Ægir - 01.12.1995, Síða 39
aö stunda veiði á fjarlægum miðum við
Grænland og Nýfundnaland seint á
sjötta áratugnum og með tilkomu
breyttrar tækni í fjarskiptum þegar
morsið Iagðist af.
„Loftskeytamennirnir bjuggu til dul-
málið og skiptu reglulega. Ég er ekki frá
því að stundum hafi tekist að ráða dul-
málið ef sami lykill var notaður lengi."
Tryggvi var einstakur
Markús var skipstjóri á Jón forseta til
1954 þegar hann fór frá Alliance-út-
gerðinni og yfir á Marzinn sem var í
eigu Tryggva Ófeigssonar útgerðar-
manns og athafnaskálds.
„Mér samdi vei við Tryggva. Hann
gat verið afskaplega skemmtilegur mað-
ur, en hann gat líka verið leiðinlegur.
Hann gat verið mjög kröfuharður og
ósanngjarn, en mér samdi alltaf vel við
hann.
Hann var mikill sögumaður og tók
vel eftir því skoplega í fari manna og
samskiptum, en hann var aldrei rætinn.
Tryggvi var einstakur. Hann vildi
hafa pláss og vera kóngur í ríki sínu."
Markús segir að útgerð Tryggva hafi
gengið eins vel og útgerð geti gengið
því hann hafi vakað yfir henni og pass-
að það smáa líkt og það stóra og segir
eftirfarandi sögu því til staðfestingar:
Einhverju sinni landaði Marzinn
saltfiski í Esbjerg í Danmörku. Kokkur-
inn hafði fengið skiiaboð frá Tryggva
um að taka vel út af kartöflum ytra því
á íslandi var kartöfluskortur og einokun
og gat verið erfitt fyrir skip að fá nóg.
Meiningin var að kokkur keypti ytra
nóg af kartöflum sem dygði fyrir öll
fjögur skip útgerðarinnar, sem hann
gerði.
Þegar heim var komið fer kokkurinn
upp á skrifstofu útgerðarinnar að ná sér í
pening og þá kallar Tryggvi á hann inn
til sín og fer að spyrja út í kartöflurnar.
Kokkurinn segir sem er að hann sé
vel birgur af góðum kartöflum.
- Æ, mikið finnast mér nú góðar kart-
öflur með góðum fiski. Heldurðu að ég
geti nokkuð fengið smávegis fyrir mig.
Kokkurinn bauð Tryggva þegar í stað
að láta senda heim til hans stóran poka
af kartöflum.
Tryggvi fór þá niður í skúffu og rétti
honum lítinn bréfpoka sem rúmaði
fimm kíló.
- Þetta er nóg fyrir mig.
Þriggja mánaða túr
Eins og sést af metinu sem minnst er
á í upphafi viötalsins var ferill Markúsar
á Marzinum farsæll og hann aflaði oft
mjög vel og sótti eins og þá tíðkaðist á
úthafsveiðar við Grænland og Ný-
fundnaland og veiddi þorsk og karfa í ís
og salt. Hann minnist saltfisktúrs til
Grænlands sem stóð í þrjá mánuði með
siglingu og var hafður svo langur til þess
að forðast verkfall hér heima. Það stóðst
á endum að það var nýbúið að semja
þegar Marzinn kom inn. En voru karl-
arnir ekkert úfnir eftir svo langa útivist?
„Nei. Þetta var öðruvísi þá. Nú getur
helst enginn skroppið á sjó nema að
kvarta. Það er meira að segja farið að
tala um að taka inn í samninga einhver
ákvæbi um lengd útivistar. Það er nátt-
úrlega ekki hægt ab stýra fiskveiðum
með samningsákvæðum og reglugerð-
um. Þær mættu margar hverfa reglu-
gerðirnar."
„Sjanghæjaði" aldrei menn um borð
Markús stýrði Marzinum allt til 1964
þegar hann tók við júpíter fyrir sömu
útgerð og var því skipstjóri á síðutogur-
um allt til 1973, langt fram á skuttog-
araöldina. Sjöundi áratugurinn, sérstak-
lega fyrrihluti hans, var erfiður fyrir tog-
araútgerb. Erfitt rekstrarumhverfi, lélegt
fiskirí gerbi mönnum lífið leitt og síðast
enn ekki síst var erfitt að fá góða menn
á togara því allir voru á síld. Á þessum
árum tíðkaðist ab „sjanghæja" menn
um borð. Áhöfninni var safnað saman
á drykkjubúllum og jafnvel úr fangelsi,
sumum sofandi, og haldið á miðin.
Markús segist hafa þekkt dæmi um skip-
stjóra sem afhentu brennivínsflöskur
vib landganginn þegar halda átti á mib-
in. Þetta var til þess ab lokka áhöfnina
um borð, en svo varð að láta reka fyrsta
sólarhringinn á miðunum meðan
áhöfnin var að jafna sig og komast í
vinnuhæft ástand.
„Þetta gat verið óttalega leiðinlegt.
Ég tók eins lítinn þátt í þessu eins og ég
gat. Ég man eftir nokkmm skiptum að
ég sagði minni áhöfn bara ab binda
skipið betur og mæta aftur eftir sólar-
hring. Ég var ekkert að eltast við þá út
um allan bæ. Þetta var tíska um borð í
Markús með Hallfríði Brynjólfsdóttur elginkonu sinni í brúnni á Júpíter,
sennilega 1964.
ÆGIR 39