Ægir - 01.10.1995, Blaðsíða 47
rými) með fiskmóttöku aftast. Þar fyrir aftan er stýrisvélar-
rými fyrir miöju og til hliðar við fiskmóttöku og stýrisvélar-
rými eru verkstæði og vélarreisn s.b.-megin og geymsla og
vélareisn b.b.-megin, og s.b.-megin aftantil á milliþilfari er
stigagangur niður í vélarúm.
Efra þilfar: Framantil á efra þilfari, s.b.-og b.b.-megin, em þil-
farshús með gangi fyrir bobbingarennur þar á rnilli, opinn að
aftan. í s.b,- þilfarshúsi er veiðarfærageymsla (um það bil hálf
skipslengd) og aftast verkstæði. í b.b.-þilfarshúsi er íbúðarými.
Aftast á efra þilfari, s.b. og b.b.-megin, eru skorsteinshús.
Vörpurenna kemur í framhaldi af skutrennu og greinist hún í
fjórar bobbingarennur, sem liggja í gangi og ná fram að stefni,
þannig að unnt er að hafa tvær vörpur undirslegnar og tilbún-
ar til veiða. Yfir afturbrún skutrennu eru toggálgar, en yfir
frambrún skutrennu er pokamastur, sem gengur niður í skor-
steinshúsin.
Bakkaþilfar: Yfir þilfarshúsum og boggingagangi er hvalbaks-
þilfar (bakkaþilfar), sem nær aftur að skipsmiðju og framleng-
ist í síðum aftur að pokamastri og tengist toggálgapalli. Aftantil
á heilu bakkaþilfari er yrirbygging, þ.e. íbúðarhæð í fullri
breidd og þar ofan á brú skipsins. í afturkanti yfirbyggingar er
hífingamastur og á brúarþaki er ratsjár- og ljósamastur.
Vélabúnaður
Framdrifts- og orkuframleiðsiukerfi: Aðalvél skipsins er frá
Wichmann Motorfabrikk A/S, fimm strokka tvígengisvél með
forþjöppu og eftirkælingu. Vélin tengist skiptiskrúfubúnaði
frá Wichmann í gegnum vökvatengsli.
Tæknilegar upplýsingar (aðalvél með skrúfubúnaði):
Gerð vélar............................ 5AX
Afköst................................ 1103 KW (1500 hö)
Snúningshraöi......................... 375 sn/mín
Hrabahlutfall......................... 1:1
Blaðafjöldi skrúfu.................... 3
Þvermál skrúfu........................ 1950 mm
Snúningshraði skrúfu.................. 375 sn/mín
Skrúfuhringur......................... Wichmann
Við fremra aflúttak aðalvélar tengist deiligír frá Hytek af
geb FGC-1250 með úttök fyrri vökvaþrýstidælur vindna. Dæl-
ur tengdar deiligír eru tvær Brattvaag G16, sem skila 1800
1/mín hvor við 450 sn/mín og 40 kp/cm2 þrýsting.
í skipinu eru þrjár Volvo Penta hjálparvélasamstæður.
Tvær eru af gerð TMD-120 AK, 164 KW (223 hö) við 1500
sn/mín hvor, sem knýja 152 KW (190 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz
riðstraumsrafala frá Stamford af gerð MC 434 D. Þriðja sam-
stæðan er af gerð TAMD-71A, 116 KW (157 hö) við 1500
sn/mín og knýr 112 KW (140 KVA), 3 x 380 V, 50 Hz rið-
straumsrafal frá Leroy Somer af gerð LSA-46-MJ.
í skipinu er olíukyntur miðstöðvarketill frá Pyro.
Annar vélbúnaður: Stýrisvél er rafstýrð og vökvaknúin frá
Tenfjord.
í skipinu eru tvær Alfa Laval skilvinduraf gerð MAB 103
B-24, önnur fyrir smurolíu- og hin fyrir brennsluolíukerfið.
