Sólrúnu frá Bolungarvík sum- arið 1985. Með þessu skipaði fyrirtækið sér í fremstu röð hátæknifyrirtækja á ís- landi og hefur verið þar síðan. Nú fer framleiðslan fram á Isafirði en sölu- og markaðsdeild er í Reykjavík. Á síðustu þremur árum hefur fjöldi starfsmanna vaxið úr 12 í 26 og salan jókst um 70% árið 1994 og útflutningur tvöfaldaðist. Markaðir í öllum heimshlutum Skipavogin, sem hefur jafnan verið helsta skrautfjöður Pols-manna, er því 10 ára um þessar mundir. „í fyrstu vorum við einkum að fram- leiða tæki fyrir landvinnslu og á erlenda markaði í nágrenni viö okkur. Með til- komu skipavogarinnar opnuðust mark- aðir víða um heim og með tilkomu þess- arar uppfinningar varð í rauninni fyrst hægt að vinna fisk úti á sjó eins og nú er gert. Þannig bjó skipavogin til sinn eigin markað." Nú, 10 árum seinna, erum við með verkefni í Afríku, Asíu, Kóreu, Rússlandi, Suður-Ameríku, Bandaríkjunum, Evr- ópu, Ástralíu og Nýja-Sjálandi. Þannig höfum við náð fótfestu í öllum heims- hlutum," sagði Hörður. Uppfinninga- menn Pols urðu fyrstir til þess að fram- leiða nothæfa skipavog en margir voru að fást við svipuð verkefni og nú eru nokkrar gerðir slíkra voga á markaðnum og samkeppnin talsverð. Pols hefur ekki einkaleyfi á skipavoginni en einstökum þáttum hennar. Skipavogirnar eru hvergi í heiminum framleiddar meb leyfi frá Pols heldur eru allar vogir, hvert sem þær fara, framleiddar á ísafirði. Hörður segir það færast mjög í vöxt eftir því sem fótfesta Pols styrkist á framandi mörkuðum að lausnir séu klæðskera- saumaðar fyrir hvern viðskiptavin. „Það er víða I heiminum verið að byggja upp fiskiðnað af miklum krafti og skipavogin hefur reynst okkur hald- gott tæki til þess aö komast inn í þá uppbyggingu." Skipavogin er til í nokkrum útgáfum, smáum og stórum, en það færist í vöxt að hún sé notuð um borð í rannsókna- skipum, varðskipum og nótaskipum líkt og vinnsluskipum. Nótaskip þurfa að geta vegið á staðnum sýnishorn úr afl- anum til þess að rannsaka stærðardreif- ingu og fleiri þætti sem vert er að vita áður en komið er að landi. Til þessara hluta framleiðir Pols minnstu og létt- ustu skipavog í heiminum. Meiri hraði - meiri nákvæmni Hörður segir ab auðvelt sé að sjá svip- aöa þróun um borð í frystitogurum eins og Pols hefur fylgst með og tekib þátt í með landvinnslunni. Sérhæfing og full- vinnsla eykst stöðugt og krafa markað- arins er alltaf um meiri hraða, meira ör- yggi og meiri nákvæmni. Þetta er gert með flokkurum, samvalsvélum sem velja saman stykki í pakkningar en hjarta vinnslu af þessu tagi verða alltaf nákvæmar og fljótvirkar vogir. Enn hef- ur Pols þó ekki sett samvalsvél um borð í frystitogara, en það er að mati Harðar tímaspursmál. Skipavogir Pols hafa staðist kröfur markaðarins en þær fást nú með við- bragðstíma sem er um hálf sekúnda og nákvæmni þeirra veltur á broti úr grammi eða 0,1 g. Hörður segir að reynslan hafi verið góð og nokkrar 8-10 ára gamlar vogir séu enn í notkun sem hafi þurft hverfandi viðhald. Sérhannaðar lausnir Hörbur segir ab þrátt fyrir mikla sókn og aukna sölu til vinnsluskipa hafi ekki dregiö úr sölu til landvinnslunnar. „Við höfum fylgt þeirri þróun sem hefur fylgt flæðilínunum. Það er meiri hraði, aukin sérhæfing og þannig næst betri framleiðni úr betra hráefni. Nú er áberandi að engar tvær vinnslulínur eru eins, lausnir em sérhannaðar fyrir hverja vinnslu fyrir sig því framleiðendur eru í vaxandi mæli að framleiða fyrir ákveðna kaupendur. Að þessu leyti finnst mér að það hafi orðið bylting í íslenskri fiskvinnslu á tíu árum þó það hafi kannski ekki fariö hátt. íslendingar eru komnir miklu nær neytendum en áður." □ 16 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.