Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 20

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 20
NÍTJÁNDA ÖLDIN OG NÚTÍMINN Skoski heimspekingurinn David Hume76 hlýtur að teljast talsverður örlaga- valdur í sögu náttúruréttarkenninga. Hann og fleiri samtímamenn hans svo sem Adam Smith77 höfnuðu kenningunum um samfélagssáttmálann og yfirleitt þeim fullyrðingum um tilveruna sem ekki yrðu rannsakaðar með skynfærunum. Að- eins á þann hátt töldu þeir að komast mætti að því hvernig hlutimir em í raun og veru, það væri fánýtt að reyna að skýra reynslu og þekkingu „með því að skírskota til hulinna krafta“.78 Hann taldi að allar gerðir okkar mætti rekja til langana okkar og að skynsemin segði okkur hvemig við gætum satt þær, en hún segði okkur ekki hvað við ættum að þrá. Hume hafnaði þess vegna náttúrurétti. Hann og sú raunhyggja sem hann boðaði höfðu mikil áhrif á löggjafarhyggju- menn 19. og 20. aldar, sem gagnrýndu náttúruréttinn harkalega. Á 19. öld fara menn að aðhyllast aðra heimspekiskóla svo sem nytjastefnu, efnishyggju og sögustefnu. Jeremy Bentham, lögspekingur og mikill andstæð- ingur náttúruréttar, var nytjastefnumaður. Hann var gagnrýndur fyrir það að miða allt við ánægju sem væri bara tilfinning, og að hann horfði fram hjá þeirri reisn sem gæfi lífi mannsins sérstakt gildi. John Stuart Mill79 lagði nokkuð annan skilning í hamingjuhugtakið. Hjá honum er ánægja ekki bara tilfinning heldur eru dygð, menntun, heilbrigði og list þættir hennar. Því taldi hann nauð- synlegt að mennta einstaklingana svo þeir mættu vita hvar hina sönnu ánægju væri að finna. Samkvæmt nytjastefnunni lítum við til afleiðinga athafna okkar. Siðferðileg réttlæting athafna okkar ræðst af afleiðingum þeirra, því böli eða þeirri ham- ingju sem leiðir af þeim. Það er líklega hinn áhrifamikli heimspekingur Immanuel Kant 80 sem blæs aftur byr í segl náttúruréttar þegar hann segir að lögfræðingar eigi að leita „til hreinnar skynsemi sem uppsprettu staðhæfinga sinna í því skyni að leggja grundvöll að allri mögulegri löggjöf‘. Lögfræðingar geti aldrei svarað spurn- ingunni „hvað em lög“? með því að rannsaka hvað lög segi eða hafi sagt, því það lýsi aðeins lögum á ákveðnum stað og tíma. Kant líkti slfkrí rannsóknar- 76 David Hume (1711-1776) var skoskur heimspekingur og sagnfræðingur, merkisberi raun- hyggju og efahyggju. Eitt helsta verk hans er A Treatise on Human Nature. 77 Adam Smith (1723-1790) var skoskur siðfræðingur sem varð brautryðjandi klassískrar hagfræði. 78 Páll S. Ardal, Inngangur að D. Hume, Samrœður um trúarbrögð, þýðandi Gunnar Ragn- arsson. Hið íslenska bókmenntafélag Reykjavík, 1972, bls. 21 og 39. 79 John Stuart Mill (1828-1906) var enskur heimspekingur og hagfræðingur einn af frum- kvöðlum nytjastefnu og frjálslyndisstefnu í siðfræði. Eitt kunnasta verk hans er Frelsið (1859), sem komið hefur út í íslenskri þýðingu Þorsteins Gylfasonar, Hið íslenska bók- menntafélag, 1971. 80 Immanuel Kant (1724-1804) var þýskur heimspekingur. 262
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.