Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 43
Fyrrgreindar röksemdir eru þýðingarmiklar en þær geta þó ekki gilt að öllu leyti ef færa má gegn þeim veigamikil gagnrök. Gagnrökin verða að sjálfsögðu sérstaklega veigamikil ef unnt er jafnframt að sýna fram á að neikvæð áhrif þurrkist út að mestu. Setja má fram eftirfarandi rök sem öll hníga í þá átt að æskilegt sé að hafa möguleika á að kveðja sérfræðinga til setu í dómi: 1. Hugsanlegt er að réttari niðurstaða fáist í dómsmálum ef dómur hefur á að skipa sérfræðikunnáttu. Augljóst er að búi dómstóll yfir sérfræðiþekkingu hefur hann meira svigrúm til að skilja sérfræðiatriði sem til úrlausnar eru og tjá sig um þau. 2. Hér að framan hefur því verið haldið fram að þýðing og vægi þeirra mála þar sem styðjast verði við sérfræðiálit fari vaxandi með aukinni sérhæfíngu í mannlegu samfélagi. Eðlilegt kann að vera að dómstólar bregðist við þessari þróun með þeim hætti að afla sér þessarar þekkingar í stað þess að úrlausn- arvald í þeim málum hverfi í raun frá dómstólum í hendur sérfræðinga. 3. Hugsanlegt er að beiting sérfróðra meðdómsmanna geti flýtt dómsmálum í einhverjum tilvikum. Þetta getur orðið þar sem dómsformaður stýrir að jafnaði hraða þess dómsmáls sem hann fer með. Hann á erfiðara með að stýra gagna- öflun sem fram fer með öflun sérfræðiskýrslna, amk. ef um skriflegar skýrslur er að ræða. 4. Meðdómsmannakerfi, þar sem sérfróðir meðdómsmenn skipa dóm ásamt hinum reglulega dómara, er til þess fallið að veita embættisdómaranum ákveðin og stundum nauðsynleg tengsl við atvinnulífið og almenning. 5. Við aðalflutning hefur dómur aukin færi á að fá nánari skýringar og upp- lýsingar í málum sem snúast um sérfræðiatriði ef hann hefur á að skipa sér- fræðiþekkingu. 5. LAGAREGLUR UM HLUTVERK SÉRFRÓÐRA MEÐDÓMSMANNA Fram er komið að rök og ^agnrök fyrir því að sérfræðingar skipi dóm í ein- stöku máli eru veigamikil. Alitaefni er hvort og hvemig best sé unnt að koma til móts við bæði þessi andstæðu sjónarmið við túlkun gildandi laga. Til þess að það sé unnt virðist nauðsynlegt að greina á milli þeirra meginatriða sem í lögum um meðferð einkamála falla aðallega undir verksvið dómsins annars vegar og verksvið sérfræðinga hins vegar. Varðandi beitingu laga segir svo í 44. gr. eml.: Dómari sker úr því hverju sinni eftir mati á þeim gögnum sem hafa komið fram í máli hvort staðhæfing um umdeild atvik teljist sönnuð Ekki þarf að sanna það sem er alkunnugt á þeim stað og tíma sem dómur eða úrskurð- ur gengur um. Ljóst er samkvæmt þessu ákvæði og raunar ákvæði 61. gr. stjórnarskrárinnar að hlutverk dómara er að ákveða hvað séu lög og að beita þeim er hann dæmir 285
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.