Ægir - 01.12.1995, Síða 10
Tengsl dauöaslysa sem ekki verða til
sjós, viö starfstíma á sjó, benda til aö
sjómenn mótist fyrir áhrif vinnunnar
og taki upp áhættusama hegðun eða
lífsstíl.
Rannsókn þessi náði til 27.884 sjó-
manna á árunum 1958 til 1986. Sam-
anburður á sjómönnum sem byrjuðu
til sjós á árunum 1968 til 1977 og
þeim sem byrjuðu 1978 eða síðar
sýndi að þeir sem byrjuðu síðar höfðu
hærri dánartíöni vegna allra dánar-
meina, umferðarslysa, eitrana, annarra
slysa, manndrápa og vegna áverka
þegar óákveðið var hvort um slys eða
sjálfsáverka var að ræða en lægri
vegna allra slysa á sjó og drukknana.
Menn geta dregið sjálfir úr hættunni
Vilhjálmur og Hólmfríður rannsök-
uðu einnig tíðni krabbameins í þessum
stóra hópi allra sjómanna og kom í ljós
Svona lýsir Þór Sævaldsson vél-
stjóri reynslu sinni af aðbúnaði vél-
stjóra. Þór hefur langa reynslu af ým-
isskonar vélstjórn bæði á sjó og í
landi. Hann útskrifaðist 1977 úr Vél-
skóla íslands en var fyrst skráður vél-
stjóri á skip 1973 og hefur síðan verið
vélstjóri á fiskibátum, hvalbátum og
togurum, m.a. Guðbjörgu ÍS því
þekkta aflaskipi, en er nú vélstjóri á
Stapafellinu sem er olíuflutningaskip
í eigu Olíufélagsins h/f Esso.
að sjómenn virtust í meiri hættu en
aðrir gagnvart krabbameini í maga og
lungum.
Ekki er að fullu vitað hvernig á þessu
stendur og frekari rannsóknir á sjó-
mönnum nauðsynlegar til að svara
þeirri spurningu.
„Þangað til spurningunni verður
svarað í vísindalegri rannsókn er maður
alls ekki ofurseldur örlögunum því
maður getur sjálfur haft mikil áhrif á þá
krabbameinshættu sem maður lifir með
eða er í. Þessi krabbameinshætta er háð
fleiru en hugsanlegum áhættuþáttum 'í
vinnunni. Flestir krabbameinsvaldar
sem geta leitt til lungnakrabbameins
margfaldast að áhrifum ef maður reykir
sígarettur. Þannig verður maður ekki
aöeins fyrir samanlögðum áhrifum
ólíkra krabbameinsvalda heldur verka
þeir margfalt sterkar ef tveir eða fleiri
koma saman," segir Vilhjálmur.
Loftinntakiö of nálægt púströrinu
Þór er í nópi þeirra vélstjóra sem
hafa gefið vaxandi gaum starfsum-
hverfi vélstjóra og gert ýmsar úrbætur í
því efni, t.d. um borö í Stapafellinu.
„Þaö er vandi í öllum afturbyggðum
skipum að það þarf að fara með loft-
inntökin eins hátt og hægt er til þess
að ekki fari sjór inn. Þá eru þau komin
nálægt útblæstrinum. Við brugðum á
það ráð í Stapafellinu að við hækkuð-
um púströrin og við það tel ég að hafi
Kynntist fyrst
eyrnahlífum hér
Rúdólf Ásgeirsson vélstjóri er
verkstjóri á dísilvélaverkstæði á
Keflavíkurflugvelli þar sem vinna
11 vélstjórar. Hann var á sjónum
hjá Sambandinu áður en hann fór
að vinna þar á sjötta áratugnum.
Hann sagði að öryggiskröfur varð-
andi búnað manna og meðferð
hverskonar spilliefna væru mun
strangari en venjulegt þætti hér á
landi og öil starfsemi verkstæðis-
ins væri háö ströngu eftirliti.
„Ég kynntist fyrst eyrnahlífum
þegar ég fór að vinna hér," sagði
Rúdólf í samtali við Ægi.
Hann sagði að sterk hreinsi-
efni, olíur og frostlögur sem not-
ub væru á verkstæðinu væru háð
eftirliti og ekki mætti hella þeim
niður heldur yrði að safna þeim
saman og í sumum tilvikum væru
þau flutt út til eyöingar.
„Ef mínir menn vinna með
sterk hreinsiefni þá er notaður
svipaður hlífðarbúnaður og vib
rafgeymavinnu. Það þýðir sér-
staka uppháa hlífðarhanska, öfl-
uga svuntu, hlífðargleraugu,
grímur, stígvél og þykkan sam-
festing.
Það er verið að reyna að losna
við þessi sterku efni og fá önnur
vistvænni í staðinn en það geng-
ur hægt."
dregið mjög úr sótblæstri inn sem ég
hafði tekið eftir á vissum vindáttum
miðað við siglingastefnu. Þetta var
mikil framför því loftið stórbatnaði í
öllum vistarverum, en þarna er tekið
inn loft fyrir íbúðir skipverja líka því
Stapafellið er afturbyggt. Þessu er öðru-
vísi farið t.d. á skuttogurum þar sem
loftinntak fyrir íbúðir er frammi á brú
en loftinntak fyrir vélarrúmið oftast
uppi á gálganum afturá, í námunda við
skorsteininn."
Svimi, höfuðverkur og mikil
streita
Þór Sævaldsson lýsir sinni reynslu
„Ég var á togara fyrir vestan og þar var svo öflugur blástur niöur í vél ab mab-
ur fór oft í úlpuna svo mabur skylfi ekki úr kulda.
Það er margt sem er hægt að gera í sambandi við hávaða og titring til þess að
draga úr honum og þeim hlutum hefur fariö fram síban ég byrjaði til sjós. Ég
var einu sinni á þýskbyggbu skipi sem var allt meb gúmmípúðum hér og þar,
meira að segja yfirbyggingin var ekki soðin við skrokkinn heldur hvíldi á sér-
stökum púðum. Þarna heyrði maður ekki að vélin væri í gangi fyrr en maður
opnaði vélarrúmið."
10 ÆGIR