Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 19

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 19
til og er æðri lögum ríkisins og æðri trúarsetningum.68 Formlega séð er sam- félagssáttmálinn staðfesting á vilja einstaklinga, ákvörðun um að gera samning sem byggist á gagnkvæmum skyldum, og er ekki sjálfgefin samkvæmt náttúru- rétti. Efnislega snýst samfélagssáttmálinn um náttúruleg réttindi einstaklinga, og um velferð og öryggi í samfélaginu.69 Sýn Hobbes og Lockes á náttúruleg réttindi er nokkuð ólfk ekki síður en hug- mynd þeirra um lífíð í ríki náttúrunnar og inntak náttúruréttarins. Þótt þeir séu báðir miklir einstaklingshyggjumenn, þá er túlkun þeirra á mannlegu eðli gjör- ólfk og þar með þýðingin sem náttúrurétturinn hefur fyrir manneskjumar sam- kvæmt kenningum þeirra. Náttúmleg réttindi taka stakkaskiptum samkvæmt Hobbes við samfélagssáttmálann, þá fyrst em komnar forsendur siðferðis.70 Hann telur 'rétt' og 'lög' vera nánast andstæður, hið fyrmefnda tákni nánast óskorað frelsi í ríki náttúmnnar, hið síðarnefnda sé haft á frelsi. Náttúmlögin, sem eru eilíf og óbreytanleg, kveða einkum á um nauðsyn þess að halda friðinn og standa við þjóðfélagssáttmálann.71 Locke hins vegar lítur á náttúmrétt sem gmndvallarforsendu náttúrulegra réttinda, það er í krafti náttúrulaga sem mað- urinn hefur og nýtur verndar náttúmlegra réttinda, og í krafti slíkra réttinda fara menn að bera brigður á ríkjandi skipulag og valdakerfi. Náttúruleg réttindi höfðu samkvæmt Locke siðferðilegt inntak. Stjómarbyltingar 18. aldar í Norður Ameiíku og í Frakklandi em þannig ávext- ir þessara kenninga og þær vom réttlættar með tilvísun til náttúruréttar í formi náttúmlegra réttinda einstaklinga. Náttúmréttur þessa tíma var í raun kenning um réttindi,72 mjög máttug kenning um óhrekjanleg og augljós réttindi. Þessu nýja náttúruréttartímabili, þegar náttúrurétturinn er færður frá kirkjunni til borgaralegrar hugsunar og við getum sagt að hafi hafist með Húgó Grótíusi, lýkur síðan með Sir William Blackstone,73 og hinni frægu bók hans Commen- taries on the Laws of England. Það rit er ein helsta undirstaða engilsaxnesks réttar. Hann vísar þar oft til þess að lagareglur sæki gildi sitt, eða þvingunarkraft sinn, til náttúmréttar og að þær séu ógildar stangist þær á við náttúmrétt. Það var einmitt þessi fullyrðing sem kallaði á þá gagnrýni löggjafarhyggjumanna,74 að náttúmréttur væri „vitleysa á stultum“ eins og breski lögfræðingurinn og heimspekingurinn Jeremy Bentham75 komst að orði svo sem frægt er. 68 Encyclopedia Britannica, „natural law“, vitnað er til skrifa Montesques. 69 d'Entréves, sama rit, bls. 59. 70 Vilhjálmur Árnason, sama rit, bls. 39. 71 Sama rit, bls. 40. 72 d'Entréves, sama rit, bls. 61. 73 Sir William Blackstone (1723-1780) var enskur lögfræðingur og höfundur víðfrægs rits um enska löggjöf og lagavenjur, sem ber heitið Commentaries on the Laws ofEngland. 74 Hér er átt við þá stefnu sem á ensku er nefnd „legal positivism". 75 Jeremy Bentham (1748-1832) var breskur lögspekingur og höfundur nytjastefnunnar. 261
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.