Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 26

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 26
Reilmistofa fiskmarkaöanna Hlutföll markaða í RSF Fiskmarkaöur Suöurnesja 60% Fiskmarkaöur Snæfellsness 11% Fiskmarkaöur ísafjaröar 9% Fiskmarkaöur Hornafjaröar 10% Fiskmarkaðurinn Dalvík 5% Aörir 5% Ólafur Þór Jóhannson framkvæmda- stjóri Fiskmarkaðs Suðurnesja keppni erfiöari. í smærri sjávarplássum væri pressað á seljendur að setja fiskinn á markað í heimabyggð af ýmsum pólitísk- um og ættfræðilegum ástæðum sem ættu lítið skylt við frjálsa samkeppni. í upphafi komu fram ýmsir markaðir sem liðu undir lok vegna þess að fáir vildu selja á þeim, en enginn hörguli var á kaupendum. í lok árs 1991 breytast að- stæður og tveir nýir fiskmarkaðir koma fram á sjónarsviðið, en þá voru aðeins þrír markaðir fyrir. Helsta ástæða þess var að gámaútflutningur var ekki jafnfýsileg- ur kostur fyrir seljendur og verið hafði. í framhaldi af þessu styrktist markaðurinn mjög og verð hækkaði. Jafnframt jókst sú sérhæfing meðal verkenda sem flestir höfðu spáð að fylgdi í kjölfar markað- anna. Verkendum fjölgaði mjög á fyrstu árum markaðanna en fáir þeirra höfðu úthald eins og kaupin gerast á þessari eyri. í samkeppni við sjófrystingu „í dag eru sárafáir viðskiptavinir eftir sem hafa starfað frá upphafi," sagði Grét- ar Friðriksson, framkvæmdastjóri Fisk- markaðs Hafnarfjarðar, í samtali við Ægi. „Það var geysilega mikil ævintýra- mennska í gangi fyrst um sinn og dæmi um fyrirtæki sem lifðu ekki nema tvær vikur." Þróun markaðanna hefur verið með þeim hætti að þeir mega oftast teljast selj- endamarkaðir. Það þýðir að eftirspum er meiri en framboð og skilar hærra verði og er því hagstætt seljendum en að sama skapi óhagstætt kaupendum. „Ég tel þetta ekki nægilega góða þróun til lengri tíma litið," sagði Grétar sem taldi einnig að vegna þessarar þróunar hefði ekki oröið eins mikil vakning í gæðamálum og talið var að markaðir myndu skila. „Ég er sannfærður um að þó að afli aukist verulega yrði ekki vandamál að selja þann fisk á góðu verði. Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að selja all- an fisk á fiskmarkaði," sagði Grétar. Stöðugt vaxandi sjófrysting er óum- deilanlega helsta samkeppnin sem fisk- markaðir eiga við að etja. Frystitogumm fjölgar jafnt og þétt og úthlutaðir kvótar eru minni í ár en í fyrra. Þetta þýðir minna framboð á fiski til markaðanna. „Við erum í harðri samkeppni við kvótaeigendur þar sem kvóti er óumdeil- anlega orðinn hluti af fiskverði í beinum viðskiptum. Ég held að landvinnslan hafi sofið á verðinum og ekki fylgst með tímanum og sé fyrst núna að vakna af þeim blundi," sagði Grétar. „Breyttar aðstæður hafa knú- ið landvinnsluna til breyttra vinnuað- ferða." Hverjir borga hverjum hvað mikið? Fiskmarkaðir taka að jafnaði ekki meira en 4% söluþóknun af söluverði sem selj- andi greiðir og hefur svo verið frá upphafi í samræmi við starfsreglur markaðanna. í upphafi kom berlega í ljós að þessi þókn- un nægði ekki til þess að skapa mörkuð- unum rekstrargrundvöll og þannig tapaði 26 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.