Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 4
Það gefur auga leið að dómarar og lögmenn hljóta að fylgjast með þeirri umræðu og gagnrýni sem beinist að þeim og vega og meta réttmæti hennar. Þeirri gagnrýni hefur löngum verið beint að dómstólum að afgreiðsla dómsmála gangi hægt úr hófi fram, og hefur sú gagnrýni iðulega verið réttmæt. Það hefur þó verulega miðað í þá átt að hraði málsmeðferðar verði viðunandi, og á það jafnt við um héraðsdómstóla og Hæstarétt. Það skaut því nokkuð skökku við þegar ekki alls fyrir löngu kom fram sú gagnrýni að nú væru dómarar teknir til við að afgreiða mál með of miklum hraða. Öðru vísi mér áður brá kynni ein- hver að segja. Þá hefur þeirri gagnrýni verið töluvert beint að dómstólunum að vægt sé tekið á kynferðisbrotum, ýmist sýknað eða refsað vægilega. I skýrslu ríkisstjómar íslands til Sameinuðu þjóðanna um stöðu jafnréttis á Islandi frá því í mars 1995 segir orðrétt: Refsirammi vegna nauðgunarbrota er nokkuð rúmur hér á landi. Þannig má dæma mann til allt að 16 ára fangelsisvistar vegna nauðgunarbrots. Reynslan sýnir þó að refsingar eru mun vægari en refsiramminn gefur til kynna. Undanfarið hefur algeng- asta refsing fyrir nauðgun verið óskilorðsbundið fangelsi í 18-24 mánuði, sem er styttri refsing en tíðkast víðast hvar í nágrannalöndunum. Skaðabætur og miskabætur til þeirra sem nauðgað hefur verið hafa einnig verið lægri hér en hjá nágrannaþjóð- unum. Ekki hefur fengist upplýst, þrátt fyrir nokkrar tilraunir í þá átt, hvaða saman- burður hefur verið gerður sem sú niðurstaða byggist á að refsingar í nauðgun- armálum séu vægari hér á landi en víðast hvar í nágrannalöndum okkar. Þegar talað er um nágrannalönd koma hin Norðurlöndin fyrst upp í hugann, það em þau lönd sem við berum okkur gjarnan saman við. Þessi lönd búa við skylt rétt- arfar og refsirétt. Að tilstuðlan Alþjóðasamtaka dómara var á þessu ári gerð athugun á því hver væri dæmigerð refsing fyrir nokkrar tegundir afbrota þ.á m. nauðgunarbrot. Hún leiddi í ljós að dæmigerð refsing fyrir nauðgunarbrot er svipuð í Noregi og hér á landi, vægari í Finnlandi, mun vægari í Danmörku en þyngri í Svíþjóð. Refsingar fyrir nauðgunarbrot voru nokkm þyngri í Sviss og Hollandi og mun þyngri í Frakklandi, Bretlandseyjum, Lúxemborg og írlandi. Eru þá nefnd þau ríki sem tóku þátt í könnuninni og næst okkur eru. Athygli skal vakin á því, sem engum þarf þó að koma á óvart, að þyngd meðalrefsing- arinnar er mun nær því að vera í hlutfalli við lágmark refsirammans en hámark. Þetta ættu þeir að hafa í huga sem þyngja vilja refsingar. Alkunnug er sú regla að sakaður maður skal talinn saklaus þar til sekt hans er sönnuð og er svo orðuð á latínu: in dubio pro reo, vafi er sakbomingi í hag. Reglan er komin úr Rómarrétti og telst aldur hennar í þúsundum ára. Hún hefur ásamt fleiri reglum Rómarréttar verið talin ein af grundvallarreglum réttarríkis- ins og sú mikilvægasta. Það ríki sem ekki hefur hana í heiðri er ekki talið til réttarríkja. Svo einfalt er það. Þessari reglu hefur að vísu verið misjafnlega vel fylgt í aldanna rás en staðhæfa má að hún sé í fullu samræmi við almenna réttar- 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.