Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 31

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 31
úrskurði héraðsdóms var talið að hagsmunir barnsins af því að komast til þess for- eldris sem hafði fengið dæmda forsjána væru ríkari hagsmunum gerðarþola að halda baminu uns niðurstaða væri fengin fyrir æðra dómi. Hæstiréttur tók hins vegar ekki á því hvort tafir á því að bamið kæmist til forsjárforeldrisins skiptu máli út frá hags- munum bamsins enda virðist túlkun Hæstaréttar vera sú að ekki hafi verið heimilt að taka á því atriði. Spurning er þá hvort lögin taki nægjanlegt tillit til bama við þessar aðstæður. Ef ekki er unnt að túlka lögin þannig að tekið verði tillit til hagsmuna barn- anna tel ég brýnt að lögunum verði breytt og það hið bráðasta. 2. MEGINREGLUR UM MEÐFERÐ MÁLA SAMKVÆMT HJÚSKAPARLÖGUM OG BARNALÖGUM Um réttarfar í hjúskaparmálum gilda sömu lagaákvæði og um einkamál nema að því leyti sem undantekningar eru gerðar þar á í lögum, sbr. 1. mgr. 117. gr. hjúskaparlaga. Einnig sæta faðernismál almennri meðferð einkamála nema mælt sé fyrir á annan veg í lögum, sbr. 2. mgr. 44. gr. bamalaga. Sama gildir um vefengingarmál og mál til ógildingar á faðemisviðurkenningu, sbr. 1. mgr. 54. gr. bamalaga. Um rekstur mála vegna forsjár bama fer að hætti einkamála nema um frávik sé mælt í lögum, sbr. 58. gr. bamalaga. Sérákvæði um málsmeð- ferðarreglur þeirra mála sem hér hafa verið talin upp eru bæði í hjúskaparlögum og barnalögum. Helstu sérreglur varðandi meðferð mála samkvæmt bamalögum og hjúskap- arlögum eru þessar: A. Aðilar hafa ekki fullt forræði á sakarefninu Dómari er ekki bundinn af kröfum aðila og málsástæðum í forsjárdeilum, sbr. 2. mgr. 62. gr. bamalaga. í faðemismálum er dómari ekki bundinn af kröfum sem hafðar em uppi í máli, sbr. 1. mgr. 50. gr. sömu laga. Ekki er unnt að ljúka hjóna- bandi með sátt, sbr. 4. mgr. 117. gr. hjúskaparlaga. Dómari gætir óhjákvæmilegra lagaskilyrða við úrlausn hjúskaparmáls, sbr. 3. mgr. 117. gr. hjúskaparlaga. B. Þinghöld eru háð fyrir luktum dyrum, reglur um nafnleynd í 63. barnalaga segir að forsjármál skuli sótt og varin og aðilar og vitni spurð fyrir luktum dyrum nema dómari ákveði öðmvísi með samþykki aðila. I 64. gr. sömu laga segir að ekki megi án leyfis dómara birta almenningi á nokkurn hátt annað af því sem gerst hefur í forsjármálum en dóminn. Ef dómur er birtur skuli gæta leyndar á nöfnum og upplýsingum sem bent geti til þess hverjir séu aðilar máls eða hvert bam eða börn dómurinn varði. Hliðstæðar reglur gilda varðandi faðernismál, sbr. 49. gr. og 51. gr. barnalaga, vefengingarmál og mál til ógild- ingar á faðemisviðurkenningu, sbr. 54. gr. barnalaga og hjónaskilnaðarmál, sbr. 118. og 119. gr. hjúskl. Þessar reglur eiga ekki við um mál sem höfðuð era til ógildingar á skilnaðarsamningi, mál er varða fjármál hjóna eða beiðni til hér- aðsdóms um að forsjá barns verði komið á með aðfarargerð eins og fram kem- ur í dómum sem birtir eru í dómasafni Hæstaréttar. C. Sérstakar reglur gilda um afskipti dómara af gagnaöflun Samkvæmt 46. gr. bamalaga fylgist dómari með öflun sönnunargagna í fað- 273
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.