Ræsiloftþjöppur eru tvær frá Sperre af gerð HL2/77, afköst 25
m3/klst hvor við 30 bar þrýsting. Fyrir vélarúm og loftnotkun
véla eru tveir rafdrifnir blásarar.
Rafkerfi skipsins er 380 V riðstraumur fyrir mótora og
stærri notendur og 220 V riðstraumur til ljósa og almennra
nota í íbúðum. Aðalrafalarnir tveir em gerðir fyrir samkeyrslu.
I skipinu er 380 V landtenging.
Austurskilja er frá Fram af gerð CPS10 B. Fyrir geyma er
tankmælikerfi frá Peilo Teknikk. í skipinu er ferskvatnsfram-
leiðslutæki frá Atlas af gerð AFGU-l-E-7, afköst 5 tonn á sólar-
hring. Fyrir vélarúm er Halon slökkvikerfi, og fyrir vinnslu-
rými er þvottakerfi.
íbúðir eru hitaðar upp með miðstöðvarofnum og loftræst-
ar með rafdrifnum blásurum. Tvö vatnsþrýstikerfi eru í skip-
inu (sjó- og ferskvatnskerfi).
Fyrir vökvaknúinn vindubúnað eru áðurnefndar véldrifnar
vökvaþrýstidælur, drifnar af aðalvél um deiligír, auk þess ein
rafdrifin Brattvaag G5 dæla og ein rafdrifin Allweiler SNB660
fyrir átöksjöfnunarbúnað, hífingu og til vara. Fyrir háþrýsti-
vindur, krana og vinnslubúnað, lúgur o.fl. eru rafdrifin
vökvaþrýstikerfi.
Fyrir frystitæki og frystilest er kælikerfi (frystikerfi) frá A/S
Drammens Jern. Kæliþjöppur eru þrjár skrúfuþjöppur frá
Mycon, kæliafköst 52400 kcal/klst við 4-35°C/-/+25°C hver,
kælimiðill Freon 22.
íbúðir
Almennt: íbúðir eru samtals fyrir 17 menn í sex tveggja
manna klefum og fimm eins manns klefum, auk sjúkraklefa
með tveimur hvílum. íbúðir em á þremur hæðum framskips,
þ.e. á neðra þilfari, efra þilfari og á bakkaþilfari.
Neðra þilfar: Fremst á neðra þilfari eru fjórir tveggja manna
klefar og í b.b.-síðu þar fyrir aftan er eins manns klefi, tveir
tveggja manna klefar og aftast hlífðarfata- og þvottaherbergi
með salernisklefa og sturtuklefa.
Efra þilfar: í b.b.-þilfarshúsi er fremst sjúkraklefi með sér-
snyrtingu, þá þvottaherbergi með salernisklefa og sturtuklefa,
borðsalur, eldhús og aftast matvælageymslur, þ.e. ókæld
geymsla, kælir og frystir.
Bakkaþilfar: Á bakkaþilfari eru fjórir klefar fyrir yfirmenn,
þar af tveir með sérsnyrtingu, en auk þess er á þessari hæð
salernisklefi og tækjaklefi.
Vinnuþilfar (fiskvinnslurými)
Móttaka: Framan við skutrennu er vökvaknúin fiskilúga
sem veitir aðgang að fiskmóttöku, aftast á vinnuþilfari. í efri
brún skutrennu er vökvaknúin skutrennuloka. Fiskmóttöku
er skipt í tvo geyma og er hleypt úr henni um tvær vökva-
knúnar lúgur á framþili.
Vinnslubúnaður: Skipið er búið rækjuvinnslubúnaði og er
búnaður til flokkunar, suðu, pökkunar og frystingar; ein
flokkunarvél frá Carnitech og olíukyntur rækjusjóðari frá
Kronborg. Tölvuvogir eru frá Marel, fjórar talsins, og bindi-
vél frá Strapex.
ægir 47