Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 9
réttlæti réðist af mannasetningum. I samræðum sínum leitaðist Platon við að hrekja þessa kenningu sófístanna að lög væru uppfinning manna og að við smíði þeirra þyrftu þeir í engu að líta til náttúrulögmálanna. Hann taldi réttlæti vera sam- ræmi og heilbrigði þátta ríkisins, eins og sá maður var réttlátur sem býr við sam- ræmi heilbrigðra sálarþátta, og setti fram þá almennu reglu að „réttlæti væri það að sérhver gerði það sem honum bæri eða bæri skylda til að gera“. Þá reglu að „sérhver eigi að fá það sem honum beri“ kvað hann ekki vera fullnægjandi vísireglu fyrir mannlega háttsemi eina og sér, heldur eiga við í tilteknum tilvikum. Réttlætiskenning Platons er heimspekikenning frekar en lagaregla. Sé horft á hana sem anga frummyndakenningarinnar, þá er hún í eðli sínu náttúruréttarkenn- ing. Frummyndakenningin kveður svo á að hversdagslegir hlutir eigi sér frum- myndir. Samkvæmt henni er veruleikinn tvískiptur. Annars vegar höfum við allt sem við nemum í kringum okkur með skynfærum okkar, til dæmis menn, dýr og jurtir, réttláta breytni, góð lög. Hins vegar ósýnilegar frummyndir hvers og eins þessa, til dæmis frummynd mannsins eða manninn í sjálfum sér. Það sem við sjáum í kringum okkur er í raun aðeins skuggamyndir hinna ósýnilegu frum- mynda. Þannig má ætla að lögin séu skuggamynd af frummynd réttlætisins.10 Lögin eru góð eða heilbrigð ef þau eru í samræmi við og endurspegla grundvall- arlögmál náttúrunnar. Að sjálfsögðu vom ólíkar reglur um ýmsa hluti frá einu lagakerfi til annars, frá einu borgríki til annars, en grandvallarlögmálin vora þau sömu. Platon gerir greinarmun á grundvallarlögmálum eða meginreglum annars vegar og öðram reglum hins vegar. Hugmyndin um grandvallarlögmálin er í sam- ræmi við heimspekikenningu hans um frummyndimar. Með því að draga skarpar línur á milli frammyndar réttlætisins og settra lagareglna má segja að Platon hafi lagt heimspekilegan grann að náttúruréttarkenningum og öðram hugmyndum um frumspekilega þætti löggjafar. Hugmyndin er þó miklu eldri og endurspeglar grein- armun Grikkja á eðh, náttúra (fysis) og lögum, mannasetningum (nomos).* 11 Latn- eska orðið natura, sem síðar endurspeglast í hugtakinu „náttúraréttur“, er þýðing á gríska orðinu/yrí.v og merkja þau bæði hið sama, eðh og náttúra. Platon sagði hins vegar ekkert um náttúrurétt í skilningi viðmiðunarreglna eða æðra réttarkerfis. Hvenær menn byija að hugsa um lögin, eðli þeirra og tilgang vitum við ekki, en það sem Platon og Aristóteles sögðu um efnið hefur alla tíð síðan haft mikil áhrif. Rit þessara miklu hugsuða hafa varðveist en aðeins eru til brot úr ritum fyrirrenn- ara þeirra. Þeir hafa þó að sjálfsögðu mótast af þeim er á undan þeim og með þeim gengu, og þeirra tíma heimsmynd. Það er til dæmis talið að Platon hafi frá Sóloni þá hugsun að farsæld ríkisins sé undir því komin að í því séu heilbrigð lög sem menn virði, og að það sé skylda góðra borgara að sjá til þess að slík lög séu sett.12 Það er þó ekki Platon heldur Aristóteles sem hafði mest áhrif á síðari kenni- 10 Sjá um frummyndakenningu Platons Eyjólf Kjalar Emilsson, sama rit, bls. 46 o. áfr. 11 Encyclopedia of Pliilosophy, „physis and nomos“. 12 G.H. Sabine, A History of Political Tlteory, London 1963, bls. 25 o. áfr. 251
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.