Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 38

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Page 38
málinu hafði héraðsdómari synjað beiðni móðurinnar um yfirmat m.a. með vísan til þess að þegar væri búið að meta með fullnægjandi hætti allt það sem beðið var um í upphaflegri matsbeiðni. Einnig mælti það eindregið gegn hagsmunum bamsins, að áliti hinna sérffóðu meðdómsmanna, að draga málið á langinn en for- eldrar voru sammála um að bamið liði vegna fyrirkomulags á búsetu þess. Þá var einnig synjað um sönnunarfærslu með þeim rökum að dómari gæti meinað aðila um sönnunarfærslu ef hann teldi bersýnilegt að atriði sem aðili vildi sanna skipti ekki máli eða að gagn væri tilgangslaust til sönnunar, sbr. 3. mgr. 46. gr. laga um meðferð einkamála og 1. mgr. 60. gr. laga nr. 20/1993 þar sem segi að dómari fylgist með öflun sönnunargagna. Hæstiréttur felldi úrskurð héraðsdóms úr gildi og lagði fyrir héraðsdómara að dómkveðja þrjá hæfa og óvilhalla sérfróða menn til þess að meta yfirmati hvemig forsjá bamsins væri best fyrir komið með tilliti til hagsmuna þess og þarfa. Niðurstaða Hæstaréttar er studd þeim rökum að ekki verði fullyrt að yfirmat dómkvaddra manna um þau atriði sem matsbeiðnin laut að geti ekki skipt sóknaraðila máli og að héraðsdómari hafi ekki fyrirfram átt að leysa úr því hvaða gildi yfirmatsgerð hefði í lögskiptum málsaðilanna. Þessi úrlausn Hæstaréttar er í raun staðfesting á því hve vandasamt það er fyrir dómara að meta hvemig á að haga gagnaöflun í einstökum málum. Einnig vekur hún spurningar um það hvenær réttlætanlegt er að mál tefjist vegna gagnaöflunar, hvort sem hún er að beiðni dómara eða málsaðila. Tafir í málum þar sem deilt er um forsjá bams bitna oft illa á baminu, sem síst skyldi. Dóm- arar bera því ríkar skyldur í þessum efnum og reyndar málsaðilarnir líka enda ber þeim sem foreldrum að gæta hagsmuna barnsins. I úrskurði héraðsdóms sem hér að ofan er minnst á og Hæstiréttur felldi úr gildi þann 5. apríl s.l. kemur fram að dómaranum hafði gengið erfiðlega að finna sérfræðinga til að gegna störfum meðdómenda, aðallega vegna þess að margir sérfræðingar höfðu komið að málinu á einhvem hátt og voru því van- hæfir. I öðrum tilfellum hefur gengið illa að hraða störfum dómkvaddra mats- manna en það kemur eflaust til af því að þeir eru oft störfum hlaðnir og auk þess getur vinna í slíkum málum tekið langan tíma. Verður að tryggja dómstólum að- gang að hæfum sérfræðingum sem geta unnið í þessum málum með hæfilegum hraða. Ekki má þó gleyma því að mikilvægt er að vanda til athugana sem gera þarf í þessum málum. Of mikill flýtir eða mistök í þeim efnum gætu orðið dýrkeypt. Einnig getur komið til þess að breytingar verða á högum málsaðila, þörfum bamsins eða líðan þess á þeim tíma sem athuganir fara fram. Loks má nefna að stundum kalla niðurstöður athugana á nýjar athuganir. Öll þessi atriði og eflaust mörg fleiri eru til þess fallin að tefja afgreiðslu þessara vandasömu mála. Annað vandamál varðandi sönnunarfærslu snýr að atriðum sem oft er ill- mögulegt að sanna. Dæmi um slíkt eru ásakanir annars foreldrisins í garð hins um misnotkun eða vanrækslu á baminu. Sum mál eru þannig að aldrei er unnt að sanna hvort bam hefur t.d. orðið fyrir kynferðislegri misnotkun eða hver hefur átt þar hlut að máli ef svo hefur verið. 1 dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. desember 1994 í máli nr. E-394/1994 segir að við opinbera rannsókn hafi 280

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.