Ægir - 01.12.1995, Page 41
Kvótakerfið bætti umgengnina
„Ég held að kvótakerfið hafi bætt um-
gengni manna um miðin og þar hafi neyöin
kennt naktri konu að spinna. Ég held að
kvótakerfið hvetji til þess að koma að landi
með stærri fisk en auðvitað hvetur það líka
til þess að menn hendi smáfiski. Það er ekk-
ert kerfi 100%.
Ég hefði viljað sjá eftirlitið starfrækt með
því að gera út togara sem fylgdust með veið-
unum með því að veiða sjálfir. Þetta hefði
getað verið ágæt aðferð til þess að hafa sjálf-
stætt eftirlit sem gæti verið þar sem veiðin
færi fram hverju sinni."
Nú er tími til að vera latur
Markús unir hag sínum vel þar sem hann
býr í Grafarvogi og sér út á ytri höfnina.
Hann segist kunna lífinu vel því hann hafi
alltaf kunnað því vel að vera latur, en stund-
ar golfið af álíka sóknarhörku og hann sýndi
á togurunum í gamla daga og lætur vont
veður sjaldan eða aldrei stoppa sig. Þess má
einnig geta að Markús er harður laxveiði-
maður og hefur átt þátt í aö setja aflamet á
þeim vettvangi líka í slagtogi við syni sína
og veiðifélaga.
„Ég var alltaf heppinn. Ég nýt lífsins því
nú er kominn tími til að vera latur."
Fjölskyldan
Markús er kvæntur Hallfríði Brynjólfs-
dóttur úr Hrísey, afkomanda þess fræga
Hákaria-Jörundar. Þau eignuðust sex börn
sem voru skírð Guðmundur, Unnur, Brynj-
ólfur, Jörundur og svo tvíburarnir Erlendur
og Markús.
Markús segist að synirnir hafi flestir eitt-
hvað farið til sjós á námsárunum, en eng-
inn þeirra hafi lagt fyrir sig sjómennsku og
hann hafi ekkert lagt það sérstaklega að
þeim.
Metið á Marzinum
Árið sem Marzinn setti aflametið, 1955,
var harla gott ár. Þetta ár veiddust rúmlega
538 þúsund tonn af þorski á íslandsmiðum
og er þetta ár eitt hið aflahæsta frá upphafi.
íslendingar veiddu rúm 315 þúsund tonn af
þorski sem var þá mesta þorskveiöi þjóðar-
innar frá upphafi og þetta met var ekki sleg-
ið fyrr en 1977. Á þessum árum var að draga
úr veiðum útlendinga á íslandsmiðum.
Marz RE kom með 1577 tonn af þorski í
TOGHLERAR
„FYRIR ALLAR TOGVEIÐAR"
J. HINRIKSSON H.F.
SÚÐARVOGI4 SÍMAR 588 6677 / 568 0775
104 REYKJAVÍK MYNDSENDIR 568 9007
„FRAMLEIÐENDUR TOGBÚNAÐAR í ÁRATUGI
ís að landi, en við það má bæta
tæpum 700 tonnum af þorski upp
úr salti sem jafngildir rúmum
1300 tonnum af ísfiski þannig að
heildarþorskafli skipsins var um
2.900 tonn.
Þetta ár var karfaafli á íslands-
miðum að dragast saman eftir
mjög góð ár í byrjun áratugarins.
Þetta ár kom Marz með 4.102
tonn af karfa sem ásamt þorski var
meginuppistaðan í metaflanum
sem samtals nam 7.395 tonnum í
26 veiðiferðum. Samtals veiddu ís-
lendingar rúm 32 þúsund tonn af
karfa þetta ár á móti rúmum 77
þúsund tonnum sem útlendar
þjóðir veiddu.
Ekki er vitað um aflaverðmætið
og erfitt er að giska á núvirði afla
Marzins þetta ár, en þó má telja
með nokkurri vissu að það væri í
dag á bilinu 320 til 340 milljónir.
Til samanburðar má geta þess að
aflahæsti ísfisktogarinn áriö 1994
var með 270 milljónir í aflaverð-
mæti.
(Þórir Guðmundsson, starfsmaður
Fiskifélagsins, útvegaði góðfúslega
tölur um afla Marzins 1955.) □
ÆGIR 41