Ægir

Volume

Ægir - 01.12.1995, Page 23

Ægir - 01.12.1995, Page 23
Gísli Viggósson verkfræðingur há Vita- og hafnamálastofnun við eitt af öldumæl- isduflunum með veðurathugun sem uppsett kosta þrjár milljónir stykkið. dýpi og flutningaskip eru viökvæm fyr- ir vindi vegna meira vindfangs en vind- hraði ofan marka getur komiö í veg fyr- ir að skip leggist að. Þannig er mönn- um gert kleift að meta t.d. frátafir með tilliti til aðkomu skipa að hafnarkanti, hvenær hætta þarf lestun eða losun og hvenær þarf að fara frá hafnarkanti vegna veðurs. Ósinn felldur í töflu Gísli Viggósson forstöðumaður rannsóknardeildar Vita- og hafnamála sagbi að aðdáunarvert væri hve fljótt sjómenn hefðu tileinkað sér þessa nýju tækni og gífurlega gaman væri að taka þátt í að leiða saman strauma nýjustu hátækni í tölvuvinnslu og upplýsinga- öflun og aldagamallar reynslu og þekk- ingar sjómanna. Sem dæmi um þetta má nefna að nú er til mælikvarði sem gefur til kynna hve stórir bátar geta farið innsiglinguna í Hornafjarðarósi miðað vib ölduhæð en sigling um Ósinn er háð sjólagi, sjávarföllum og veðurhæð og það fer eftir stærð skipa og vélarafli hvenær hann er fær. Nú er Ósinn felldur inn í töflu sem lítur svona út: Bátar undir 10 metrum fara um ef aldan er undir 2,5 til 3,5 metrar. Bátar 10 til 25 metrar fara um ef ald- an er undir 3,5 metrum. Bátar 25-40 metrar fara um ef aldan er undir 5,5 metrum. Skip 50-70 metrar fara um ef aldan er undir 4 metrum. Skip stærri en 70 metrar fara um ef aldan er undir 3,5 til 3,8 metrar og flutningaskip sigla inn ef aldan er und- ir 3,5 til 3,8 metrar. Upplýsingakerfið eins að það er nú getur boðið sjófarendum upp á eftir- taldar upplýsingar á skjá en það er háð aðstæðum á hverjum stað, hvað boðið er upp á: Ölduhæð utan hafnar Sjávarhæð og ölduhæð í innsiglingu Ölduhæð innan hafnar Sog innan hafnar Sjávarhæð innan hafnar Vindhraða Vindátt Loftþrýsting Lofthita Sjávarhita Seltu sjávar Loftraka Úrkomu Sólgeislun Mæliaðferðir og nákvæmni búnaðar- ins er samkvæmt stöðlum Veðurstofu íslands. Verkfræðistofan Hugrún hefur annast þróun og smíði þessa tækjabún- aðar í samvinnu við Vita- og hafna- málastofnun. Stöðin er fullsamsett og tilbúin til uppsetningar á mælistað. Hún gengur annabhvort fyrir veituraf- magni eða orku úr rafgeymum sem hlaðnar eru sólarsellu og litlum vind- rafli. Ölduduflin góðu á þrjár milljónir stykkió Úthafsölduduflin sex eru gular kúlur sem eru 70 sentimetrar í þvermál og fljóta á yfirboröinu. Þau senda frá sér fimm gul leiftur á 25 sekúndna fresti. Til þess að dufl geti fylgt yfirborði öld- unnar er 15 metra löngum gúmmíkapli fest neðan í það sem síðan er festur í 28 metra langt tóg. Flotkúla er höfð á 30 metra dýpi í legufærum sem tógið er fest í. Ölduduflið nemur yfirborðs- færslu öldunnar og sendir stöðugt frá sér upplýsingar. Dufiin eru viðkvæm og þola ekki ásiglingu eða að festast í veiðarfærum. Þessvegna er leitast við að leggja dufl- unum við flök og festur eða á bann- svæðum. Sjófarendur eru því vinsam- legast bebnir að skrá staðsetningu dufl- anna hjá sér á plotter eða staðsetning- artæki til þess ab forðast ásiglingu og fara ekki nær duflunum en í hálfrar sjó- mílu fjarlægð. Rekist sjófarendur því á dufl merkt Vita- og hafnamál á slóðum þar sem það á ekki að vera eru þeir vin- samlegast beðnir að tilkynna það til næstu hafnar eða til Vita- og hafna- mála. Til fróöleiks má geta þess að hvert dufl kostar fullbúið tæknibúnaöi um 3 milljónir þegar búið er að koma því fyr- ir á tilætluðum stað. 25 metra há alda? í mælistöðvum er unnið úr öldu- mælingum og gefin upp hæð kenni- öldu í metrum, en meðalsveiflutími ÆGIR 23

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.