Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 8

Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 8
bætt í brennsluolíu til þess að losa fram- leiðandann við kostnaðarsama förgun þá styðjast íslendingar í þeim efnum við norrænar reglur þó engar reglur séu í raun í gildi hér. Flestir olíufarmar sem hingað koma eru með skandinavískt vottorð um innihald snefilefna en á Asbest var fram yfir 1980 notað til einangrunar í skipum eins og húsum en notkun þess er ekki leyfð lengur. Vegna þess hve meðalaldur íslenska fiskiskipaflotans er hár er mjög líklegt að asbest sé í stærstum hluta fiski- skipa og ástæða til þess að óttast mengun frá því. „Það má segja að tímabært sé að gera aöra rannsókn á heilsufari vél- stjóra til þess að vita hvort ástandið hefur breyst," sagði Vilhjálmur Rafns- son í samtali við Ægi og benti á há- vaða, snertingu við olíuefni, olíueim í andrúmslofti, meðhöndlun kæli- efna og snertingu við leysiefni sem helstu áhættuþætti í starfi vélstjóra og er þá bein slysahætta ekki nefnd. „Vegna þess hve margir áhættuþætt- ir eru í vinnuumhverfi véistjóra getur verið erfitt að rannsaka samhengið milli sjúkdóma og ákveðinnar meng- unar. Vélstjórn er hættulegt starf sem fel- ur í sér marga þætti en mörgum þeirra má verjast." Krabbamein í punginn Vilhjálmur sagði að þar sem vanda- Norðurlöndum gilda reglur um leyfilegt hámark margra efna. Þannig vernda þeirra reglur okkur. Fjölver heitir rann- sóknarstofa sem einnig tekur sýni af öll- um olíuförmum sem til landsins koma og staðfestir upprunavottorðið. Fjölver er í eigu olíufélaganna. málin væru einangraðri væru tengslin milli atvinnu og sjúkdóma augljósari. Dæmi mætti nefna um sótara sem mönnum varð snemma ljóst að væri hætt að fá krabbamein í punginn. Nýrra dæmi væri af rennismiðum sem störfuðu í kúluleguverksmiðjum í Svíþjóð og Þýskalandi. Mikill olíueim- ur í andrúmslofti olli áhyggjum en í ljós kom aö krabbamein í pung var mun algengara meðal þeirra en búast mátti við og nær eingöngu tengt viö þetta starf. Með forvörnum sem mið- uðu að því að draga eins og hægt var úr snertingu við olíu og breyttum hrein- lætiskröfum hefur tekist að útrýma þessu tiltekna krabbameini úr starfi þessara rennismiða. Vilhjálmur lagði áherslu á aö fræðsla og þekking sé brýn og aö menn viti hvernig þeir geti varið sig gegn þeim hættum sem fylgja starfinu. Hættulegt að anda að sér „í smurolíu eru tjöruefni sem eru þekktur krabbameinsvaldur og er að finna í öllum olíuvörum. Þetta er sams- konar tjara sem menn anda að sér við reykingar. Það eru þrjár leiðir sem hættuleg efni eiga að okkur. Það er gegnum önd- un, um meltingu og við snertingu. Greiðasta leiðin er gegnum lungun og því er mengun þessara hættulegu efna í andrúmslofti, bæði tjöruefni úr olíu og uppgufun af hreinsiefnum og leysiefn- um, sú sem mest hætta stafar af og jafnframt sú sem brýnast er að verja sig fyrir. Síendurtekin snerting við leysiefni eins og þynni og hreinsiefni veldur skemmdum í miðtaugakerfinu sem eru ólæknanlegar. Hættuieg efni eiga leið að okkur gegnum húðina og því er hreinlæti og varúð í umgengni við hreinsiefni og leysiefni ákaflega brýn. Vélgæsla úti á sjó veröur alltaf vara- samt starf sem unnið er við erfiðar að- stæður. En með réttri umgengni og þekkingu er hægt að verja sig að miklu leyti gegn þeim hættum sem þar leyn- ast. Ég mundi telja að brýnast væri að leggja áherslu á ioftræstingu og hreins- un andrúmsloftsins en þar á eftir að draga eins og hægt er úr beinni húð- snertingu við olíu og hreinsiefni", sagði Vilhjálmur. Dr. Vilhjálmur Rafnsson læknir hjá Vinnueftirlitinu. Sjómannslífið hættulegt Þetta er ekki eina hættan sem steðjar að vélstjórum því þeir tilheyra stærri markhópi sem eru íslenskir sjómenn. í rannsókn sem Vilhjálmur Rafnsson og Hólmfríður Gunnarsdóttir gerðu á dauðaslysum sjómanna á sjó og landi og birtist í Læknablaðinu 1994 kemur í ljós að sjómenn virðast vera sérstakur hópur sem er í mikilli dauðaslysahættu og hættan er ekki einangruð við sjóslys. Vélstjórum tvöfalt hættara við lungnakrabba I rannsókn sem dr. Vilhjálmur Rafnsson læknir hjá Vinnueftirlitinu gerði 1984 á dánarorsökum vélstjóra kom í ljós aö vélstjórum er nokkru hætt- ara en öörum aö deyja úr lungnakrabbameini, krabbameini í þvagblöðru og heilablóðfalli. Vélstjórar eru í um það bil tvöfaldri hættu á að deyja úr lungnakrabba miðað viö íslenska karla í heild. Vélstjórar reykja samt ekki meira en almennt gerist. Upphaflega var rannsóknin gerð til þess að skoöa áhrif asbestmengunar á vélstjóra en að sögn Vilhjálms er slík meng- un aðeins ein tegund mengunar sem vélstjórum stafar hætta af. 8 ÆGIR

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.