Ægir - 01.12.1995, Síða 52
Stilling hf.:
Heilsunnar vegna
Stöbugt meira frambob er ab verba á
hvers konar efnum og ibnabarvörum
sem spilla ekki heilsu manna og um-
hverfi og framleibendur inæta í vax-
andi mæli kröfum samfélagsins um
bætt vinnuumhverfi og aukna vit-
und um náttúruna.
Stilling hf. í Skeifunni 11 er gamal-
gróib fyrirtæki sem í 35 ára hefur þjón-
ustab skipaflota íslendinga meö álím-
ingu hemlaborba á togspil og reyndar
öll spil sem finnast um borb í fiskiskip-
um. Þetta er dálítib séríslenskt fyrirbæri
því víöa annars staöar tíbkast ab hnoba
hemlaboröana á. í Stillingu er langt síb-
an komiö var upp sérstökum ofni þar
sem borðar eru límdir á og hægt ab ab
taka inn stóra klossa eins og þá sem eru
á togspilum togaranna.
Asbestfríir hemlaborðar
Stilling hf. hefur um árabil boöiö
asbestfrítt efni í hemlaboröum en
asbest er meöal þeirra efna sem heilsu
manna stafar hvaö mest hætt af. Nú
hafa þeir bætt um betur og bjóba nýtt
hemlaboröaefni fyrir togspil og iön-
aöarvélar. Það heitir HKL-AF og er afar
þéttofib, hálfsveigjanlegt, vírofið
hemlaefni úr þræbi sem spunninn er úr
gerviefnum. Meðal þeirra efna sem
notuð eru má nefna Kevlar sem er
notað í skotheld vesti.
HKL-AF er mettab meö sérstakri
kvobu og er ákaflega slitsterkt og
hemlunarfesta þess meiri en ábur var
álitið hugsanlegt fyrir ofna hemlaborða
án asbests. Núningsstuðull þess helst
óvenjulega vel, jafnvel við mikinn hita,
en þaö hefur verið vandamál meb ofin
efni að þrýstispenna þeirra er tiltölu-
lega lítil og núningsstuðullinn vill því
verba óstöðugur þegar yfirborbsþrýst-
ingur eykst. Vefjagerð og mettunar-
efnin í HKL-AF tryggja hámarksstöðug-
leika undir þrýstingi.
Slitstyrkur HKL-AF er svipabur og í
hefðbundnum steyptum borðum og
óhætt að reikna með 50% meiri slit-
styrk en í ofnum borbum sem ekkert
asbest er í. Sveigjanleiki borðanna gerir
þab að verkum að auðvelt og þægilegt
er aö koma þeim fyrir og þeir eru lausir
vib stífleikann
sem gerir aðra
borða svo
ómeðfærilega.
Að sögn
Júlíusar Bjarna-
sonar, fram-
kvæmdastjóra
Stillingar, njóta
borðar úr þessu
efni vaxandi
vinsælda hjá
útgerðarmönn-
um og vélstjór-
um sem finnst
betra að nota
álímda borba
en hnoðaða.
Með því fæst
betri nýting á
efninu. Að sögn Júlíusar er vaxandi
áhugi á efnum sem hvorki valda
spjöllum á umhverfinu né stefna heilsu
manna í voða.
Militec - þar sem tveir málmfletir
koma saman
Annað efni sem Stilling hf. selur og
nýtur vaxandi vinsælda hjá útgeröar-
mönnum er Militec smurbætiefnið sem
margir kannast þegar við því það er
notað á heimilisbílinn en þetta bylting-
arkennda efni hefur miklu fleiri mögu-
leika.
„Það má segja að alls staðar þar sem
tveir málmfletir koma saman sé Militec
á heimavelli," sagði Júlíus Bjarnason í
samtali viö Ægi.
Vélstjórar sem prófað hafa Militec á
ljósavélar og aðalvélar sjá einkum tvo
höfuðkosti við notkun þess. Annar
varðar heilsufar vélarinnar og kemur
fram í léttari gangi og minni olíueyðslu
sem nemur 2-5%. Hinn varðar ekki
síður heilsu vélstjóranna en vélarinnar
og birtist í því að hávaði stórminnkar
vegna þess að gangurinn léttist.
Dæmi eru um að frystiskip hafi tekið
Militec í notkun í smurningu á öllum
fiskvinnsluvélum og það hafi valdiö
byltingu.
Militec er sett saman úr endurgerð-
um burðarefnum og virkum smurefn-
um sem þola háþrýsting feiknavel. Þaö
er eina smurbætiefni sem er viður-
kennt af bandaríska hernum. Sérstöku
bætiefni er komið fyrir í endurgerðu
kolvatnsefni sem þolir hátt hitastig.
Vib 66 gráðu hita myndar efnið
ólífræna smurhimnu á málmflötum
sem stirðnar ekki við lágt hitastig.
Efnið fær lífræna bindingu með
sérstöku efnaferli sem Militec hefur
einkaleyfi á.
Militec inniheldur efni sem hindr-
ar tæringu og slit á yfirborði málma og
stórminnkar þar með vélarslit.
„Okkar viðskiptavinir eru ekki að-
eins útgerðarmenn stórra skipa heldur
ekki síður þeir sem gera út smærri skip
og við finnum vel að vaxandi áhugi er
á efnum sem bæta vinnuumhverfi vél-
stjóranna, t.d. með minni hávaða." □
Stilling hf. var stofnað 1960 og var upphaflega lítið
verkstæði niðri í Skipholti en hefur nú höfuðbækistöðvar
sínar í Skeifunni 11 auk þess sem útibú er í Hafnarfirði.
Alls eru 23 starfsmenn hjá Stillingu og hefur þeim fjölgað
jafnt og þétt undanfarin ár. Hjörtur, einn starfsmanna
Stillingar, við ofninn sem er notaður er við álímingar.
52 ÆGIR