Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 42

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 42
Ýmis dómsmál eru flókin og sakarefni þeirra varðar sérfræðiatriði. í þeim til- vikum er algengt og eðlilegt að við meðferð dómsmáls sé stuðst við ýmis konar álit sérfræðinga í því skyni að komast að réttri niðurstöðu. Almennt er unnt að fullyrða að dómsmálum fjölgi, amk. ef litið er til lengri tímabila. Þar að auki verða þjóðfélög flóknari og sérhæfing eykst. Af því leiðir að unnt er að halda því fram að úrlausnaratriði sem koma til dómstóla útheimti sérfræðiþekkingu í vaxandi mæli. I flestum löndum eru dómstólar ekki skipaðir sérfróðum meðdómsmönnum. Við þær aðstæður má með nokkrum rétti segja að dómstólar hafi aðeins formlegt vald gagnvart munnlegum og skriflegum sér- fræðiskýrslum sem koma fram í málinu því að dómstóllinn sjálfur hefur hvorki næga þekkingu til þess að tjá sig um efni sérfræðiatriðanna né að víkja þeim til hliðar. Hinir raunvemlegu möguleikar dómara í málum þar sem reynir á sérfræði- þekkingu eru þá oftast þeir að hann getur lagt sérfræðiskýrslumar til grund- vallar. Hann á þó oft þann kost að leggja aðra sérfræðiskýrslu til grundvallar ef hún liggur fyrir í málinu. Hlutverk dómara snýst þá etv. mest um það að kanna hvaða skýrsla sé best unnin. í sumum tilvikum er þó hugsanlegt að hann geti hafnað sérfræðiáliti þar sem forsendur þess reynast rangar eða það er illa rök- stutt. Loks getur hann oft bent á nauðsyn þess að fá frekari sérfræðiálit í málið. Ef sérfróðir meðdómsmenn sitja í dómi er hugsanlegt að líta svo á að þeir gætu frekar náð því markmiði að upplýsa og skýra mál rækilegar að því er sér- fræðiatriði varðar og að þeir gætu einnig haft rýmri möguleika til að taka afstöðu til sérfræðiatriða í dómi og tryggja þannig rétta niðurstöðu. 4. HEFÐBUNDIN SJÓNARMIÐ UM HVENÆR SÉRFRÆÐIÞEKKING SKULI KOMA FRAM UNDIR REKSTRI MÁLS Aðalröksemdin fyrir þeirri skoðun að sérfræðiálit skuli koma fyrir dóminn en ekki vera fyrir hendi í honum og koma fyrst fram í dóminum er sú að aðeins með því móti sé öraggt að aðilar málsins fái færi á að gagnrýna það. í framhaldi af því er því haldið fram að gagnrýni eða möguleiki til gagnrýni sé besta að- haldið eða aðferðin til þess að tryggja fagleg og vel unnin sérfræðiálit. Þetta á auðvitað alveg sérstaklega við í þeim málum þar sem aðilar hafa fullt forræði á sakarefninu. Svipuð sjónarmið eru talin eiga við í málum þar sem aðilar fara ekki með fullt forræði á sakarefni. Einnig í þeim tilvikum er talið öruggara að styðjast við upplýsingar sem aðilar hafa fengið færi á að tjá sig um. Talið er að sitji sérfróðir meðdómsmenn í dómarasæti geti verið hætta á að dómur sé byggður á sjónarmiðum sem aðilar hafa ekki átt kost á að gagnrýna eða ekki viljað byggja á. Fyrrgreindar röksemdir hafa leitt til þess að með flestum Evrópuþjóðum gildir sú regla að sérfræðiálit koma fyrir dóminn en dómendur sjálfir búa ekki yfir sérþekkingu á því sviði sem málefni snýst um. Þó þekkist bæði á Norður- löndum, Þýskalandi og víðar að sérfróðir meðdómsmenn sitji í dómi í sérstök- um tegundum mála. 284
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
0493-2714
Tungumál:
Árgangar:
74
Fjöldi tölublaða/hefta:
261
Skráðar greinar:
Gefið út:
1951-2010
Myndað til:
2024
Birtingartöf í 15 ár. Hjá Lögfræðingafélagi Íslands er hægt að kaupa stök hefti, sjá https://logfraedingafelag.is/timarit/ eða áskrift að rafrænni útgáfu tímaritsins, sjá https://logfraedingafelag.is/um-li/timarit-loegfraedinga/
Útgáfustaðir:
Útgefandi:
Lögfræðingafélag Íslands (1951-í dag)
Efnisorð:
Lýsing:
Lögfræði.

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað: 4. Tölublað (01.12.1995)
https://timarit.is/issue/313944

Tengja á þessa síðu: 284
https://timarit.is/page/4903727

Tengja á þessa grein: Um sérfróða meðdómsmenn.
https://timarit.is/gegnir/991006254839706886

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

4. Tölublað (01.12.1995)

Aðgerðir: