Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 44

Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 44
Rússa og Norðmanna og koma þá 326.000 tonn í hlut hvorrar þjóðar, en loks eru 12.000 tonn flutt á milli þannig að á endanum falla 314.000 tonn í skaut rússneskra sjómanna en norskir starfsbræður þeirra mega veiða 338.000 tonn af þorski norðan 62°N. Kvótakerfið Þessum afla er svo skipt eftir kúnstar- innar reglum milli norskra skipa. í ár var byrjað á að skipta kvótanum þannig að togaraflotinn fékk þriðjung hans, eða 111.540 tonn, en bátaflotinn tvo þriðju, eða 226.460 tonn. Þetta þýddi um 2% tilfærslu frá togurum til báta- flota miðað við árið 1994. Togarakvótanum er skipt milli skipa eftir stærð þeirra, án tillits til veiði- reynslu. Af þessum 111.540 tonnum má ekki veiða 20% fyrr en eftir 1. septem- ber. En til þess að fá kvóta þurfa skip fyrst að fá leyfi til að veiða fisk. Allar fiskveiðar eru háðar leyfisveitingum sem kveða á um veiðar á ákveðnum teg- undum með tilteknum veiðarfærum og á tilteknum hafsvæðum. Bátakvótanum er skipt eftir ýmsum reglum. Fyrst eru tekin 27.000 tonn og úthlutað bátum sem eru stærri en 28 m aö lengd og fá þau minnstu 295,2 tonn en þau sem em yfir 34 m að lengd mega veiða 336,6 tonn. Minni bátarnir skipta á milli sín 158.460 tonnum og fer kvóti einstakra skipa eftir stærð. Þannig fær bátur sem er á bilinu 9-9,9 m aö lengd að veiða 32,5 tonn, en bátur sem er 27- 27,9 m að lengd fær 226,4 tonn. Þenn- an afla verða menn að taka á tímanum frá áramótum fram til septemberloka. Eftir það geta skipin tekið þátt í að veiða svokallaða samkeppniskvóta, en það eru 31.000 tonn sem tekin eru frá til þess. Þá veiða skipin meöan eitthvað er eftir, en verða að hætta þegar kvót- inn er búinn. Loks eru 10.000 tonn tek- in frá til þess aö mæta aukaafla skipa sem stunda aðrar veiðar en þorskveiðar. Og þá er komið að stærsta muninum á íslenska og norska kvótakerfinu sem er sá að eigendur norsku skipanna geta ekki framselt sinn kvóta. Ef þeir nýta ekki kvótann skiptist hann á milli ann- arra skipa í sama útgerðarflokki. Ekki var að heyra á Audun Marák, formanni samtaka norskra útgeröarmanna, að þeir hefðu mikinn áhuga á ab taka upp kerfi með framseljanlegum kvótum. Það eina í þá vem sem rætt hefur verið er að menn geti fengið leyfi til að leggja einu skipi og færa kvóta þess yfir á annað skip sem þeir eiga, en þá aðeins í ein- hvern árafjölda, hann nefndi 15 ár sem hámark. Sölukerfið Eins og fram kom í grein minni um norskan sjávarútveg sem birtist í síðasta tölublaði Ægis er sölukerfi aflans einnig mjög frábrugðið því sem hér gerist. Samkvæmt lögum hafa sölusamtök sjó- manna - fiskesalgslag - einkarétt á að selja allan fisk yfir borðstokk. Eina und- antekningin frá þessu er eldisfiskur. Nú eru sölusamtökin sex að tölu og skipt- ast ýmist eftir landsvæðum eða fiskteg- undum. Sjómenn eiga ýmist aðild ab þessum samtökum í gegnum stéttarfélög sín, sem einstaklingar eða sem fulltrúar út- gerba. Tilgangur samtakanna er að tryggja sjómönnum hátt og stöðugt fiskverð og öruggar greiðslur. Skipulag sölunnar er töluvert mismunandi eftir sölufélögum, en í flestum tilvikum er fiskverð ákveðið í samningúm milli selj- enda og kaupenda, þótt eitthvað sé um að fiskur fari á markað. En sá er munur- inn á þessu kerfi og gamla verðlagsráðs- kerfinu hér á landi að í Noregi er eng- inn oddamaður heldur ákveður seljand- inn, þ.e. sölufélag sjómanna, fiskverðiö einhliða ef samkomulag næst ekki. Styrkjakerfið Eflaust hafa allir sem eitthvað hafa velt fyrir sér sjávarútvegsmálum heyrt að í flestum Evrópuríkjum nýtur sjáv- arútvegur ríkisstyrkja. Þab er hins vegar þrautin þyngri að finna út hversu mik- ill hann er. Þegar ég spurði Sigbjörn Lomelde, deildarstjóra í Fiskeridirektoratet í Björgvin, um þessa styrki úti í Noregi fékk ég þau svör að þeir hefðu numið 1,7 milljörðum íslenskra króna í fyrra en í ár væri upphæðin 1 milljarður. Þessir styrkir hefðu farið lækkandi, ekki síst vegna aðildar Noregs að EES, og væri stefnt að því að þeir hyrfu alveg um aldamótin. Sigbjörn bætti því við að þessir styrkir rynnu aðallega til úr- bóta á öryggismálum sjómanna og þess háttar hluta. Þegar ég sagðist hafa heyrt talað um mun hærri upphæðir heima á íslandi sagði Sigbjörn að þá væru menn eflaust að rugla saman ríkisstyrkjum til sjávar- útvegs og öðrum styrkjum sem veittir væru sem hluti af byggðastefnu, en slíka stefnu rækju flestöll ríki. Það væri því ekki réttlátt að telja byggðastyrkina meb. Sem dæmi um þessa gagnrýni nefndi hann að bandarísk stjórnvöld hefðu á sínum tíma gert athugasemdir við það að norska ríkiö gerði hafnir og legði vegi að þeim án þess að fiskeldis- fyrirtæki sem nytu góðs af framkvæmd- unum þyrftu að greiða fyrir þær. Þetta væri óréttmæt gagnrýni því í flestum tilvikum hefðu hafnirnar veriö komnar löngu áður en fiskeldið hófst. Útgáfa Einars Svanssonar Einn þeirra sem ekki tekur þessar út- skýringar Norðmanna trúanlegar er Einar Svansson, framkvæmdastjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf., en hann flutti erindi um styrki til sjávarútvegs í Noregi og ESB á aðálfundi Samtaka fisk- vinnslustöðva í september sl. 44 ÆGIR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.