Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1995, Blaðsíða 15
í Kirkjulögum Gratíanusar, Decretum Gratiani,40 renna náttúruréttur og opin- berun Guðs nánast saman í eitt eða taka að minnsta kosti að haldast í hendur. Þar sem maðurinn er skynsemisvera meðtekur hann boð Guðs. Boð Guðs eru óbreytanleg og þau eru sannleikurinn og því eru þau, og þar með náttúruréttur, æðri öðrum reglum og andstæður þeirra ógildar reglur. Náttúruréttur var þann- ig, samkvæmt Gratíanusi, birtur í reglum Gamla- og Nýja testamentisins og einkum í hinni gullnu reglu kristinna manna „allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra“.41 Frægasti talsmaður kirkjunnar um þetta efni var miðaldaguðfræðingurinn Tómas frá Akvínó.42 Það var hann sem endanlega mótaði „náttúruréttinn“ eins og við þekkjum þá kenningu í dag. Tómas frá Akvínó var undir miklum áhrif- um frá Aristótelesi og sótti mikið til kenninga hans. Kenning Tómasar var í stuttu máli sú, að manneskjan hefði tiltekna hlutdeild í hugmyndum Guðs um heiminn, og þannig hlyti maðurinn leiðsögn um rétta breytni. Hann uppgötvaði reglurnar með skynsemi sinni, og þessar reglur sem maðurinn uppgötvaði þannig með skynsemi sinni kallaði Tómas náttúrulög. Náttúrulögin áttu síðan að vera siðferðilegur grundvöllur og mælikvarði allra settra laga, þ.e. manna- setninganna. Og það „að náttúrulögin væru siðferðilegur grundvöllur og mæli- kvarði settra laga“ var náttúruréttur. Maðurinn finnur vissar sjálfgefnar grundvallarreglur með skynsemi sinni. Með henni, sem er sérkenni mannlegs eðlis, sjá menn hvað er gott og þess vegna eftirsóknarvert, og á hinn bóginn hvað sé illt og beri þar með að forðast. Það sem er siðferðilega rétt er það sem er sanngjarnt eða réttlátt. Hér er sem sagt komin fram sú kenning að manneskjan sem manneskja, sem skynsemis- vera, hafi siðferðileg réttindi, sem beri að styrkja með lögum en ekki brjóta gegn. Áherslan er samt á náttúrulögum en ekki náttúrulegum réttindum, á skyldum ríkisins frekar en rétti einstaklingsins.43 Lögum skipti Tómas frá Akvínó í fjóra flokka. Fyrst voru hin eilífu lög eða hugur Guðs. Án þeirra hefði maðurinn enga leiðsögn í lífi sínu. I öðrum flokki voru náttúrulög. Þau voru sérstök hlutdeild manneskjunnar í hinum eilífu lögum. Maðurinn finnur þau, uppgötvar, með skynsemi sinni. í þriðja flokknum 40 Gratíanus var munkur sem safnaði saman 3800 textum (ca. 1140) sem taldir eru hafa verið undirstaða mastersnáms í háskólum í upphafi, en seinna notaðir af kirkjunni. Árið 1917 fór fram ný skrásetning á kirkjurétti og þá er Decretum Gratiani aðalheimildin. 41 Fjallræðan, Mattheus 7:12; sbr. d'Entréves sama rit, bls. 38-40. 42 Tómas frá Akvínó (1225-1274) var ítalskur heimspekingur og guðfræðingur. Skólaspeki miðalda er talin hafa risið hæst í ritum hans. Höfuðrit hans um þetta efni er Summa theolo- giae. í þessari samantekt um Tómas frá Akvínó er stuðst við Garðar Gíslason, „Eðli máls“ í Eru lög nauðsynleg?, Reykjavík, 1991, bls. 93 o. áfr. 43 d'Entréves, sama rit, bls. 48. 257
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.