Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 44
í tilteknu dómsmáli, þám. að segja til um það hvaða atvik teljist sönnuð. Er hann óbundinn af áliti aðila í því efni. Skiptir þar engu máli þó að beiting laga feli í sér afstöðu til sérfræðiatriðis svo sem oftlega kemur fyrir og síðar verður sýnt fram á með dæmum. Enginn vefengir að dómendur dæmi að lokum einir um það hvað sé sannað eða hvað teljist lög og hvernig beita eigi þeim í tilteknu máli. Varðandi gagnaöflun í dómsmáli3 segir svo í 46. gr. eml.: 1. Aðilar afla sönnunargagna ef þeir fara með forræði á sakarefni. 2. Eftir því sem dómari telur nauðsynlegt til skýringar á máli er honum rétt að beina því til aðila að afla gagna um tiltekin atriði þess. Sömu sjónarmið eiga við um svonefndar skoðunar- og matsgerðir. f 60. gr. eml. segir svo: Skoðunar- og matsgerðir, lýsingar á hlutum og aðrar rannsóknargerðir kallst hér einu nafni matsgerðir eða mat og athafnir sem lúta að þeim að meta. Dómari leggur sjálfur mat á atriði sem krefjast almennrar þekkingar og menntunar eða lagaþekkingar. Ljóst er af 6E gr. eml. að matsmenn skulu sjá um matsgerðir í öðrum tilvikum en þeim sem dómari framkvæmir samkvæmt þessu. Varðandi þær málsástæður sem settar eru fram í dómsmáli skiptir 2. mgr. 111. gr. eml. mestu máli.4 Þar segir: Dómari má ekki byggja niðurstöðu sína á málsástæðu eða mótmælum sem hefðu mátt koma fram en gerðu það ekki við meðferð máls. Nú er atviks getið í framlögðu skjali en aðili hefur ekki hreyft því sérstaklega sem málsástæðu við flutning máls, og metur þá dómari eftir atvikum hvort sú málsástæða komi til greina. Samkvæmt því sem nú er rakið má segja að þær meginreglur gildi í einka- málum að aðilar afli sönnunargagna í þeim og að dómari skuli í niðurstöðu sinni ekki byggja á öðrum málsástæðum í málinu heldur en þeim sem aðilar hafa borið fyrir sig. Hins vegar er það hlutverk dómara að ákveða hvað séu lög og hvernig þeim skuli beitt.5 Eðlilegt er að hlutverk sérfróðra meðdómsmanna sé skoðað nánar með tilliti til fyrrgreindrar verkaskiptingar milli dómara annars vegar og málsaðila hins 3 Gagnaöflun í dómsmáli er einn þáttur málsforræðisreglunnar í einkamálum. 4 Akvörðun um það hvaða atvik verði borin fram sem málsástæður í dómsmáli telst annar þáttur málsforræðisreglunnar í einkamálum. 5 Sömu meginsjónarmið eiga einnig við í opinberum málum. I þeim gildir málsforræðisreglan að vísu ekki en á grundvelli jafnræðisreglu og þess, að það er hlutverk dómara að ákveða hvað séu lög og að beita þeim, má komast að svipaðri niðurstöðu að því er þau varðar. 286
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.