Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 60
Nýr heiðursfélagi Lögfræðingafélags íslands flytur ávarp
1974. Dóms- og kirkjumálaráðherra var hún í ráðuneyti Jóhanns Hafsteins
1970-1971. Öllum þessum trúnaðarstörfum, að borgarfulltrúastarfinu undan-
skildu, gengdi hún fyrst íslenskra kvenna.
Lögfræðiþekkingu sinni beitti Auður því á vettvangi stjómmálanna, í borg-
arstjóm og á Alþingi en einnig með störfum í fjölda nefnda sem höfðu veg og
vanda að margháttuðum undirbúningi löggjafar. Auður átti m.a. sæti í norrænu
sifjalaganefndinni, stjómarskrámefnd sem skipuð var 1945, endurskoðunar-
nefnd framfærslulaga 1945 og endurskoðunamefnd almannatryggingalaga
1955. Þá beitti hún sér sérstaklega í fræðslumálum á stjómmálaferli sínum, ekki
síst í borgarstjóm, auk þess sem hún sat jafnan í menntamálanefnd á Alþingi.
Auður Auðuns er merkur brautryðjandi í stétt íslenskra kvenlögfræðinga og
ekki síður meðal íslenskra kvenna. Hún steig með miklum sóma inn á nýjar
brautir, fyrst með því að ljúka lagaprófi og síðar einkum á vettvangi stjórn-
málanna. Með þessu efldi Auður kjark og þrótt með öðram konum, þótt nokkur
bið yrði oft á að þær næstu fylgdu í kjölfarið. Það vekur þannig athygli að 14
ár liðu þangað til kona útskrifaðist næst úr lagadeild eða árið 1949, 13 ár
þangað til kona varð á ný ráðherra eða árið 1983 og það varð 35 ára bið á að
kona fetaði í fótspor hennar sem borgarstjóri.
Stjóm Lögfræðingafélags Islands vill votta Auði Auðuns virðingu sína og
þakklæti fyrir ómetanleg brautryðjendastörf hennar bæði í þágu íslenskra kven-
lögfræðinga og lögfræðinga almennt með því að gera hana að heiðursfélaga
Lögfræðingafélags Islands. Auður er þriðji lögfræðingurinn sem gerður er að
heiðursfélaga í félaginu. Aður hafa verið gerðir að heiðursfélögum Agnar Kl.
302