Ægir - 01.12.1995, Qupperneq 17
NOVEMBER
ín Höföi hf. á Húsavík festir
kaup á 43 metra löngum
grænlenskum rækjutogara smíðuö-
um 1987. Skipiö kemur í staö Júlí-
usar Havsteen ÞH sem meiningin
mun aö úrelda.
■M Aöalfundur LÍÚ samþykk-
■Éíl ir aö eftirleiöis sé eigend-
um báta undir 12 brl. heimil að-
ild en hingað til hefur svo ekki
verið.
■H Heimaey VE gerir tilraun til
■■i þess að veiða síld í flottroll
en gengur ekki sem skyldi.
■■■ 54. Fiskiþing er haldiö í
Ufl Reykjavík og vekja umræöur
á þinginu mikla athygli.
Pjl Grandi hf. í Reykjavík á 10
■Aii ára afmæli. Fyrirtækið hefur
veitt 273 þúsund tonn frá upphafi
og velt 33 milljöröum króna.
■■■ Gígja VE og Kap VE finna
■■■ síld 50 mílur suðvestur af
Reykjanesi og koma meö 800 tonn
í land. Rannsókn fer fram á því
hvort þetta gefi tilefni til aukins
síldarkvóta en mikil ásókn er í slíkt
af hálfu útgerðarmanna þar sem
vel hefur gengið aö selja síldina á
þessari vertíð.
PPi íslensk fisklifur er dæmd
ifii óhæf til sölu á Þýskalands-
markaði vegna þess að of mikið af
skordýraeitrinu klórdan mælist í
henni. Kröfur Þjóðverja eru sagðar
strangar og þessu harðlega mót-
mælt en Þýskalandsmarkaður hef-
ur verið traustur fyrir lifrarsala til
þessa.
■■■ Rúmlega 30 manna sveit
ifii starfsmanna ÍS heldur aust-
ur til Kamtsjatka í Rússlandi til að
vinna að stórverkefni ÍS á þeim
slóðum. Verkefnið felst í útgerð og
vinnslu afla stórs fyrirtækis, UTRF,
í Petropavlovsk.
■■■ Saltað í hundrað þúsund-
EU ustu tunnuna af síld á þess-
ari vertíð en alls eru komin 96 þús-
und tonn á land af 130 þúsund
tonna kvóta.
SJAVARSIÐAN
MAÐUR MÁNAÐARINS
Maður mánaðarins er Einar Kristinn Guðfinnsson, formaður stjórnar Fiski-
félags íslands, en fátt vakti meiri athygli og umræður í nóvembermánuði en lifandi
og skeleggar umræður á Fiskiþingi og skorinortar ályktanir þingsins.
„Umræðurnar voru málefnalegar og þetta Fiskiþing skilur veigamikil spor eftir
sig. Fiskifélagið er að festa sig æ meira í sessi sem sameiginlegur vettvangur sjávar-
útvegsins. Það hefur orðið breyting á vettvangi Fiski-
félagsins sem þýðir að fulltrúar á þinginu eru fleiri
en áður. Það endurspeglar vel þá breidd sem er í
sjávarútveginum. Þarna sitja fulltrúar útgerðar-
manna, sjómanna, trillukarla, fiskverkenda og fisk-
verkafólks hlið við hlið. Eitt verkefni okkar er þó að
vinna að aukinni þátttöku áhugamanna um sjávar-
útveg sem ekki starfa í greininni," sagði Einar í
samtali við Ægi. „Hvað varðar framtíð og afkomu
félagsins, er ekkert öruggt en viðræður okkar við
sjávarútvegsráðuneytið gefa tilefni til bjartsýni."
Einar Kristinn fæddist árið 1955 og ólst upp í
Bolungarvík en hann er eitt þriggja barna Guðfinns Einarssonar og Maríu
Haraldsdóttur. Hann er kvæntur Sigrúnu J. Þórisdóttur kennara ogþau eiga tvö börn.
Einar varð stúdent frá Menntaskólanum á ísafirði 1975 og tilheyrir fyrsta árgangi
stúdenta sem þaðan brautskráðust. Hann læröi stjórnmálafræði og brautskráðist frá
Essex University í Bretlandi árið 1981. Einar starfaði sem skrifstofumaður og
útgerðarstjóri hjá Einari Guðfinnssyni hf. í Bolungarvík frá 1982 til 1991 þegar hann
varð þingmaður Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum sem hann er enn.
Einar hefur jafnan tekið virkan þátt í félagsmálum sem tengjast sjávarútvegi og
sat í stjórn Útvegsmannafélags Vestfjarða árum saman og á Fiskiþingi frá 1985 og
var formaður Fiskifélagsdeildanna á Vestfjörðum frá 1988.
Eins og margir vita er Einar sonarsonur Einar Guðfinnssonar þess sem rak útgerð,
fiskvinnslu og verslun í Bolungarvík með mikilli reisn um áratugaskeið og sat árum
saman á Fiskiþingi.
ORÐ í HITA LEIKSINS
„Við getum ekki búið við þessar aðstæður lengur. Það verður ekki þolað og ef við
tökum okkur ekki á, þá mun skynsamleg fiskveiðistjórnun hrynja. Það er of mikið
um að menn hendi fiski og það er of mikið um að menn svindli á vigtinni. Það er
svo alvarleg staðreynd að ef við náum ekki tökum á þessari brotalöm þá er alvarleg
hætta á því að okkur geti mistekist öll fiskveiðistjórnun." Þorsteinn Pálsson sjáv-
arútvegsráðherra les fulltrúum á Fiskiþingi pistilinn.
„Lögbrot af þessu tagi á að kalla refsingu yfir hinn brotlega. Ef ekki hljóta þessi
ummæli að falla dauð og ómerk." Magnús Kristinsson útgerðarmaður dregur
ásakanir um kvótasvindl í efa í Fréttum í Vestmannaeyjum.
„Fyrir bragðið veröur umræðan óttalega klisjukennd og ómarkviss." Einar K. Guð-
finnsson formaður Fiskifélagsins skammar talsmenn auðlindaskatts á Fiskiþingi.
„Mín skoðun er sú að færa eigi veiðieftirlit frá Fiskistofu og fela útgerðinni að
annast það." KRISTJÁN Ragnarsson talar á aðalfundi LÍÚ.
ÆGIR 17