Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 52

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 52
refsiréttar og einkaréttar eða borgaralegs réttar. Á íslandi má merkja þetta í breytingum á refsirétti og réttarfari á 18. öld. I anda upplýsingarinnar varð ein helzta skylda þjóðhöfðingjans að gera lög- gjöfina einfalda, skýra og skilmerkilega, helzt þannig að hver miðlungs þjóð- félagsþegn gæti skilið. Til þess að færa löggjöfina sem næst fólkinu urðu lögin að vera í sem beztu samræmi við sérkenni hverrar þjóðar, náttúrlegar aðstæður hennar og hugsunarhátt; þau áttu að vera skynsamleg og þannig úr garði gerð að góður og skynsamur maður gæti skilið. Þessu hélt meðal annars Montes- quieu fram.5 Hinn þjóðlegi réttur var í sókn gegn hinum fjölþjóðlega rómverska rétti sem drottnað hafði yfir hugum manna á meginlandi Evrópu öldum saman. I anda einveldisins áttu lögin að vera til marks um vald þjóðhöfðingjans til að skipa málum í ríki sínu. Þau voru þáttur í hátignarrétti hans - jus majestatis. í samræmi við þetta var lögð áherzla á einingu allra valdastofnana ríkisins. Því var hafnað að skipta valdi eins og gert hafði verið á miðöldum til dæmis milli ríkis og kirkju eða einstakra lögstétta. STAÐA DÓMSTÓLA Á EINVELDISÖLD I samræmi við þetta gat hinn einvaldi löggjafi sem einn skyldi stýra lögum ekki sætt sig við að menn túlkuðu þau hver eftir sínu höfði, hvorki embættis- menn né dómarar. Afleiðingin var sú að slík iðja var bönnuð. Ef vafí reis eða ákvæði skorti bar dómurum og öðrum embættismönnum að afla úrskurðar lög- gjafans um skýringu eða viðauka. Allt annað fór í bága við fullveldi þjóð- höfðingjans. Nú var hin forna miðaldalöggjöf orðin úrelt, mótsagnakennd og torskilin, þannig að jaðraði við ringulreið. Tíðar deilur ýttu undir endurskoðun í anda nýrra hugmynda. Og það varð bezt gert með því að steypa allri landslöggjöfinni í eina bók. Þetta var auðveldast að gera í tiltölulega litlum ríkjum, enda færðist frumkvæðið þangað. Lögbók var talin vænlegust leið til að ná því markmiði að laga löggjöfina sem bezt að aðstæðum í hverju landi, einfalda hana og gera hana skýra og skiljanlega öllum þorra þjóðfélagsþegnanna. Og nú var sett saman hver lögbókin af annarri í smáríkjum Evrópu. Oftast tóku þær til einstakra þátta löggjafarinnar, borgararéttar, refsiréttar eða réttarfars, sjaldan til hennar allrar - næst komust menn í Prússlandi með hinni almennu landslagabók frá 1794, en hún varð rúmlega 17 þúsund greinar svo að álitamál er hvort hún hafi verið alþýðulesning. Þar sem gert var ráð fyrir einingu allra valdastofnana þjóðfélagsins má ljóst vera að hlutur dómsvaldsins í réttarþróuninni var rýr. Dómstólar áttu í einu og öllu að lúta forystu hins einvalda og alráða löggjafa og mæla fyrir munn hans eins og Montesquieu komst að orði. Á þessu varð ekki veruleg breyting þótt lýðfrelsi tæki að ryðja sér til rúms síðast á 18. og á 19. öld. Sett lög héldu enn 5 De l'Esprit des lois 1,3; XXIX, 16. 294
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.