Ægir

Årgang

Ægir - 01.12.1995, Side 12

Ægir - 01.12.1995, Side 12
Voru orðnir samdauna Þór segir þab tímanna tákn aö þaö voru ungir menn sem komu um borö sem fyrstir fitjuöu upp á því aö loftiö væri ekki nógu gott og þaö bendir til þess aö áhöfnin sem fyrir var hafi verið orðin frekar samdauna þessu vandamáli sem eölilegt hlýtur að telj- ast. En Þór og félagar hans létu ekki þar viö sitja heldur settu svokallaöa loftskilju á sveifarhúsin á ljósavélun- um. Henni er ætlað aö skilja olíueim úr loftinu sem myndast í sveifarhús- unum og mettar allt vélarrúmið. Mörgum er illa við þennan eim sem inniheldur brennisteinssambönd og ýmis óholl efni. „Viö settum þessar skiljur viö allar ljósavélarnar og þaö batnaði svo mik- iö loftið í vélarrúminu að því veröur aðeins líkt við byltingu. En þaö gerö- ist fleira sérstætt sem ég veit ekki hvort ég myndi trúa nema af eigin reynslu. Ég er yfirleitt ekki ginnkeypt- ur fyrir nýjungum og töfralausnum. Oftast fylgir þeim mikill kostnaður og sjaldnast er reynsla af þeim hjá fé- lögunum á hinum bátunum. Viö þurfum alltaf aö fylgjast meö afgashitanum á vélunum yfir ákveðn- um mörkum. Þaö sem gerðist er aö afgashitinn hefur falliö um 20 til 30 gráður á sama álagi og vélarnar virö- ast vinna mun léttar. Svo minnkaði yfirþrýstingurinn í sveifarhúsinu og þar af leiðandi hvarf olíueimurinn úr vélarrúminu og smá- lekar hér og þar hurfu fyrir vikið og umtalsveröur smurolíusparnaöur hef- ur átt sér stað." Þór segir að verulega miklu betra loft sé í vélarrúminu á Stapafellinu eftir breytingarnar en erfitt sé aö átta sig á hvort breytingar á útblæstrinum eða loftskiljurnar viö sveifarhúsin eigi meiri þátt í því. Hverjir skyldu vera algengustu kvillar sem sækja á vélstjóra og þá sem vinna við óheilnæmar aðstæður af þessu tagi? „Ég býst viö að svimi og höfuö- verkur séu algengastir en svo er óráö- inn þáttur sem er streita. Það er und- irmannað á skipunum, menn eru að passa stóra hluti sem kosta mikið fé og mikil ábyrgö sem hvílir á þeim. Þessi streita á eflaust sinn þátt í magaverkjum sem ég veit að eru al- gengir." Hætta af sterkum hreinsiefnum Þór bendir á að nútíma hreinsiefni séu gífurlega sterk og lítill tími gefist bæöi til þess aö vinna meö þau viö réttar aðstæður og kynna sér rétta notkun. „Vélstjórar hafa engan dagmann lengur til þess að halda vélarrúminu hreinu. Þaö stendur kannski utan á brúsanum aö setja svo og svo mikið í tiltekið magn af vatni en hver skoðar þaö? Þú dembir einhverjum slatta í háþrýstidæluna og úöar þessu um allt. Svo tefstu smástund við annað og málningin er farin af veggjunum þegar þú kemur aftur. Dagmaðurinn hafði tíma sem vélstjórinn hefur ekki útaf alls konar ööru snatti á vaktinni. Þaö er verið aö þrífa í tíma og ó- tíma um allt skip á frystitogurum. Þú ert meö lútsterk hreinsiefni í heitri gufu og þaö úöað meö háþrýstidæl- um undir miklum þrýstingi. Ég er sannfæröur um að þessi hreinsiefni eru hreinlega í andrúmsloftinu lengi á eftir. Viö vitum oftast ekki nógu mikið um þaö hve hættuleg þessi efni eru og hver hefur t.d. latnesk tilvísunar- heiti á takteinum? Þaö er bara enginn tími til þess aö kynna sér þaö. Smurolíuskilvindur og olíuskil- vindur safna á sig haröri kolefnishúö sem þarf að hreinsa. Þaö er auöveld- ast aö gera meö því að setja diskana ofan í efni sem er svo sterkt aö það leysir á augabragði þaö sem verkfæri vinna ekki á. Ef þú ferð meö hendina ofan í slíkan lög eldsnöggt skað- brennur þú þó þaö sé rennandi vatn alveg við hendina." Undirmönnun og andvaraleysi Þór telur að undirmönnun, erfitt atvinnuástand, þ.e. minna atvinnu- öryggi, geri það að verkum að menn séu tregir til þess að kvarta mikið undan óheilnæmu umhverfi, það 12 ÆGIR

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.