Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Side 7
rangt, séu röklega tengdar staðreyndum um eðli mannsins. Náttúruréttur sé því hinn rökræni grundvöllur siðferðilegra ákvarðana um mannlega breytni. Lög samfélaga hljóti þar með að vera í samræmi við meginreglur náttúruréttarins. Þau eigi að taka mið af þeim og þeim gildum sem þær vemda. Af þessu leiðir að meginreglur náttúmréttar, sem kveða á um eilíf, algild og aug- ljós gildi em ávallt sannar jafnvel þótt þær séu hunsaðar, misskildar, þær séu brot- nar í verki eða sniðgengnar í verklegri hugsun, alveg á sama hátt og stærðfræðileg lögmál standast þótt þau séu misskilin eða hafi ekki verið uppgötvuð. „Guð getur ekki breytt því að tvisvar sinnum tveir em fjórir, og á sama hátt getur hann ekki látið það sem er illt í sjálfu sér verða ekki illt“.2 Meginreglur náttúmréttar geta þannig aldrei verið afstæðar. Þær ráðast ekki af ákvörðunum löggjafans eða þjóð- félagsháttum. I þessum skilningi á náttúruréttur sér ekki sögu, hann hefur alltaf verið og verður alltaf einn og samur. En kenningar um hann og framsetning hans eiga sér sögu og í þeim skilningi getum við talað um sögu náttúmréttar. Elstu heimildir okkar um fullyrðingar í anda náttúmréttar eru um tvö þúsund og fimm hundmð ára gamlar. Hið fræga leikrit gríska harmleikjaskáldsins Sófóklesar,3 Antígóna, fjallar um þetta efni. Bræður Antígónu höfðu barist í pólitískum átökum og báðir fallið. Kreon konungur gaf út þá tilskipun að annar, Eteókles, skyldi fá viðhafnargreftrun, en hinum, Pólíneikesi, sem komið hafði gegn Þebu með ófriði, skyldu engar nábjargir veittar og líki hans kastað fyrir hrafnamor. Antígóna brýtur boð Kreons konungs með því að syrgja Pólíneikes og ausa hann moldu, og þegar Kreon dæmir hana fyrir að hafa brotið bann sitt, lög sín, svarar Antígóna: Já. Lög sem þessi hafði hvorki Seifur birt, né hefur gyðja réttvísinnar, sú sem fer með vald í dauðra ríki, lagt oss reglur þær; og ekki hugði ég, að nægðu nein þín boð, - þú, aðeins mennskur maður, - til að leggja bann á óskráð lög sjálfs Himnaguðs, sem haggast ei og hvorki voru sett í gær né felld í dag, en eilíf ríkja; hvar þau eiga upphaf sitt, veit enginn maður. Aldrei verð ég sek við goð um brot á þeim, af ótta við neinn mennskan mann.4 2 Húgó Grótíus, De Iure Belli ac Pacis, I, i, x; tilvitnun fengin frá A.P. d'Entréves, Natural Law, London 1970, 2. útg., bls. 56. Einnig sama hugsun hjá Lord Lloyd of Hampstead og M.D.A. Freeman, Lloyd's Introduction toJurisprudence, Fifth Edition, London 1985, bls. 93 og hjá John Finnis, Natural Law and Natural Rights, Oxford 1980, bls. 24. í þessari samantekt hef ég einkum stuðst við þrjú framangreind rit og verður hér eftir aðeins vísað til nafns höfundar. 3 Sófókles var grískt harmleikjaskáld á 4. öld f. Kr. 4 Sófókles, Antígóna, línur 450-459. Grískir harmleikir, Helgi Hálfdanarson þýddi, Mál og menning, Reykjavík 1990, bls. 331. 249

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.